Ávaxtasýrumeðferð
Ávaxtasýrumeðferð fjarlægir dauðar húðfrumur, endurnýjar húðina og gefur henni frísklegra útlit.
Meðferðarsvæði: Andlit - Andlit & háls - Andlit, Háls & Bringa
.png)
Ávaxtasýrumeðferð fjarlægir dauðar húðfrumur, endurnýjar húðina og gefur henni frísklegra útlit.
Meðferðarsvæði: Andlit - Andlit & háls - Andlit, Háls & Bringa
Ávaxtasýrumeðferð er áhrifarík og öflug húðmeðferð sem örvar endurnýjun húðarinnar, hreinsar óhreinindi úr svitaholum og stuðlar að jafnvægi húðarinnar. Meðferðin fjarlægir dauðar húðfrumur, eykur frískleika og gefur húðinni bjartara og jafnara yfirbragð.
- Hreinsar húðina - Brýtur niður óhreinindi í svitaholum
- Jafnar olíuframleiðslu - Kemur jafnvægi á feita og blandaða húð
- Bakteríudrepandi áhrif - Vinnur vel á bólum og fílapenslum
- Róandi áhrif - Hentar viðkvæmri húð, rósroða og bóluhúð
- Vinnur gegn öldrun - Þéttir, styrkir og dregur úr fínum línum
- Jafnar húðlit - Dregur úr litabreytingum vegna sólarskemmda, hormónaójafnvægis (melasma) og bólna
Húðfegrun notar hreina og öfluga sýru frá SkinCeuticals, sem er sérstaklega hönnuð til þess að bæta áferð, jafna húðlit og gefa húðinni bjartara og frísklegra útlit. Hrein sýra inniheldur meiri virkni sem vinnur dýpra í húðina og veitir hámarksárangri. Hreinar sýrur eru einnig betur þolanlegar og innihalda lágt pH gildi sem örvar húðina á áhrifaríkan hátt.
Húðfegrun býður uppá tvær öflugar ávaxtasýrumeðferðir frá SkinCeuticals, Micropeel 30% og Pigment Balancing Peel 40%. Báðar meðferðirnar stuðla að endurnýjun húðarinnar ásamt því að bæta áferð hennar, en hvor meðferð hentar þér best fer eftir húðgerð og markmiðum.
Hentar þeim sem vilja:
- Minnka fínar línur og ótímabær öldrunarmerki
- Vinna á þurrki og litabreytingum
- Fá jafnari húðtón og frísklegra yfirbragð
Hentar þeim sem vilja:
- Vinna á litabreytingum frá sólarskemmdum eða hormónaójafnvægis (melasma)
- Vinna á rauðum bóluflekkjum og bólum
- Jafna olíuframleiðslu húðarinnar
Virk bóluhúð? Ef þú ert með virkar bólur (e.acne) er hægt að bæta Sanitizing Booster við meðferðina til að draga úr óhreinindum og fituframleiðslu húðarinnar.
Á bólulyfjum? Mælt er með að ráðfæra sig við meðferðaraðila áður en meðferð er bókuð ef þú ert á bólulyfjum.
Fjöldi meðferða: Strax eftir meðferð fær húðin frísklegra yfirbragð og getur því stök meðferð dugað. Til þess að ná sem bestum árangri er þó mælt með að taka 4-6 meðferðir með 10-14 daga millibili, en fer það eftir styrk meðferðar og húðgerð en með hverri meðferð næst betri og betri árangur.
Eftir meðferð: Eftir meðferð getur borið á roða og jafnvel bólgu í húð sem getur varað frá 2-3 dögum og allt upp í viku, fer eftir styrk meðferðar og húðgerð. Í sumum tilfellum getur komið þurrkur og húðin flagnað, en eru það eðlileg viðbrögð húðarinnar við meðferðinni.
Mælt er með því að bera græðandi rakakrem á meðferðarsvæðið tvisvar á dag í a.m.k. viku. Eftir meðferð verður húðin viðkvæmari fyrir sól og er því mikilvægt að nota sterka sólarvörn (a.m.k. SPF 30) og forðast sól eins og hægt er fyrstu vikuna eftir meðferð. Gott er að sleppa líkamsrækt og sundi í 1-7 daga eftir meðferð, fer eftir styrk meðferðar og húðgerð.
Til að ná fram enn betri og heildstæðari árangri er hægt að framkvæma Ávaxtasýrumeðferð samhliða öðrum húðmeðferðum. Leita má ráðgjafar hjá sérfræðingum Húðfegrunar til að finna þær meðferðasamsetningar sem henta þinni húð best og ákvarða hversu langur tími skuli líða á milli meðferða. Dæmi um meðferðir sem henta alltaf vel samhliða Ávaxtasýrumeðferð eru t.d. Húðslípun og DermaClear.
Það eina sem þú þarft að gera er að skrá nafnið þitt og tölvupóstfang hér að neðan.
Með því að skrá þig ertu samþykk/ur því að fá tölvupóstsendingar frá okkur annað slagið.
Það er auðvelt að afskrá sig af þeim lista.