Við hjá Húðfegrun óskum þér gleðilegs árs og þökkum samfylgdina á liðnu ári. Við höfum sett okkur ýmis markmið fyrir árið og hlökkum til halda áfram mæta þörfum viðskiptavina okkar.

Nýtt ár – ný markmið

Margir hafa það að markmiði að minnka sentimetramálið á nýju ári. Að því tilefni viljum við hjá Húðfegrun leggja okkar að mörkum og kynna fyrir lesendum tvær meðferðir sem geta hjálpað til við að ná því markmiði. Þetta eru Húðþétting og Fitueyðing sem eru magnaðar meðferðir hvor um sig og virka einnig vel samhliða.

Húðþétting

Húðþétting er öflugasta og áhrifaríkasta meðferð sem býðst á markaðnum til að byggja upp og þétta slappa húð og vinna burt appelsínuhúð.
Það sem gerir meðferðina einstaka er markviss og öflug útvarpsbylgju (e. radio frequency) tækni sem tryggir árangursríka og örugga uppbyggingu djúpt í undirlagi húðarinnar með náttúrulegum hætti. Í kjölfarið fer húðin að draga sig saman og slöpp húð verður þéttari.

Elínborg er 55 ára og nýtti sér Húðþéttingu nýverið

„Mér fannst húðin vera farin að slappast við kjálkalínuna og ákvað að panta mér tíma hjá Húðfegrun til að meta hvaða meðferð myndi henta best til að vinna á þessu. Ég fékk ráðgjöf hjá hjúkrunarfræðingi sem ráðlagði mér Húðþéttingu. Ég keypti fjóra tíma og fékk 15% afslátt. Það liðu tvær vikur á milli tímanna. Mér finnst ég sjá mikinn mun eftir þessar fjórar meðferðir. Húðin er mun þéttari og það ber minna á undirhökunni.“

Hver er ávinningurinn af Húðþéttingu og hverjir nýta sér meðferðina?

Húðþétting lyftir slappri húð og þéttir hana. Húðþéttingin vinnur einnig á hrukkum og er öflug lausn við húðslitum. Hún örvar kollagenframleiðslu húðarinnar og gefur því unglegra útlit. Húðþétting er áhrifarík og örugg meðferð.

Bryndís Alma, framkvæmdastjóri Húðfegrunar segir að hægt sé að framkvæma Húðþéttingu hvar sem er á líkamanum og í andlitinu. „Bæði konur og karlar koma í Húðþéttingu. Sumir koma til að minnka magaummálið en aðrir koma til að láta þétta kjálkalínuna eða þétta húð annars staðar á líkamanum. Meðferðin skilar almennt góðum árangri.“

Bryndís segir jafnframt að til að ná hámarksárangri sé mælt með að drekka vel af vatni samhliða meðferð. Hún mælir með að koma í fjögur skipti til að ná sem bestum árangri.

Tvær vikur þurfa að líða á milli meðferða. Þetta er því tilvalinn tími til að hefja meðferð í Húðþéttingu og ná árangri fyrir sumarið.

Drífa er 43 ára og lauk nýlega fjórðu meðferð í Húðþéttingu á upphandleggjum

„Ég ákvað að prófa Húðþéttingu vegna þess að húðin á upphandleggjunum var orðin tveimur númerum of stór.

Ég kom í fyrstu tvær meðferðirnar með tveggja vikna millibili. Nokkrum vikum eftir aðra meðferðina tók ég eftir að húðin hafði þéttst töluvert. Eftir þriðju og fjórðu meðferðina fannst mér ég losna við bjúg eða uppsafnaðan þrota af upphandleggjunum og í kjölfarið þéttist húðin enn meira. Jakkar og peysur sitja nú mun betur og ég hlakka til að geta gengið í ermalausu næsta sumar.“

Fitueyðing

Fitueyðing er byltingarkennd húðmeðferð sem byggð er á nýjustu tækni á sviði náttúrulegrar fitueyðingar án skurðaðgerðar. Meðferðin skilar einstaklingum varanlegum árangri og er framkvæmd með þeim hætti að fitufrumur eru brotnar niður og þeim eytt fyrir fullt og allt. Það sem gerir fitueyðingu einstaka er hljóðbylgju-tækni (e. ultrasound) sem tryggir stórkostlegan langtímaárangur með náttúrulegum hætti.

Hver er ávinningurinn af Fitueyðingu?

Fitueyðing er frábær meðferð fyrir þá sem vilja losna við fitu á erfiðum svæðum án þess að fara í skurðaðgerð. Bryndís Alma segir Fitueyðinguna byggja á nýjustu tækni til að eyða fitu. „Þetta er örugg og áhrifarík meðferð án aukaverkana. Árangurinn er sambærilegur við árangur af fitusogi með skurðaðgerð en það sem fitueyðing hefur fram yfir fitusog er að þú getur farið í vinnu strax eftir meðferð. Meðferðin er þar að auki sársaukalaus, svo það er til mikils að vinna“, segir Bryndís Alma að lokum.

