Dregur úr vökvasöfnun, þrota og á augnsvæði
Laserlyfting vinnur vel á baugum, augnpokum, vökvasöfnun, þrota og þreytu á augnsvæðinu og er á sama tíma að þétta slappa húð og milda hrukkur og fínar línur. Þegar unnið er á þrota og vökvasöfnun eru dæmi um að hægt sé að ná talsverðum árangri með stakri meðferð.
Demantspakkinn
Demantspakkinn inniheldur Laserlyftingu á andliti og Hollywood Glow meðferð og með kaupum á pakkanum sparar þú 30% af andvirði meðferða. Þessar tvær meðferðir vinna sérlega vel saman, bæði vegna þess að þær sameina langtíma- og skammtímaárangur. Hollywood Glow gefur húðinni samstundis fallegan ljóma ásamt bjartara yfirbragði sem endist almennt í nokkra mánuði á meðan árangur af Laserlyftingu er til langs tíma en er að koma fram hægt og rólega. Laserlyfting örvar framleiðslu kollagens og elastíns með nýmyndun húðfrumna á meðan Hollywood Glow örvar þær húðfrumur sem til staðar eru til að framleiða meira kollagen og elastín. Séu meðferðir teknar samhliða næst því mun betri árangur en séu þær teknar í sitthvoru lagi.
Nánar um Demantspakkan með því að smella hér!