Jafnaðu hlutföll með Gelísprautun
Auk Gelísprautunar í kinnbein, kjálkalínu og varir má einnig jafna hlutföll í andliti með Gelísprautun í nef og höku. Roði, bólga og mar geta myndast eftir meðferð og varað í 2-7 daga.
Almennar upplýsingar til að hafa í huga fyrir Gelísprautun
Fyrir meðferð: Til að draga úr sársauka á meðan á Gelísprautun stendur er mælt með að bera deyfikrem á meðferðarsvæði um klukkustund fyrir meðferð.
Til að draga úr líkum á bólgu og mari eftir meðferð er einnig gott að hafa í huga að gera hlé á notkun magnyls og annarra blóðþynnandi lyfja í 3-5 daga fyrir meðferð sé þess kostur. Það sama á við um inntöku lýsis og áfengis, sem bæði hafa blóðþynnandi áhrif.
Eftir meðferð
Mikilvægt er að kæla meðferðarsvæði vel fyrst eftir meðferð þar sem það dregur verulega úr bólgumyndun.
Ekki má koma við meðferðarsvæðið í 4 klst. eftir meðferð. Eftir þann tíma má strjúka svæðið með mildum andlitshreinsi og vatni. Einnig má þá bera rakagefandi krem á svæðið og nota farða. Mælt er með að forðast sund, óhreint umhverfi og ryk sama dag og meðferð er framkvæmd. Mikilvægt er að nota sterka sólarvörn í a.m.k. viku eftir meðferð og forðast sól eins og hægt er.
Mismunandi fylliefni eru notuð á mismunandi meðferðarsvæði
Notuð eru fyllingarefni með mismunandi eiginleika eftir tilgangi meðferðar. Notað er t.d. þéttara og seigara efni þegar ætlunin er að móta kjálkalínu og kinnbein heldur en þegar þunnum og fínlegum vörum er veitt örlítil fylling. Einnig er þörf á þéttara og seigara efni þegar fyllt er upp í skornar línur á enni heldur en fínar línur á efri vör. Öll fylliefnin eiga það þó sameiginlegt að vera náttúruleg fjölsykrugel. Meðferðin er ekki varanleg þar sem að líkaminn brýtur fylliefnið hægt og rólega niður með tímanum.