Við búum yfir 23 ára reynsla í húðmeðferðum.

Húðfegrun deilir með ykkur 8 góðum ráðum til að þétta slappa húð

1. Bættu styrktarþjálfun inn í æfingaprógramið þitt.

Styrktar- og mótstöðuæfingar hjálpa til við að þétta og tóna vöðva líkamans, sem leiðir til hraustlegra og heilbrigðara útlits. Gerðu styrktaræfingar sem reyna á alla helstu vöðvahópa líkamans að lágmarki 2-3 sinnum í viku. Gott er að leggja sérstaka áherslu á erfiðu svæðin með slöppu húðinni.

2. Drekktu meira vatn yfir daginn.

Vatn hjálpar þér að halda rakastigi líkamans í jafnvægi og að bæta á náttúrulegan hátt teygjanleika húðarinnar. Stefndu að því að drekka að lágmarki 2 lítra af vatni yfir daginn eða meira ef þess er þörf miðað við umhverfi þitt og hreyfingu.


3. Borðaðu meira af hreinum og hollum mat sem er ríkur af vítamínum, steinefnum og andoxunarefnum.

Hollur matur eins og ávextir, grænmeti, magurt prótein (e. lean protein), hnetur, fræ og baunir innihalda vítamín og andoxunarefni sem ýta undir aukna framleiðslu líkamans á kollageni og styrkja elastínþræði húðar (teygjanleika húðar), en kollagen og elastín eru einmitt lykilþættir þegar kemur að því að viðhalda heilbrigðri og þéttri húð. Dragðu úr neyslu á unnum mat og mat sem inniheldur mikinn sykur og/eða óholla fitu og auktu neyslu á hollum mat til að stuðla að heilbrigðari, fallegri og þéttari húð.


4. Skrúbbaðu húðina daglega.

Að skrúbba húðina örvar blóðflæði, hjálpar þér að losna við dauðar húðfrumur á ysta lagi hennar og stuðlar að vexti á nýjum heilbrigðum húðfrumum sem innihalda mikið magn kollagens og elastínþráða. Til að þétta húðina gott er að skrúbba líkamann, eða þau svæði þar sem húðin er slöpp, daglega með skrúbbi sem inniheldur sjávarsalt og steinefni.


5. Notaðu daglega góð krem.

Krem sem innihalda aloe vera, náttúrulegar fjölsykrur (e. hyaluronic acid), C-, E-, og/eða A-vítamín hjálpa húðinni á náttúrulegan hátt að viðhalda góðum raka, teygjanleika og að auka framleiðslu á kollageni.


6. Hættu notkun á sterkum sápum og þvottaefni.

Mörg sterk efni sem finnast í sápum og þvottaefni geta þurrkað húðina og leitt til minna magns af kollageni og elastíni í húðinni. Skiptu yfir í mildar sápur og þvottaefni sem innihalda ekki sterk og skaðleg efni.


7. Notaðu alltaf sólarvörn.

Óvarin húð í sól og notkun á ljósabekkjum geta leitt til skaða í húðfrumum auk þess að draga úr kollagenframleiðslu og teygjanleika húðar. Við mælum með að nota „broad spectrum“ sólarvörn sem verndar húðina gegn öllum mögulegum geislum sólarinnar.


8. Fáðu ráðleggingu frá fagaðila um hvaða meðferðir eru í boði til að þétta og styrkja húðina án þess að fara í skurðaðgerð.

Miklar framfarir hafa orðið síðustu ár í meðferðum til að þétta slappa húð. RF (radio frequency) er öflugasta og áhrifaríkasta meðferðin sem býðst á markaðnum til að byggja upp og þétta slappa húð auk þess að vinna í burtu appelsínuhúð. Það sem gerir RF einstaka er markviss og öflug tækni sem tryggir árangursríka, örugga og náttúrulega uppbyggingu djúpt í undirlagi húðar. Meðferðin er framkvæmd með þeim hætti að RF orka er send beint í undirlag húðar. RF orkan myndar hita í undirlagi húðarinnar sem leiðir til þess að trefjar dragast saman og örva þannig myndun kollagens og stuðla að styrkingu elastínþráða. Í kjölfarið styrkist og stinnist húðin auk þess sem dregur úr fínum línum og hrukkum. Húðþéttingu er hægt að framkvæma hvar sem er á líkama og andliti.

Húðfegrun hjálpar þér að ná
betri húðheilsu með
öruggum, náttúrulegum og
vísindalegarannsökuðum meðferðum.

Allar meðferðir