Við búum yfir 23 ára reynsla í húðmeðferðum.

Margir eru með ör eftir áverka eins og þá sem myndast við slys eða eftir aðgerðir. Aðrir vilja gjarnan minnka ummerki eftir bólur í andliti eða á baki. Einn aðrir vilja gjarnan losna við húðslit. Við tókum saman upplýsingar um árangursríkar meðferðir til að vinna á örum og húðslitum.

RF bylgju-meðferð

  • Vinnur á djúpum, grunnum og upphleyptum örum
  • Vinnur vel á húðslitum

Ör eða húðslit

RF-meðferð á örum og húðslitum vinnur vel á djúpum, grunnum og upphleyptum örum og húðslitum. Meðferðin hrindir viðgerðarferli húðarinnar af stað með því að brjóta staðbundið niður skemmdaörvefinn og örva endurnýjun vefja og framleiðslu kollagens. Í kjölfarið jafnast húðlitur og áferð húðarinnar verður sléttari, sem gerir það að verkum að örið eða húðslitið dofnar.

Alma 32 ára kom í RF-meðferð eftir eftir keisaraskurð

„Ég var með rautt og upphleypt ör eftir keisaraskurð sem truflaði mig mikið og mig langaði rosalega að láta laga það. Meðferðin sjálf var ekki þægileg en tókstuttan tíma og var alveg þess virði. Það er líka í boði að fá deyfingu fyrir meðferðina og þá á ekki að finnast neinn sársauki. Ég kom tvisvar sinnum í RF-meðferð og sé mikinn mun. Örið er ekki lengur upphleypt og rauði liturinn á því er alveg farinn. Núna er örið aðeins mjó hvít lína.


Ör eftir bólótta húð

Dermapen er sú meðferð sem sérfræðingar Húðfegrunar mæla helst með til að vinna á örum eftir bólur. Þegar unnið er á örum er farið með nálarnar djúpt niður í undirlag húðarinnar til að brjóta niður ónýtu húðina þar sem örið er staðsett og byggja upp nýja heilbrigða húð í staðinn.

Dermapen-meðferð

  • Vinnur burt ör eftir bólur.
  • Vinnur á húðsliti og örum.

Valdís 33 ára kom í Derma-pen meðferð til að minnka ör eftir bólur

„Ég var með slæma húð sem unglingur og sat því uppi með djúp ör á kinnum og enni í kjölfarið. Í gegnum tíðina hef ég daglega eytt miklum tíma í að fela ástand húðarinnar og leitað allskonar leiða til úrbúta. Einnig hef ég prófað ýmsar meðferðir og krem en það reyndist skammgóður vermir. Það var ekki fyrr en ég prófaði Dermapen meðferðina hjá Húðfegrun að húðin mín fór að ná varanlegum bata. Ég sá mun á húðinni eftir hverja meðferð. Hjúkrunarfræðingar Húðfegrunar eru mjög faglegar og veittu mér góðar ráðleggingar um meðhöndlun húðarinnar bæði fyrir og eftir meðferð. Þetta hjálpaði mér að jafna mig eftir hvert skipti.

Húðin mín hefur aldrei verið betri en hún er í dag. Örin eru farin, húðin er sterkari og í mun betra jafnvægi.“


Fáðu mat hjá sérfræðingi Húðfegrunar

Ef þig langar að losna við ör geturðu pantað þér tíma hjá sérfræðingi Húðfegrunar. Við metum hvert tilfelli fyrir sig og veitum einstaklingsbundna ráðgjöf. Vertu velkomin/n!

Húðfegrun hjálpar þér að ná
betri húðheilsu með
öruggum, náttúrulegum og
vísindalegarannsökuðum meðferðum.

Allar meðferðir