Við búum yfir 23 ára reynsla í húðmeðferðum.

Kollagen er orð sem flestir hafa heyrt. Þó vita færri hvað kollagen er og hvaða tilgangi það þjónar fyrir heilbrigði húðarinnar. Sérfræðingar Húðfegrunar fá oft spurningar frá viðskiptavinum um hlutverk kollagens og áhrif þess á húðina. Við höfum því tekið saman upplýsingar um kollagen til fróðleiks.

Hvað er kollagen?

Orðið kollagen kemur úr grísku og er samsett af forliðnum kolla, sem merkir lím, og endingunni gen, sem vísar til framleiðslu. Því mætti segja að bókstafleg merking orðsins sé í raun „framleiðslulím“, enda er það eitt helsta byggingarprótein líkamans. Kollagen er samsett úr amínósýrum og er að finna í húð, beinum og bandvef líkamans, sem og sinum og liðböndum.

Díana, yfirhjúkrunarfræðingur Húðfegrunar, segir að um 80% húðarinnar samanstandi af kollageni. „Það fer að hægjast á náttúrulegri kollagenframleiðslu húðarinnar strax við 25 ára aldur,“ segir Díana.

Nokkrar staðreyndir um kollagen

  • Líkaminn hýsir 16 mismunandi tegundir af kollageni og eru sumar þeirra sterkar sem stál.
  • Reykingar og útfjólubláir geislar sólarinnar draga úr framleiðslu kollagens.
  • Kollagen er notað í sárameðferðir.
  • Ýmsar húðvörur eru sagðar eiga að auka virkni kollagens. Ólíklegt er þó að sú sé raunin þar sem kollagensameindirnar eru taldar of stórar til að þær geti sogast í gegnum húðina.
  • Kollagen er að finna í öllum líkamanum, sérstaklega í húð, beinum og bandvef.

Hvaða meðferðir auka kollagenframleiðslu húðarinnar?

„Góðu fréttirnar eru þær að Húðfegrun býður upp á ýmsar meðferðir sem auka kollagenframleiðslu húðarinnar. Sérfræðingar okkar eru þjálfaðir í að meta hvaða meðferð hentar hverjum og einum. Auk þess mun nýi húðskanninn okkar koma að góðum notum í þessu sambandi, en hann metur ástand húðar hvers og eins með því að greina þau vandamál sem eru til staðar í undirlagi hennar,“ segir Díana.

1. Laser-peeling

Húðfegrun býður upp á nýja, öfluga lasermeðferð sem byggir upp kollagen djúpt í undirlagi húðarinnar á sama tíma og ysta lagið er endurnýjað. Díana segir Laser Peeling vera eina öflugustu meðferð sem býðst til að fá fallegri áferð á ysta lag húðarinnar og til að draga úr djúpum og grunnum línum.


Ásthildur er 59 ára og hefur komið í Laser Peeling hjá Húðfegrun

„Ég kom í Laser Peeling vegna þess að ég vildi fá þéttari húð. Hún var orðin svo þreytt og slöpp, auk þess sem ysta lag hennar var skemmt. Ég fann fyrir smá hita í húðinni á meðan á meðferð stóð. Strax eftir meðferð fann ég að eitthvað var að gerast í undirlagi húðarinnar. Mér leið eins og það væri að strekkjast á húðinni og samhliða því fann ég smá sviða. Nokkrum dögum eftir meðferð sá ég mikinn mun. Áferð húðarinnar gjörbreyttist, húðliturinn varð jafnari og hún virkaði unglegri og mikið þéttari, sérstaklega hálsinn sem var orðinn gríðarlega slappur.“


2. Hollywood Glow

Þessi nýja meðferð hefur notið mikilla vinsælla hjá stórstjörnum víða um heim. Stjörnurnar nýta sér meðferðina gjarnan fyrir sérstök tilefni eins og Óskarsverðlaunahátíðina. Meðferðin er framkvæmd með nær-innrauðu ljósi (NIR infrared light) sem hitar húðina á þægilegan máta og örvar kollagenframleiðslu hennar. Hollywood Glow eða Andlitsljómi er örugg og þægileg meðferð sem hentar fyrir allar húðgerðir. Húðin verður þéttari og fær samstundis aukinn ljóma.


