Hvað er Ávaxtasýrumeðferð?
Ávaxtasýrumeðferð er áhrifarík og öflug meðferð til þess að örva og viðhalda heilbrigði húðar. Meðferðin losar um dauðar húðfrumur á ysta lagi húðar og örvar endurnýjunarferli hennar. Ávaxtasýran brýtur niður óhreinindi í svitaholum, kemur jafnvægi á olíuframleiðslu húðar, hefur bakteríudrepandi áhrif, dregur úr ásýnd bóla og grófra svitahola ásamt því að hafa róandi og bólgueyðandi áhrif á húðina svo hentar því meðferðin einnig vel þeim sem eru með viðvæma, rósroða eða bóluhúð. Meðferðin vinnur gegn öldrun húðar, þéttir hana, styrkir, mildar fínar línur og vinnur vel á litabreytingum. Strax eftir meðferð fær húðin bjartara og frísklegra yfirbragð.
Húðfegrun notar öfluga, hreina sýru frá SkinCeuticals sem er sérstaklega hönnuð til þess auka heilbrigði húðar og að hægt sé að aðlaga meðferðina að öllum húðgerðum og húðvandamálum. Kostir þess að nota hreina sýru er aukin virkni, hún vinnur dýpra í undirlag húðar, litlar sem engar líkur á óþoli gegn henni og er hún með lágt pH gildi og skilar hún því hámarksárangri.
Tvenns konar ávaxtasýrur eru í boði hjá Húðfegrun en það eru Micropeel 30% og Pigment Balancing Peel 40%. Báðar sýrurnar eru öflugar og vinna á ysta lagi húðar en búa þær yfir mismunandi kostum og er því gott að fá meðferðferðaraðila til þess að meta hvor sýran henti en fer það eftir húðtýpu og markmiði með meðferð.