Hvernig er Augnlyfting framkvæmd?
Augnlyfting var sérstaklega þróuð til þess að lyfta augnlokum sem farin eru að síga án þess að fara í skurðaðgerð en meðferðin þéttir einnig slappa húð á augnsvæðinu, vinnur á fínum línum og birtir uppá augnsvæðið.
Radiofrequency plasma tækni frá Alma Lasers er notuð við framkvæmd meðferðar. Þessi tvíþætta tækni miðar að því örva kollagen- og elastínframleiðslu á svæðinu með náttúrulegum hætti. Microplasma neistar sem skadda ysta lag húðar (e. ablative effect), án þess að valda varanlegum skaða eða öramyndun, í þeim tilgangi að koma viðgerðarferli húðarinnar af stað og örva þannig endurnýjun hennar. Á sama tíma og unnið er á ysta lagi húðar er radiofrequency tækni notuð til að beina hita beint niður í undirlag húðarinnar (e. thermal effect) og örvar þannig kollagen og elastínþræði, í kjölfarið styrkist bandvefur húðarinnar. Með hjálp þessarar tvíþættu tækni þéttist húðin smám saman og augnlok lyftast.
Meðferðin hentar öllum húðgerðum og aldurshópum.