Litabreytingar
Svæði: Andlit - Háls - Bringa - Hendur
Örugg lasermeðferð sem vinnur á öllum tegundum litabreytinga. Meðferðin er byggð á nýjustu lasertækni á markaðnum og skilar varanlegum árangri
Verð og bókunSvæði: Andlit - Háls - Bringa - Hendur
Örugg lasermeðferð sem vinnur á öllum tegundum litabreytinga. Meðferðin er byggð á nýjustu lasertækni á markaðnum og skilar varanlegum árangri
Verð og bókunLasermeðferð við litabreytingum í húð, sólarskemmdum, brúnum blettum, öldrunarblettum, freknum, fæðingarblettum og melasma er framkvæmd með AFT tækni, háþróuðu formi af IPL tækni, sem tryggir aukið öryggi, minni aukaverkanir og betri langtímaárangur. Meðferðin er framkvæmd með þeim hætti að ljósgeislanum er beint að meðferðarsvæðinu þar sem hann nemur melanín í húðinni og brýtur það niður. Í kjölfarið dofnar litabreyting smám saman og húðtónn jafnast.
Um er að ræða örugga og áhrifaríka meðferð sem hentar öllum aldurshópum og flestum húðgerðum (I-IV).
Í flestum tilfellum eru það utanaðkomandi þættir sem gera það að verkum að melanín safnast upp í húðinni og hún dekkist á ákveðnum svæðum. Sólin er langalgengasta orsök litabreytinga en þær geta þó einnig komið fram í kjölfar áverka, bólgu, unglingabóla eða vegna lyfjainntöku.
Lasermeðferð við litabreytingum vinnur vel á allri uppsöfnun melaníns og brýtur niður umframlitarefni í húðinni. Með hverri meðferð dofnar litamismunurinn og er góður árangur almennt farinn að sjást eftir 2-4 meðferðir, fer eftir stærð svæðis og meðferðarformi. Sé um fæðingarblett að ræða er mælt með því að láta greina hann áður en bókaður er tími í meðferð.
Ólíkt öðrum litabreytingum er melasma ekki tilkomið vegna ytri áhrifa heldur vegna hormónabreytinga í líkamanum. Melasma kemur gjarnan fram á meðgöngu og orsakast af því að ákveðin hormón örva starfsemi fruma sem framleiða melanín. Í flestum tilfellum dofnar melasma með tímanum en það er þó persónubundið hve langan tíma það tekur.
Margar meðferðir við litabreytingum veita einungis tímabundna lausn við melasma þar sem þær brjóta eingöngu niður umfram melanín í húðinni. Þær ráðast hins vegar ekki að rót vandans, sem er umfram framleiðsla ákveðinna fruma á melaníni, og koma litabreytingar því
fram að nýju að ákveðnum tíma liðnum. Sú tækni sem Húðfegrun býður upp á hefur þann kost að eyða einnig frumum sem valda umfram framleiðslu melaníns og skila meðferðir því varanlegum árangri.
Fjöldi meðferða: Áætla má að framkvæma þurfi meðferð á litabreytingum í húð og sólarskemmdum í að lágmarki 4 skipti til að ná góðum árangri. Gera má ráð fyrir að framkvæma þurfi meðferð á brúnum blettum, öldrunarblettum, freknum og fæðingarblettum í 2-4 skipti, fer eftir stærð svæðis og meðferðarformi. Mánuður þarf að líða á milli meðferða.
Á milli meðferða: Gott er að nota Neauvia C-Shot Serum eða SkinCeuticals Discoloration Defense Serum á meðferðarsvæðið, en þessar húðvörur vinna gegn sólarskemmdum og jafna litamismun í húð. Mikilvægt er þó að leyfa húðinni að jafna sig eftir meðferðina áður en notkun er hafin.
Eftir meðferð: Í kjölfar meðferðar geta myndast roði og bólga sem geta varað frá 1-2 dögum og allt upp í viku, fer eftir meðferðarsvæði. Í sumum tilvikum geta hrúður, blöðrur og sár myndast á meðferðarsvæði eftir meðferð. Eru það eðlileg viðbrögð húðarinnar við meðferðinni, en mikilvægt er að leyfa hrúðri að gróa að fullu til að ná hámarksárangri. Mælt er með því að bera græðandi krem á húð eftir meðferð og gæta fyllsta hreinlætis svo ekki sé hætta á sýkingu.
Mælt er með því að bera græðandi rakakrem á meðferðarsvæðið tvisvar á dag í a.m.k. viku. Mikilvægt er að nota sterka sólarvörn (að lágmarki SPF 30) og forðast sól eins og hægt er í a.m.k. viku eftir meðferð. Gott er að sleppa líkamsrækt og sundi í 1-7 daga eftir meðferð, fer eftir meðferðarformi.
Til að ná fram enn betri og heildstæðari árangri er hægt að framkvæma lasermeðferð við litabreytingum í húð samhliða öðrum húðmeðferðum. Leita má ráðgjafar hjá sérfræðingum Húðfegrunar til að finna þær meðferðasamsetningar sem henta þinni húð best og ákvarða hversu langur tími skuli líða á milli meðferða.
Það eina sem þú þarft að gera er að skrá nafnið þitt og tölvupóstfang hér að neðan.
Með því að skrá þig ertu samþykk/ur því að fá tölvupóstsendingar frá okkur annað slagið.
Það er auðvelt að afskrá sig af þeim lista.