Guðrún er 49 ára og hefur komið í Hollywood Glow meðferð

„Þegar ég heyrði af Hollywood Glow meðferðinni var ég forvitin og langaði að prófa. Meðferðin sjálf var mjög notaleg og algjörlega sársaukalaus. Ég fann fyrir smá hita en það var bara mjög notalegt. Ég sá strax mun eftir fyrstu meðferð. Húðin varð stinnari, og þéttari. Allt sem var farið að slappast, varð þéttara. Húðin varð líka rosalega mjúk og hélst þannig lengi eftir meðferðina. Aðrir tóku eftir breytingu á útliti mínu og ég fékk hrós fyrir að líta vel út. Ég ætla að taka nokkur skipti í Hollywood Glow og er spennt að sjá árangurinn.“


3. Dermapen

Dermapen er meðferð sem vinnur á undirlagi húðarinnar og örvar þar framleiðslu kollagens og elastínþráða. Kollagenuppbygging húðarinnar hefst strax að lokinni meðferð og merkja má sjáanlegan árangur með hverjum degi sem líður frá meðferð. Dermapen meðferðin þéttir og styrkir húðina og gefur henni fallegan blæ, auk þess að grynnka hrukkur og fínar línur.

Meðferðin er framkvæmd með þeim hætti að serum sem inniheldur náttúrulegar fjölsykrur er borið á húðina. Í kjölfarið er farið yfir ysta lag húðarinnar með nálum Dermapen pennans sem ýta efninu niður í undirlag hennar. Breytilegum styrkleika er beitt eftir því hversu djúpt er unnið á undirlagi húðarinnar.


Pétur er 31 árs og hefur komið í Dermapen meðferð

„Ég hafði prófað dermaroller heima og var því spenntur að prófa Dermapen hjá Húðfegrun. Ég bað um að nálunum yrði beitt á mesta styrkleika því ég vildi
sjáanlegan árangur. Ég verð að viðurkenna að meðferðin var frekar sársaukafull en samt alveg þolanleg. Deyfikremið kom sér vel en það var borið á fyrir meðferðina.
Hjúkrunarfræðingurinn vissi upp á hár hvað hún var að gera og var mikill fagmaður. Ég sá strax árangur og um tveimur dögum eftir meðferðina var húðin mýkri og þéttari. Eftir um hálfan mánuð tók ég eftir að svitaholurnar höfðu minnkað töluvert og húðin var orðin mjög stinn. Ég ætla að nýta mér Dermapen meðferðina reglulega.“


4. Gelísprautun

Gelísprautun með náttúrulegum fjölsykrum frá Neauvia Organic hefur áhrif á kollagenframleiðslu húðarinnar. Efnið Neauvia Organic er eitt hreinasta og öruggasta fyllingarefni sem býðst á markaðnum. Gelísprautun er sniðin að þörfum hvers og eins. Línur, drættir og hrukkur jafnast út og húðin öðlast ljóma og þéttleika á ný. Hægt er að framkvæma meðferðina nánast hvar sem er á andlitinu. Meðferðin er tilvalin fyrir þá sem vilja byggja upp kollagen í húðinni og sjá árangur strax að meðferð lokinni.


Hrönn er 58 ára og nýtir sér Gelísprautun reglulega

„Ég kem reglulega í Gelísprautun hjá Húðfegrun og hef gert það í mörg ár. Gelíprautunin frískar upp á útlitið og línurnar verða minna áberandi.“


5. Laserlyfting

Laserlyfting er mjög öflug meðferð til að byggja upp kollagen í húðinni. Það sem gerir Laserlyftingu einstaka er tæknin sem tryggir örugga og árangursríka uppbyggingu kollagens djúpt í undirlagi húðarinnar með náttúrulegum og sársaukalausum hætti.

