Hverri árstíð hæfa ákveðnir siðir í umhirðu húðarinnar. Nú þegar veturinn er genginn í garð er vert að staldra við og skoða hvort tilefni er til að taka upp nýja siði.

Heildræn nálgun  
Húðin er oft nefnd stærsta líffærið. Þess vegna skipta hollir lífshættir miklu máli þegar heilbrigði húðarinnar er annars vegnar.  

Það er gömul og góð regla að næra húðina innan frá með því að drekka vel af vatni. Fyrir þá sem eru kulsæknir, getur verið gott að drekka heitt vatn, jafnvel með smávegis fersku engiferi og ef til vill nokkrum dropum af hunangi og örlitlum sítrónusafa útí. Engifer vinnur gegn þrota og styrkir ónæmiskerfið.  

Hrein fæða sem inniheldur holl prótein og góðar olíur, stuðlar auk þess að heilbrigði húðarinnar. Dæmi um góðar olíur til inntöku eru hörfræjaolía, lárperuolía og olíur sem innihalda ómega-fitusýrur.  

Hvernig er best að næra húðina yfir vetrartímann?  
Þeir sem stunda útivist ættu að nota gott kuldakrem eða krem sem þekur vel. Þekjandi farði verndar húðina einnig gegn kulda. Þá er mikilvægt að nota andlitskrem með sólarvörn, því geislar sólarinnar geta einnig verið skaðlegir á veturna. Rakagefandi maskar geta þar að auki verið þrautgóðir á raunastund í vetrarkuldanum, sér í lagi fyrir þá sem eru gjarnir á að fá þurrkubletti.  

Við hjá Húðfegrun mælum með notkun á rakakremi með olíugrunni, fremur en vatsgrunni. Olían hjálpar til við að mynda verndandi lag yfir húðinni sem gerir það að verkum að rakinn helst betur í húðinni.  

Þeir sem eru með þurra húð ættu einungis að nota hreinsimjólk, mildan froðuhreinsi og andlitsvatn sem er laust við alkóhól.  

Einnig viljum við minna á að það er mikilvægt að nota aðeins húðvörur sem eru lausar við skaðleg efni. Þetta skiptir máli bæði fyrir hörundið og umhverfið.  

Nýttu veturinn til að endurnýja húðina  
Hjá Húðfegrun er í boði fjöldi meðferða sem miða að því að endurnýja húðina. Margar þessarra meðferða er tilvalið að nýta sér yfir vetrartímann. Díana hjúkrunarfræðingur segir að meðferðir eins og Húðslípun, Gelísprautun, Laserlyfting og Hydro Deluxe séu tilvaldar til að endurnýja húðina yfir vetrartímann..

Húðslípun 
Húðslípunarmeðferðin hjá Húðfegrun er mjög áhrifarík í ljósi þess að hún er tvíþætt. Annarsvegar eru notaðir kristallar sem er náttúrulegt efni úr aluminium oxið og hafa þá eiginleika að hreinsa burt dauðar húðfrumur og óhreinindi úr ysta lagi húðarinnar. Þessi hluti meðferðarinnar er nokkurs konar grófslípun með kristöllum.  

Seinni hlutinn felst í því að notaður er demantspenni sem hefur einnig þá eiginleika að hreinsa burt dauðar húðfrumur. Þetta stig mætti nefna fínslípun húðarinnar. Bæði gróf-og fínslípunin örva blóðflæði til undirlags húðarinnar, þannig að nýjar húðfrumur takast að myndast. 

Strax eftir fyrstu meðferð fær húðin aukinn ljóma þar sem hún verður frísklegri, unglegri, og þéttari, auk þess sem svitaholur minnka. Áferð húðarinnar verður fallegri, mýkri og sléttari.  

„Tvíþætta húðslípunarmeðferðin skilar árangri, hún fjarlægir stíflur, óhreinindi og húðfitu sem sitja í svitaholun, ásamt því að grynnka á fínum línum og hrukkum. Strax eftir fyrstu meðferð öðlast húðin meira jafnvægi m.t.t þurrks og raka, hún öðlast aukinn ljóma, verður frísklegri og þéttari ásamt því að styrkjast. Áferð húðarinnar verður því fallegri, mýkri, sléttari og öðlast unglegra yfirbragð“, segir Díana.  

Drífa er 43 ára og hefur komið í Húðslípun hjá Húðfegrun:  
„Ég sá mikinn mun á húðinni minni eftir að ég kom í Húðslípun. Hún endurnýjaðist algjörlega og varð hrein og glóandi. Þetta er meðferð sem ég ætla að nýta mér reglulega.“ 

Gelísprautun 
Gelísprautun er vinsæl meðferð fyrir þá sem vilja losna við línur, jafna út hrukkur og endurmóta andlitsdrætti. Meðferðin hentar einnig fyrir þá sem vilja fá aukna fyllingu í varir, kinnar, kinnbein og/eða höku. Díana segir að með Gelísprautun aukist kollagen-framleiðsla húðarinnar og í kjölfarið öðlist húðin aukinn ljóma og þéttleika. 

