Við búum yfir 23 ára reynslu í húðmeðferðum.

Háreyðing

Svæði: Andlit - Líkami

Öflug og áhrifarík meðferð sem veitir varanlegan árngur. Húðfegrun notar Laser frá Alma Lasers einum fremsta framleiðanda heims sem byggir á nýjustu tækni.

Verð og bókun
• Sársaukalaus meðferð
• Fjarlægir óæskilegan hárvöxt
• Einföld og þægileg meðferð
• Sársaukalaus meðferð
• Fjarlægir óæskilegan hárvöxt
• Einföld og þægileg meðferð

Hvað er varanleg laser háreyðing?

Háreyðing er lasermeðferð sem framkvæmd er í þeim tilgangi að fjarlægja óæskilegan hárvöxt á andliti / líkama. Meðferðin er framkvæmd með þeim hætti að lasertækið hitar hársekkinn upp og eyðir honum án þess að skemma nærliggjandi vefi. Mikil framþróun hefur átt sér stað undanfarin ár í tækni til varanlegrar háreyðingar og er nýjasta lasermeðferðin hjá okkur með innbyggðu kælitæki sem gerir það að verkum að viðkomandi finnur hvorki fyrir hita né sársauka.

Nýjasta tækni og kostir hennar

Húðfegrun notar Soprano ICE Platinum háreyðingarlaserinn frá Alma Lasers, einum fremsta framleiðanda heims á sviði lasertækni. Tækið er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi og hefur það fram yfir önnur háreyðingarlasertæki að byggja á þríþættri diodri tækni þar sem þrjár áhrifaríkustu bylgjulengdir sem þróaðar hafa verið eru sameinaðar í eitt handstykki. Þessi hátækniháreyðing nemur hársekki á mismunandi dýpt í undirlagi húðar sem gerir það að verkum að einstaklingar þurfa færri meðferðir til að losna varanlega við hárvöxt. Meðferðin vinnur á öllum gerðum hára nema gráum hárum (þ.e. hvítum hárum án melaníns) en er þó skilvirkust á dökk hár á ljósri húð.

Kostir Soprano ICE Platinum háreyðingarlasersins umfram önnur lasertæki:

  • Auðveldara er að losna við ljósari og fíngerðari hár.
  • Hægt er að losna við hár á milli augabrúna og í kringum þær.
  • Hægt er að losna við hár inni í eyrum og nefi.
  • Meðferðartími í varanlegri háreyðingu er styttri.
  • Meðferðarskiptum getur fækkað.
  • Öflugri kælibúnaður

Háreyðing á andliti

Háreyðingu má framkvæma á andliti og eru vinsæl meðferðarsvæði t.d. efri vör, haka og vangar. Einnig er algengt að komið sé í þeim tilgangi að jafna skegglínu og láta þá eyða stökum hárum á kinnbeinum.

Ný meðferðarsvæði: Tæknin sem Húðfegrun notar er sú fyrsta sem býður upp á möguleika á háreyðingu á milli augabrúna og í kringum þær, inni í eyrum og nefi. Þetta eru

meðferðarsvæði sem almennt er erfitt að nálgast og þarf laser bæði að komast að þessum svæðum, geta unnið grunnt niður í húðina þar sem hársekkir þessara hára eru staðsettir og með mikilli nákvæmni.

Háreyðing á líkama

Háreyðingu má framkvæma hvar sem er á líkama og eru vinsæl meðferðarsvæði á meðal kvenna t.d. fótleggir, framhandleggir og kynfærasvæði. Vinsæl meðferðarsvæði á meðal karla eru t.d. bak og upphandleggir. Margir koma einnig í háreyðingu í þeim tilgangi að losna við þau óþægindi sem fylgja inngrónum hárum.

Almennar upplýsingar til að hafa í huga fyrir og eftir Háreyðingu

Fjöldi meðferða ræðst m.a. af umfangi hárvaxtar, meðferðarsvæði, gróf- og þéttleika hárs og háralit. Algengt er að það þurfi að lágmarki 6-10 meðferðir til að sjá góðan árangur og þurfa að lágmarki 6 vikur að líða á milli meðferða.

Fyrir meðferð: Mikilvægt er að vaxa/plokka ekki svæðið á milli meðferða því það getur dregið úr árangri meðferðar. Raka þarf meðferðarsvæðið 1-2 dögum fyrir meðferð þar sem hárin þurfa að vera styttri en 0,2 mm þegar meðferð er framkvæmd. Meðferðin er ekki æskileg á meðan roði og hiti eru í húð eftir sól eða hún sólbrunnin. Einnig skal passa að vera ekki með brúnkukrem af neinu tagi eða leifar þess á meðferðarsvæði þegar komið er í meðferð.

Eftir meðferð: Mælt er með því að bera græðandi krem (t.d. Aloe vera eða Penzim) á svæðið tvisvar á dag í viku eftir meðferð. Mikilvægt er að nota sterka sólarvörn í a.m.k. viku eftir meðferð og forðast sól eins og hægt er. Gott er einnig að sleppa líkamsrækt samdægurs og sundi í 1-2 daga. Eftir 2-3 daga má raka/klippa hárin á meðferðarsvæðinu.

Að meðferð lokinni er algengt að hiti og roði séu til staðar í húð á meðferðarsvæði samdægurs.

Eftir hverja meðferð er hluti háranna sem detta af varanlega horfinn, auk þess sem meðferðin hægir á hárvexti þeirra hára sem eftir verða. Hárin detta af á ca. 7-12 dögum.

Árangur

Háreyðing Fjarlægir óæskilegan hárvöxt - Húðfegrun
Varanleg Laser Háreyðing Reykjavik
Kaupa meðferð
Einnig er hægt að bóka
tíma í síma
533-1320

Skráðu þig á póstlistann okkar og fáðu
10% afsláttarkóða

Það eina sem þú þarft að gera er að skrá nafnið þitt og tölvupóstfang hér að neðan.

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.

Með því að skrá þig ertu samþykk/ur því að fá tölvupóstsendingar frá okkur annað slagið. 

Það er auðvelt að afskrá sig af þeim lista.

Hringdu í okkur í síma 5331320

Bóka tíma