Hverjir nýta sér Fitueyðingu?

Bæði konur og karlar á ýmsum aldri nýta sér Fitueyðingu hjá Húðfegrun. Þau svæði sem oftast eru til vandræða hjá báðum kynjum, þrátt fyrir heilbrigt mataræði og heilbrigðan lífstíl, eru undirhaka, upphandleggir, læri og bak/mjaðmir.

Til að ná hámarksárangri er mælt með því að drekka vel af vatni samhliða meðferð. Ætla má að framkvæma þurfi meðferð í að lágmarki fjögur skipti til að ná sem bestum árangri. Tvær vikur þurfa að líða á milli meðferða.

Guðbjörg er 52 ára og hefur komið í Fitueyðingu

„.Ég ákvað að nýta mér Fitueyðingu hjá Húðfegrun vegna þess að þrátt fyrir að ég hafi bæði léttst og styrkst, losnaði ég ekki við fitu á neðri maga, sem mér þótti hvimleitt.

Meðferðin sjálf þótti mér mjög notaleg og ég fann aðeins fyrir yl á húðinni á meðan á meðferðinni stóð. Það kom mér á óvart hvað þetta var þægileg og einföld meðferð.

Fljótlega eftir að ég hóf meðferð, fann ég að húðin fór að mýkjast og fitan hvarf svo hægt og rólega, en þó ekki fyrr en ég var búin að koma í þrjár meðferðir. Það var svo þremur mánuðum eftir að ég lauk sex meðferðum að ég var orðin rosalega sátt við árangurinn og magasvæðið hefur aldrei verið svona flott.“

Hver er munurinn á Húðþéttingu og Fitueyðingu?

Fitueyðing er framkvæmd með hljóðbylgjum (e. ultrasound) sem brjóta niður fitufrumur þannig að fitan eyðist hægt og rólega í gegnum sogæðakerfið. Í kjölfar meðferðar fer einstaklingurinn að taka eftir að ummál minnkar.

Húðþétting er framkvæmd með útvarpsbylgjum sem hita upp svæðið þar sem meðferð er framkvæmd sem leiðir til þess að slöpp húð fer að draga sig saman og þéttast. Í kjölfarið finnur einstaklingurinn fyrir að húðin er þéttari og stinnari.

Báðar meðferðirnar eiga það sameiginlegt að þær stuðla að því að sentimetramálið minnar.
Bryndís segir hjúkrunarfræðinga Húðfegrunar meta hvor meðferðin henti hverjum einstaklingi. Í sumum tilfellum er einnig mælt með Húðþéttingu og Fitueyðingu samhliða, svo þétta megi húðina á svæðinu þar sem fitunni er eytt.

Guðbjörg er 52 ára og hefur komið í Fitueyðingu

„.Ég ákvað að nýta mér Fitueyðingu hjá Húðfegrun vegna þess að þrátt fyrir að ég hafi bæði léttst og styrkst, losnaði ég ekki við fitu á neðri maga, sem mér þótti hvimleitt.

Meðferðin sjálf þótti mér mjög notaleg og ég fann aðeins fyrir yl á húðinni á meðan á meðferðinni stóð. Það kom mér á óvart hvað þetta var þægileg og einföld meðferð.

Fljótlega eftir að ég hóf meðferð, fann ég að húðin fór að mýkjast og fitan hvarf svo hægt og rólega, en þó ekki fyrr en ég var búin að koma í þrjár meðferðir. Það var svo þremur mánuðum eftir að ég lauk sex meðferðum að ég var orðin rosalega sátt við árangurinn og magasvæðið hefur aldrei verið svona flott.“

Hver er munurinn á Húðþéttingu og Fitueyðingu?

Fitueyðing er framkvæmd með hljóðbylgjum (e. ultrasound) sem brjóta niður fitufrumur þannig að fitan eyðist hægt og rólega í gegnum sogæðakerfið. Í kjölfar meðferðar fer einstaklingurinn að taka eftir að ummál minnkar.

Húðþétting er framkvæmd með útvarpsbylgjum sem hita upp svæðið þar sem meðferð er framkvæmd sem leiðir til þess að slöpp húð fer að draga sig saman og þéttast. Í kjölfarið finnur einstaklingurinn fyrir að húðin er þéttari og stinnari.

Báðar meðferðirnar eiga það sameiginlegt að þær stuðla að því að sentimetramálið minnar.

Bryndís segir hjúkrunarfræðinga Húðfegrunar meta hvor meðferðin henti hverjum einstaklingi. Í sumum tilfellum er einnig mælt með Húðþéttingu og Fitueyðingu samhliða, svo þétta megi húðina á svæðinu þar sem fitunni er eytt.

Viltu frekari upplýsingar um meðferðirnar?
Hafðu samband við okkur í sima 533-1320

elit. non ipsum fringilla quis libero ut