Húðþétting og Fitueyðing eru nýjar byltingarkenndar meðferðir á markaðnum

Húðþétting

– Lyftir og þéttir slappa húð
– Vinnur á appelsínuhúð
– Vinnur á hrukkum
– Öflug lausn við húðslitum
– Örvar kollagenframleiðslu húðar
– Örvar sogæðaflæði
– Veitir fallegri húðlit
– Gefur unglegra og ferskara útlit
– Er áhrifarík & örugg meðferð

Húðþétting er meðferð sem byggir upp og þéttir slappa húð. Það sem gerir meðferðina einstaka er radio frequency (RF) tæknin sem tryggir örugga og árangursríka uppbyggingu húðarinnar djúpt niður í undirlagi hennar með RF orku. Meðferðin er framkvæmd með þeim hætti að verið er að senda RF orku beint í undirlag húðar. RF orkan myndar hita í undirlagi húðarinnar sem leiðir til þess að trefjar dragast saman sem leiðir til örvunar á myndun kollagens og styrkingu á elastínþráðum. Í kjölfarið styrkist og stinnist húðin auk þess sem fínar línur og hrukkur dofna.

Fitueyðing

– Eyðir fitu á erfiðum svæðum
– Er sársaukalaus meðferð
– Er byggð á nýjustu tækni til að eyða fitu
– Er áhrifarík meðferð
– Er örugg meðferð

Fitueyðing er meðferð sem brýtur niður fitu á erfiðum svæðum á líkamanum með ultrasound tækni. Um er að ræða nýjustu tækni á sviði náttúrulegrar fitueyðingar án skurðaðgerða. Ultrasound bylgjum er beint að fitufrumu með án þess að eyðileggja nærliggjandi vefi. Ultrasound bylgjurnar sundra fitufrumunum á því svæði sem verið er að meðhöndla sem leiðir til losunar á geymdri fitu. Líkaminn eyðir svo fitufrumum í gegnum sogæðakerfið frá því meðferð er framkvæmd og upp í 6 mánuði eftir meðferð. Árangur af Fitueyðingu er sambærilegur við árangur af fitusogi með skurðaðgerð en það sem Fitueyðing hefur fram yfir er að einstaklingur getur farið í vinnu strax eftir meðferð.

Fitueyðing er meðferð sem hentar öllum sem vilja losna við erfiða fitu á ákveðnum svæðum líkamans. Algengustu svæðin sem eru til vandræða þrátt fyrir heilbrigt mataræði og heilbrigðan lífstíl eru undirhaka, upphandleggir, læri og bak/hliðarfita á bæði konum og körlum

Vilt þú vita meira um Fitueyðingu og/eða Húðþéttingu?
Nánari upplýsingar á heimasíðunni okkar:
www.hudfegrun.is/Húðþétting ,
www.hudfegrun.is/Fitueyðing

Hægt er að bóka tíma alla virka daga milli kl. 09.00 – 18.00,
í síma 533-1320

Við tökum vel á móti þér í Vegmúla 2,
Staðsetning

nec Nullam felis sed luctus vel,