Hvernig virkar Erbrium YAG Laser?
Erbrium YAG Laser er öflugasta meðferð Húðfegrunar ásamt Laserlyftingu sem miðar að því að vinna til baka öldrun húðar með náttúrulegum hætti. Það sem meðferðin hefur fram yfir Laserlyftingu er að hún vinnur einnig á ysta yfirborði húðar.
Með aldrinum hægir á framleiðslu kollagens og elastín sem eru uppbyggingarprótein húðar og í kjölfarið fer húðin hægt og rólega að slappast, missa lyftingu, fyllingu og hrukkur og fínar línur fara að myndast. Með Erbrium YAG Laser meðferðinni er lasergeislinn að örva framleiðslu þessara uppbyggingarpróteina djúpt í undirlagi húðar en á ysta yfirborði hennar er notuð svokölluð pixel tækni ER:YAG 2940 sem stuðlar að húðendurnýjun. Þessi byltingarkennda tækni skiptir lasergeislanum upp í marga minni geisla sem skella á húðina í punktaformi en það er svo heilbrigða húðin í kringum laserpunktana sem gerir það að verkum að húðin er fljótari að jafna sig eftir meðferðina en aðrar sambærilegar á markaðnum, auk þess að skila sér í hraðari kollagenmyndun.
Meðferðin hentar öllum aldurshópum og flestum húðgerðum (I-V).