Við búum yfir 24 ára reynslu í húðmeðferðum.
• Vinnur í burt vörtur
• Vinnur í burt húðsepa
• Framkvæmd með nýjustu lasertækni

Vörtur og húðsepar

Svæði: Andlit • Líkami

Vinnur burt vörtur og húðsepa | Örugg meðferð sem skilar góðum árangri | Meðferð byggð á nýjustu tækni

• Vinnur í burt vörtur
• Vinnur í burt húðsepa
• Framkvæmd með nýjustu lasertækni

Hvað eru vörtur?

Vörtur eru veirusýking í húð sem smitast með beinni snertingu eða snertingu við sýkta hluti. Þeim má lýsa sem hörðum og hrjúfum hnútum sem oft eru húðlitaðir og kringlóttir en geta þó verið hrjúfir og haft grófar útlínur. Vörtur eru yfirleitt saklausar en geta þó valdið kláða og sársauka. Algengt er að vörtur myndist á fingrum, handarbökum, hnjám og iljum og hverfa vörtur á höndum og fótum venjulega á 6-24 mánuðum án meðhöndlunar. Í flestum tilfellum er hægt að greina vörtur með því einu að horfa á þær en í einstaka tilfelli getur þurft að taka sýni til frekari greiningar.

Hvað eru húðsepar?

Húðsepi er góðkynja vöxtur sem hangir á þunnum þræði/stilk út frá húðinni. Húðsepar myndast oft í húðfellingum eða þar sem núningur er til staðar, líkt og í handarkrikum, nára, augnlokum, hálsi eða undir brjóstum. Þeir eru mjúkir og getur lögun þeirra bæði verið kringlótt og ójöfn. Þeir eru ýmist húðlitaðir eða dekkri en húð og geta jafnvel verið dökkbláir. Húðsepar eru algengir, sérstaklega með hækkandi aldri, alveg meinlausir og valda almennt ekki sársauka nema þeir nuddist við fatnað eða skartgripi.

Hvað er meðferð við vörtum og húðsepum?

Húðfegrun býður upp á tvær mismunandi meðferðir sem vinna vel á vörtum og húðsepum. Meðferð má annars vegar framkvæma með nýjustu lasertækni sem býðst á markaðnum eða með frystingu. Fer það eftir húðgerð, formi, stærð og staðsetningu vörtu/húðsepa hvor meðferðin hentar betur.

Sé meðferð framkvæmd með lasertækni er lasergeislanum beint á vörtuna/kringum húðsepann og vartan/húðsepinn þar með brennd í burtu.

Sé frystimeðferð framkvæmd er samþjappað níturoxíð hins vegar notað til að frysta millifrumuvökva og mynda ískristalla sem rjúfa frumuhimnu viðkomandi frumu og eyða henni.

Almennar upplýsingar til að hafa í huga fyrir og eftir meðferð við vörtum og húðsepum

Fjöldi meðferða: Áætla má að framkvæma þurfi meðferð á vörtum í 2-4 skipti, fer eftir stærð og staðsetningu vörtu á líkamanum. Gera má ráð fyrir að framkvæma þurfi meðferð á húðsepum í a.m.k. 2 skipti til að ná góðum árangri, fer eftir stærð. Mánuður þarf að líða á milli meðferða.

Eftir meðferð: Í kjölfar meðferðar geta myndast roði og bólga sem geta varað frá 1-3 dögum og allt upp í viku, fer eftir meðferðarsvæði. Í sumum tilvikum geta myndast hrúður, blöðrur og sár á húð eftir meðferð, sem eru eðlileg viðbrögð húðarinnar við meðferðinni, en mikilvægt er að leyfa hrúðri að gróa að fullu til að ná hámarksárangri meðferðar. Gæta skal fyllsta hreinlætis svo ekki sé hætta á sýkingu.

Mælt er með því að bera græðandi krem á meðferðarsvæðið tvisvar á dag í a.m.k. viku eftir meðferð. Mikilvægt er einnig að nota sterka sólarvörn (að lágmarki SPF 30) og forðast sól eins og hægt er í a.m.k. viku eftir meðferð. Gott er að sleppa líkamsrækt og sundi í 1-7 daga eftir meðferð, breytilegt eftir meðferðarformi.

Árangur

Ör og Húðslit Æðaslit meðferð
Ör og Húðslit Áhrifarík og örugg meðferð
Þú getur keypt þína meðferð í vefverslun okkar.
Kaupa meðferð

Skráðu þig á póstlistann okkar og fáðu
10% afsláttarkóða

Það eina sem þú þarft að gera er að skrá nafnið þitt og tölvupóstfang hér að neðan.

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.

Með því að skrá þig ertu samþykk/ur því að fá tölvupóstsendingar frá okkur annað slagið. 

Það er auðvelt að afskrá sig af þeim lista.

Hringdu í okkur í síma 5331320

Bóka tíma