Meðferðin styrkir húðina, grynnkar hrukkur og þéttir slappa húð á andlitinu, augnsvæði, hálsi, svæði undir höku, bringu og handarbökum. Einnig spornar meðferðin gegn öldrun húðarinnar ásamt því að lífga upp á útlitið.


Elín er 56 ára og nýtti sér Laserlyftingu nýverið

„Mér fannst húðin í andlitinu vera farin að slappast og leitaði ráða hjá hjúkrunarfræðingi Húðfegrunar. Mér var ráðlagt að taka fjögur skipti í Laserlyftingu og ég sé ekki eftir því. Mér fannst húðin styrkjast og línur mýkjast og ætla að halda mér við með því að fara í fleiri svona meðferðir. Mér finnst líka mikill kostur að það sjái ekki á húðinni eftir Laserlyftingu og að maður geti farið beint í vinnuna að meðferð lokinni.“


6. Augnlyfting

Augnlyfting er ný, byltingarkennd meðferð á Íslandi og er Húðfegrun fyrsta og eina stofan á landinu sem býður upp á þessa frábæru tækni. Augnlyfting er húðmeðferð sniðin til að lyfta augnlokum sem farin eru að síga. Meðferðina má einnig framkvæma til að þétta slappa húð undir augum og grynnka hrukkur og fínar línur á augnsvæði. Hita er beint niður í undirlag húðarinnar sem gerir það að verkum að framleiðsla kollagens og elastíns á augnsvæðinu eykst.


Ragnheiður er 50 ára og hefur komið tvisvar í Augnlyftingu

„Ég fór í Augnlyftingu því húðin á augnlokunum var farin að festast við augnhárin þegar ég setti á mig maskara. Strax eftir fyrstu meðferðina sá ég mun. Augun opnuðust meira og augnhárin klessast ekki lengur við augnlokin þegar ég set á mig maskara. Ég fór í aðra meðferð til að ná ennþá betri árangri og til að fyrirbyggja slappa húð í bráð. Núna eru sex mánuðir liðnir frá síðustu meðferð, árangurinn er ótrúlegur og ég gæti ekki verið ánægðari. Ég ætla að fara á eins til tveggja ára fresti í þessa meðferð til að viðhalda árangrinum.
Augnlyfting var minna mál en ég bjóst við og inngripið mun minna en þegar farið er í skurðaðgerð á augnlokum til að fjarlægja auka húð. Deyfikrem var borið á svæðið um klukkutíma fyrir meðferð sem gerði það að verkum að ég fann nánast ekkert fyrir meðferðinni. Samdægurs og daginn eftir meðferð var ég aðeins bólgin og rauð á augnsvæðinu en um 5 dögum síðar var húðin alveg búin að jafna sig.“


7. Húðþétting

Húðþétting er tilvalin meðferð til að auka framleiðslu kollagens í undirlögum húðarinnar víðsvegar á líkamanum og í andliti. Þessi meðferð er gjarnan notuð til að þétta húð á upphandleggjum, maga, lærum og hálsi.Notaðar eru útvarpsbylgjur sem hita undirlag húðarinnar upp í 60-65° hita.. Meðferðin gerir það að verkum að húðin þéttist og stinnist og ummál minnkar. Til að ná sem bestum árangri er mælt með a.m.k. fjórum meðferðum. Árangur heldur áfram að koma í ljós í allt að sex mánuði eftir meðferð því kollagenframleiðsla húðarinnar heldur áfram að aukast.

Heiða er 43 ára og hefur komið fjórum sinnum í Húðþéttingu á upphandleggjum

„Húðin á upphandleggjunum mínum var orðin mjög slöpp. Þetta plagaði mig en ég vissi ekki hvað væri til ráða. Þegar ég heyrði af Húðþéttingunni hjá Húðfegrun ákvað ég að prófa. Mér finnst alveg magnað að þessi tækni sé til. Húðin er orðin mun stinnari og ég sé mikinn mun eftir að hafa komið fjórum sinnum í meðferðina.“
Húðfegrun hjálpar þér að ná
betri húðheilsu með
öruggum, náttúrulegum og
vísindalegarannsökuðum meðferðum.

Allar meðferðir