Við búum yfir 23 ára reynsla í húðmeðferðum.

Sigin augnlok og slöpp húð á augnsvæði getur verið i hvimleitt vandamál sem margir leita lausnar á. Hrukkumyndun á augnsvæði er einnig mjög mismunandi hjá fólki., Þetta á við óháð kyni og aldri.

Augnlyfting í boði í fyrsta sinn á Íslandi

Við hjá Húðfegrun bjóðum nú Augnlyftingu, sem er ný og byltingarkennd meðferð sem er frábær fyrir þá sem vilja láta lyfta augnlokum sem eru farin að síga. Meðferðina má einnig framkvæma til að þétta slappa húð undir augum og til að grynnka hrukkur og fínar línur á augnsvæði.

Áhrif Augnlyftingar eru eftirfarandi:

  • Lyftir slappri húð á augnlokum
  • Þéttir slappa húð undir augum
  • Dregur úr hrukkum og línum
  • Hjálpar húðinni að endurnýja sig
  • Örvar kollagenframleiðslu húðar


Hvernig er meðferðin framkvæmd?

Það sem gerir Augnlyftingu sérstaka er hin tvíþætta tækni sem notuð er við framkvæmd meðferðarinnar. Húðin á meðferðarsvæðinu er sködduð og brotin niður (e. ablative effect), án þess þó að valda varanlegum skaða eða öramyndun,. Þetta gerir líkamanum kleift að byggja upp nýja og heilbrigða húð í staðinn. Á sama tíma er hita beint niður í undirlag húðarinnar (e. thermal effect) sem gerir það að verkum að framleiðsla kollagens og elastíns eykst. Með hjálp þessarar tvíþættu tækni verður áferð húðarinnar fallegri, auk þess sem hún þéttist og stinnist.


Fyrir hverja er Augnlyfting?

Augnlyfting er bæði fyrir konur og karla. Meðferðin hentar öllum húðgerðum og einstaklingum á öllum aldri. Að auki hentar meðferðin vel til að fyrirbyggja slappa húð hjá þeim sem yngri eru.

Hversu oft þarf að koma í Augnlyftingu?

Mælt er með að komið sé einu sinni til fjórum sinnum í Augnlyftingu til að ná sem bestum árangri. Gera má ráð fyrir að það taki um mánuð að sjá endanlegan árangur af hverri meðferð. Framkvæma má meðferð með 6-8 vikna millibili, eftir því hversu djúpt er unnið niður í undirlag húðarinnar. Sérfræðingar Húðfegrunar veita einstaklings-bundna ráðgjöf.


Ragnheiður er 50 ára og hefur komið tvisvar í Augnlyftingu

„Ég fór í Augnlyftingu því húðin á augnlokunum var farin að festast við augnhárin þegar ég setti á mig maskara. Strax eftir fyrstu meðferðina sá ég þvílíkan mun hvað augun opnuðust meira og augnhárin klessast ekki lengur við augnlokin þegar ég setti á mig maskara. Ég fór í aðra meðferð til að ná ennþá betri árangri og til að fyrirbyggja slappa húð í bráð. Árangurinn er ótrúlegur og ég gæti ekki verið ánægðari með þessa meðferð. Ég mun svo fara á eins til tveggja ára fresti í þessa meðferð til að halda húðinni á augnsvæðinu góðri.
Augnlyfting var minna mál en ég bjóst við og ekki eins mikið inngrip eins og að fara í augnaðgerð með skurðaðgerð til að fjarlægja auka húð. Borin var deyfing á svæðið um klukkutíma fyrir meðferð sem gerði það að verkum að ég fann nánast ekkert fyrir meðferðinni. Sama dag og daginn eftir var ég aðeins bólgin og rauð á svæðinu en um 5 dögum síðar var húðin alveg búin að jafna sig.“
Húðfegrun hjálpar þér að ná
betri húðheilsu með
öruggum, náttúrulegum og
vísindalegarannsökuðum meðferðum.

Allar meðferðir