Yfir sumartímann taka margir fram léttari skó og viðra jafnvel tærnar í sandölum á sólbjörtum dögum. En þegar tærnar eru beraðar, kemur ýmislegt í ljós. Sveppur í nöglum er þrálátt vandamál sem margir glíma við, enda getur slíkur sveppur verið mjög lífseigur. Við hjá Húðfegrun tókum saman nokkrar staðreyndir um svepp í nöglum og nokkur ráð fyrir þá sem vilja losna við sveppinn fyrir fullt og allt.
Sveppur í nöglum getur verið þrálátur
Margir þeirra sem leita til Húðfegrunar vegna svepps í nöglum, hafa reynt ýmis krem og vökva í þeirri von að losna við sveppinn. Díana, yfirhjúkrunarfræðingur Húðfegrunar, segir að þó sveppurinn geti lagst í dvala, geri hann vart við sig á nýjan leik. „Krem og vökvar eru skammgóður vermir í baráttunni gegn svepp í nöglum. Ástæðan er sú að sveppurinn hefur oft tekið sér bólfestu í húðinni undir nöglinni.“ Díana leggur áherslu á koma sem fyrst í meðferð svo sveppurinn komist ekki í húðina undir nöglinni. En er hægt að losna við sveppinn fyrir fullt og allt?
Varanleg sveppaeyðing með laser
Sérfræðingar hafa lengi leitað skilvirkra leiða til að fjarlægja svepp í nöglum en nú er sú bið á enda. „Við hjá Húðfegrun bjóðum meðferð til að fjarlægja svepp í nöglum. Við notum lasertækni sem byggir á nýjustu tækni á markaðnum,“ segir Díana.
Sveppaeyðing er heildræn meðferð án skurðaðgerðar sem losar þig við svepp í nöglum án þess að hafa neikvæð áhrif á nærliggjandi vefi eða heilsu þína. Meðferðin er framkvæmd þannig að laserinn hitar sveppinn nógu mikið til að brjóta hann niður og eyða honum smám saman. Áhrif meðferðarinnar eru tvíþætt. Í fyrsta lagi er bakteríunni í sveppnum í nöglinni sjálfri eytt og hins vegar er unnið í undirlagi húðarinnar. Díana segir þetta vera mjög mikilvægt skref til að ná varanlegum árangri í baráttunni gegn svepp í nöglum. Hún segir að í kjölfar meðferðarinnar vaxi ný og heilbrigð nögl.
Staðreyndir um varanlega sveppaeyðingu
· Einföld meðferð með laser
· Varanlegur árangur fæst eftir fjögur til sex skipti
· Eyðir svepp í nöglum og í undirlagi húðarinnar
· Varanleg lausn
betri húðheilsu með
öruggum, náttúrulegum og
vísindalegarannsökuðum meðferðum.