Almennar upplýsingar
Fjöldi meðferða: Til að fríska upp á þreytta og líflausa húð næst góður árangur eftir stakt skipti og sést árangur strax að meðferð lokinni. Til að vinna á óhreinindum eða öðrum húðvandamálum er hins vegar mælt með að teknar séu að lágmarki 4-6 meðferðir með 2-4 vikna millibili til að ná sem bestum árangri. Ef húð er án sérstakra vandamála og ætlunin einungis að viðhalda árangri og halda húðinni ferskri, hreinni og vel nærðri er gott að endurtaka meðferðina á 1-2 mánaða fresti.
Fyrir meðferð: Sértu á bólulyfjum er mælt með að ráðfara sig við meðferðaraðila áður en meðferð er bókuð og einnig er mælt með að raka skegg fyrir meðferð.
Eftir meðferð: Í flestum tilfellum er einungis um að ræða hita og roða í húð samdægurs. Sé húð mjög viðkvæm geta myndast grunnir marpunktar þar sem húðin er þynnst, en þeir hverfa smám saman á nokkrum dögum. Meðferðin veldur ekki ertingu eða öðrum aukaverkunum.
Mælt er með því að bera gott rakakrem á meðferðarsvæðið tvisvar á dag í a.m.k. viku. Húðin er viðkvæmari fyrir sól fyrst eftir meðferð og því er mælt með að nota sterka sólarvörn og forðast sól eins og hægt er fyrstu vikuna eftir meðferð. Gott er að sleppa líkamsrækt og sundi í sólarhring eftir meðferð.