Ertu með svepp í nöglum? Yfir sumartímann taka margir fram léttari skó og viðra jafnvel tærnar í sandölum á sólbjörtum dögum. En þegar tærnar eru beraðar, kemur ýmislegt í ljós. Sveppur í nöglum er þrálátt vandamál sem margir glíma við, enda getur slíkur sveppur verið mjög lífseigur. Margir hafa reynt ýmislegt en án árangurs Margir þeirra sem leita til Húðfegrunar vegna svepps í nöglum, hafa reynt ýmis krem og vökva í þeirri von að stöðva sveppinn. Díana segir að það sé segin saga að þó sveppurinn leggist ef til vill í dvala um stundarsakir, geri hann vart við sig á nýjan leik. Ástæðan sé sú að sveppurinn hefur oft tekið sér bólfestu í húðinni undir nöglinni. Díana yfirhjúkrunarfræðingur Húðfegrunar, leggur áherslu á að það sé mikilvægt að koma sem fyrst í meðferð svo sveppurinn komist ekki í húðina undir nöglinni. Sérfræðingar hafa lengi leitað skilvirkra leiða til að fjarlægja svepp í nöglum en nú er sú bið á enda. Varanleg sveppaeyðing með laser Díana, var spurð hvað hægt er að gera til að losna við svepp í nöglum með varanlegum hætti. „Við hjá Húðfegrun bjóðum meðferð til að fjarlægja svepp í nöglum. Við notum nýjustu lasertækni frá Alma lasers. Þetta er byltingarkennd meðferð sem byggir á nýjustu tækni á markaðnum“. Hvernig fer meðferðin fram? Sveppaeyðing er heildræn meðferð án skurðaðgerðar sem losar þig við svepp í nöglum án þess að hafa neikvæð áhrif á nærliggjandi vefi eða heilsu þína. Meðferðin er framkvæmd með þeim hætti að laserinn hitar sveppinn nógu mikið til að brjóta hann niður og eyða honum smám saman. Annars vegar er verið að eyða bakteríunni í sveppnum í nöglinni sjálfri og hins vegar í undirlagi húðarinnar. Díana segir að þetta sé mjög mikilvægt skref til að ná varanlegum árangri. Hvað gerist í kjölfar meðferðarinnar? Díana segir að í kjölfarið meðferðarinnar vaxi ný og heilbrigð nögl. Sveppaeyðing með laser er einföld meðferð sem skilar byltingarkenndum árangri. Árangur Ætla má að framkvæma þurfi meðferð í fjögur til sex skipti til að losna alfarið við sveppinn. Allavega mánuður þarf að líða á milli meðferða. Best er þó að láta sex til átta vikur líða á milli meðferða á svepp í nögl á fæti þar sem neglur á fótum vaxa mjög hægt. Eftir að meðferð er framkvæmd geta verið til staðar eymsli í nögl og tá samdægurs“, segir Díana að lokum. Sveppaeyðing, Lasermeðferð
ut fringilla neque. non ante. luctus adipiscing Donec Donec id ipsum