Húðfegrun deilir með ykkur 5 vinsælustu húðmeðferðunum hjá karlmönnum í dag.

Hlutfall karlmanna sem nýta sér húðmeðferðir hefur farið hækkandi síðustu ár. Það var lengi vel litið hornauga að menn færu í húðmeðferðir en viðhorfsbreyting er að eiga sér stað í þjóðfélaginu og það er farið að þykja jafn sjálfsagt að menn nýti sér slíka tækni eins og konur. Viðhorfsbreytingin er sjáanleg allsstaðar í kringum okkur, m.a. í vinsælum fjölmiðlum þar sem við sjáum vel snyrta menn. Menn eru í auknum mæli farnir að leyita sér upplýsinga um hvernig þeir geti, með aðstoð framúrskarandi tækni í húðmeðferðum, litið sem best út. Hér á eftir munum við fara yfir 5 vinsælustu húðmeðferðirnar hjá mönnum. Spáum við þessum meðferðum vaxandi vinsældum á komandi árum.

1. Varanleg háreyðing. Það er mikill léttir fyrir suma menn að geta látið fjarlægja hár varanlega á svæðum þar sem hár hafa truflað þá í mörg ár eða á svæðum þar sem hárvöxtur hefur myndast með aldrinum. Varanleg háreyðingarmeðferð fyrir menn er ein vinsælasta meðferðin. Með varanlegri háreyðingu er verið að eyða hársekknum í undirlagi húðarinnar, sem gerir það að verkum að viðkomandi hár vex ekki aftur. Árangur af meðferðinni er strax sjáanlegur en með hverri meðferð sem er framkvæmd sést meiri árangur. Vinsældir vel snyrts skeggs hafa einnig verið að aukast og er hægt að nýta sér háreyðingarmeðferðir til þess að snyrta skeggvöxtinn til.


hudfegrun.is/laser-hareyding

2. Tattooeyðing. Laser tattooeyðing er vinsæl meðferð hjá karlmönnum. Sú meðferð hefur aldrei verið litin hornauga, hvorki af karlmönnum né konum. Framúrskarandi þróun í tækni við að vinna í burtu tattoo hefur hjálpað og mun hjálpa fólki við að fjarlægja tattoo sem því finnst ekki lengur aðlaðandi í útliti sínu, með lágmarks sársauka og hámarks árangri.

hudfegrun.is/laser-tattooeyding

3. Hrukkur. Þeir karlmenn sem eru mikið í sviðsljósinu , vegna vinnu eða áhugamála, eru í auknum mæli farnir að nýta sér húðmeðferðir til að halda unglegra og fallegra útliti. Lasermeðferðir eins og Laserlyfting eru gríðarlega vinsælar fyrir þá sem vilja með sem minnstu inngripi draga úr hrukkum, þétta slappa húð og bæta áferð húðar. Menn kjósa Laserlyftingu í auknum mæli því meðferðin er þægileg, árangursrík og hægt er að mæta strax aftur til vinnu eftir meðferð. Árangur af Laserlyftingu er sambærilegur og af andlitslyftingu með skurðaðgerð. Þeir sem eru með mjög skornar hrukkur hafa verið að nýta sér Gelísprautun með náttúrulegum fjölsykrum þar sem verið er að fylla upp í hrukkurnar og er árangurinn sýnilegur strax. Margir hafa einnig nýtt sér þessar tvær meðferðir samhliða til að ná sem allra bestum árangri. Við spáum því að Laserlyfting og Gelísprautun muni halda áfram að vaxa í vinsældum hjá karmönnum á næstu árum.

hudfegrun.is/laserlyfting

4. Fullkomin húð. Ör eftir bólur eru algengt vandamál hjá mönnum. Margir sem eru með ör eftir bólur síðan þeir voru yngri vita ekki að það eru til meðferðir sem vinnur í burtu þessi ör og sumir tengja meðferðirnar við fegrunarmeðferðir en ekki öflugar húðmeðferðir. Öflugasta meðferðin til að vinna í burtu ör eftir bólur er nálameðferð (e. microneedling) eins og Dermapen. Unnið er með litlum nálum á yfirborði húðar til að ýta serumi með virkum efnum niður í undirlag húðarinnar og örva með þeim hætti kollagenframleiðslu húðar og styrkja elastínþræði hennar. Verið er að brjóta niður ónýta húð til að byggja upp nýja heilbrigða húð. Þessi meðferð hefur enn ekki náð miklum vinsældum meðal karlmanna en vitund um meðferðina meðal þeirra er að aukast með hverju árinu. Við spáum því að með aukinni vitund næstu ára muni þessi meðferð vaxa meira í vinsældum.

hudfegrun.is/dermapen

5. Fitueyðing og Húðþétting. Líkamsmótunarmeðferðir sem ekki krefjast skurðaðgerðar eins og Fitueyðing og Húðþétting eru að vaxa í vinsældum meðal karla. Fitueyðing felst í því að eyða fitu með notkun byltingarkenndrar ultrasound tækni þar sem að fitufrumur eru brotnar niður og þeim eytt fyrir fullt og allt. Það sem gerir meðferðina heillandi er að hún er framkvæmd án skurðaðgerðar og gefur byltingarkenndan árangur. Fitueyðing með skurðaðgerð er ennþá vinsælli meðferð meðal karlmanna en Fitueyðing án skrurðaðgerðar, en með aukinni þekkingu á meðferðinni og árangrinum sem hún er að skila er líklegt að það muni breytast á næstu árum. Húðþétting er ein öflugasta meðferðin á markaðnum til að byggja upp og þétta slappa húð. Það sem gerir Húðþéttingu heillandi er markviss og öflug radio frequency (RF) tækni sem tryggir örugga og árangursríka uppbyggingu djúpt í undirlagi húðarinnar til að þétta slappa húð.

hudfegrun.is/hudthetting

hudfegrun.is/fitueyding

Hægt er að bóka tíma alla virka daga á milli kl. 09:00 – 18:00
í síma 533-1320.

Við tökum vel á móti þér í Vegmúla 2.

elementum accumsan felis eget in ipsum sed neque. efficitur.