Ekki er nauðsynlegt að bera á sig deyfikrem fyrir allar meðferðir. Við mælum þó með notkun deyfikrems (t.d. EMLA) fyrir meðferðirnar Dermapen, Gelísprautun, Augnlyftingu og Hrukkubanann. Best er að bera deyfikremið á húðina klst. fyrir meðferð, aftur hálftíma fyrir meðferð og að lokum korteri fyrir meðferð. Ekki skal nudda deyfikreminu inn í húðina heldur einungis dampa því létt á meðferðarsvæðið.