Pétur er 31 árs og kom nýlega í gelísprautun 
„Ég var með frekar djúpar línur á enni og milli nefs og munns. Ég hafði velt fyrir mér að fara í botox en ákvað að leita ráða hjá þeim í Húðfegrun. Þær mæltu með Gelísprautun og útskýrðu fyrir mér að þetta er 100% náttúruleg meðferð sem heldur sér í allt að ár. Með Gelísprautun er ekki verið að deyfa neinar frumur eða svæði í líkamanum og það finnst mér mikill kostur.  

Hjúkrunarfræðingurinn sýndi mér hvar hún myndi fylla og hversu mikið og útskýrði allt mjög vel. Þetta tók réttar 15 mínútur og það kom mér svakalega á óvart hversu auðvelt og í rauninni lítið inngrip þetta var. Ég sá árangur strax að lokinni meðferð og satt að segja þá trúði ég varla mínum eigin augum. Núna eru þrjár vikur síðan og ég er enn jafn ánægður.“ 

Laserlyfting
Laserlyftingin er bylting í meðferð á línum, hrukkum og slappri húð. Meðferðin styrkir húðina og losar þig við hrukkur og slappa húð á öllu andlitinu, augnsvæði, hálsi, svæði undir höku, bringu og handarbökum. Einnig spornar meðferðin gegn öldrun húðarinnar ásamt því að lífga upp á útlit þitt.  

Það sem gerir Laserlyftingu einstaka er tæknin sem tryggir örugga og árangursríka uppbyggingu húðarinnar djúpt í undirlagi hennar með náttúrulegum og sársaukalausum hætti. 

Laserlyfting er náttúruleg andlitslyfting án skurðaðgerðar og er árangurinn af laserlyftingu sambærilegur árangri af andlitslyftingu með skurðaðgerð. Það sem laserlyftingin hefur hins vegar fram yfir andlitslyftingu er fyrst og fremst þrennt:

  • Fljótleg – Laserlyfting tekur einungis 20-40 mínútur í framkvæmd (fer eftir stærð meðferðarsvæðis). 

  • Sársaukalaus – Laserlyfting er algjörlega sársaukalaus og lýsa flestir viðskiptavinir henni sem notalegri reynslu. 

  • Engir sjáanlegir áverkar – Hægt er að fara í vinnu strax að meðferð lokinni án þess að nokkrir áverkar séu sjáanlegir á yfirborði húðarinnar.

Ekki aðeins fyrir eldri húð 
Díana segir að yngra fólk komi einnig í Laserlyftingu og þá gjarnan á hluta af andlitinu. „Laserlyftingin er tilvalin fyrir þá sem eru með þrota á augnsvæði eða þá sem upplifa að húðin á kjálkanum er farin að slappast.“ 

Hydro Deluxe
Hydro Deluxe er einstök meðferð sem eykur ljóma húðarinnar, grynnkar línur, sléttir húðina og eykur kollagenframleiðslu.  

Neauvia Organic, sem er samsett úr náttúrulegum fjölsykrum, amínósýrum og steinefnum, er sprautað grunnt víðsvegar um andlit, háls eða aðra líkamshluta og vinnur samsetning þess gegn öldrun húðarinnar, auk þess að næra hana og gefa henni ljóma og fyllingu. 

Kristján er 29 ára og hefur komið í Hydro Deluxe meðferð 
„Húðin mín var þunn og ég átti í sífelldri glímu við þurrk. Ég hafði einnig farið í mismunandi meðferðir til að vinna á örum eftir bólur. Ég ákvað að prófa Hydro Deluxe meðferðina, þrátt fyrir að vera viðkvæmur fyrir sársauka. Meðferðin var ekki sársaukalaus en deyfikremið hjálpaði heilmikið. Hjúkrunarfræðingurinn hjálpaði mér að slaka á og meðferðin tók frekar fljótt af. Þetta var allt þess virði því eftir Hydro Deluxe meðferðina, finnst mér húðin hafa styrkst innan frá. Ég er ekki lengur grár og gugginn heldur upplifi að húðin sé þykkari, heilbrigðari og hafi öðlast ljóma. “  

Vilt þú vita meira um meðferðirnar hjá Húðfegrun?
Nánari upplýsingar á heimasíðunni okkar: www.hudfegrun.is

Hægt er að bóka tíma alla virka daga milli kl. 09.00 – 18.00 í

Síma 533-1320.

Við tökum vel á móti þér í Vegmúla 2

libero ut ipsum nec velit, Praesent