Laserlyfting

Lyftir kjálkalínunni, augnsvæðinu og kinnunum.

Laserlyfting er ný byltingarkennd tækni í meðferð á línum, hrukkum og slappri húð.

Bókaðu tíma
N

Þéttir slappa húð á andliti og hálsi

N

Grynnkar hrukkur og línur

N

Eyku kollagenframleiðslu

N

Skilar góðum langtíma árangri

Laserlyfting

Náttúruleg andlitslyfting

Laserlyfting er ný byltingarkennd tækni í meðferð á línum, hrukkum og slappri húð.
Meðferðin styrkir  húðina og losar þig við hrukkur og slappa húð á andliti, hálsi, svæði undir höku, bringu og handarbökum. Einnig 
spornar meðferðin við öldrun húðarinnar ásamt því að lífga upp á útlit þitt.

Bryndís Alma Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Húðfegrun

Það sem gerir laserlyftingu einstaka er tæknin sem tryggir örugga og árangursríka uppbyggingu húðarinnar djúpt í undirlagi hennar með náttúrulegum og sársaukalausum hætti. Meðferðin er framkvæmd með þeim hætti að lasergeislanum er beint á það svæði sem verið er að meðhöndla. Geislinn berst undir ysta lag húðarinnar og byggir upp kollagen og elastínþræði hennar (teygjanleika húðarinnar) án þess að skaða húð eða nærliggjandi vefi. Í kjölfarið grynnka línur og hrukkur, slöpp húð þéttist og áferð húðarinnar verður fallegri.

Árangur af laserlyftingu er sambærilegur við árangur af andlitslyftingu með skurðaðgerð en það sem laserlyfting hefur framyfir andlitslyftingu er að einstaklingur getur farið beint í vinnu eftir meðferð.

Áætla má að framkvæma þurfi meðferð að lágmarki í fjögur skipti til að ná sem bestum árangri en eftir hverja meðferð er sjáanlegur árangur þar sem húðin verður stinnari, þéttari og hrukkur grynnka. Endurnýjun og örvun kollagens í húðinni hefst strax eftir meðferð og heldur áfram í allt að mánuð eftir meðferð og er einstaklingurinn að sjá meiri árangur með hverjum degi frá meðferð. Mánuður þarf að líða á milli meðferða.

Árangurinn sem næst með laserlyftingu helst í um fjögur ár, jafnvel lengur hjá þeim sem viðhalda sér vel. Eftir þann tíma fer ferlið hægt og rólega af stað aftur, húðin fer að missa teygjanleika sinn og draga fer úr kollagenframleiðslu.

Eftir meðferð getur myndast smá roði og bólga sem getur varað í einn til tvo daga, fer eftir því hvaða svæði verið er að meðhöndla.

„Ég er meðal þeirra sem vinn mikið og ferðast mikið vegna vinnu. Ég var tekin í andliti og þreytumerkin höfðu áhrif á sjálfstraust mitt. Þegar ég heyrði um Laserlyftinguna hjá Húðfegrun, ákvað ég að prófa. Meðferðin sjálf er mjög þægileg og það kom mér skemmtilega á óvart að ég gat farið í vinnuna strax að lokinni meðferð.

Þreytumerkin eru nú horfin úr andlitinu á mér. Húðin er mun stinnari og áferðarfallegri. Nokkrum dögum eftir hverja meðferð finnst mér húðin hreinlega glóa! Ég hlakka til að koma í fjórðu meðferðina og sjá enn betri árangur.“

Heiða

43 ára

„Mér fannst húðin í andlitinu vera farin að slappast og leitaði ráða hjá hjúkrunarfræðingi Húðfegrunar. Mér var ráðlagt að koma fjórum sinnum í Laserlyftingu og ég sé ekki eftir því. Mér fannst húðin styrkjast og línur mýkjast og ætla að halda mér við með því að fara í fleiri svona meðferðir. Mér fainnst líka mikill kostur að það sér ekki á húðinni eftir Laserlyftinguna og maður getur farið beint í vinnuna eftir meðferð.“

Elín Jóhannsdóttir

56 ára

Húðfegrun mælir með að taka Hollywood Glow meðferð með Laserlyftingu til að ná fyrr árangri og þéttingu á húð.

Laserlyfting | Árangur

Kjálkalína og háls

  Húðfegrun Laserlyfting Haka

Augnsvæði

Húðfegrun Laserlyfting andlit auga

Allt andlitið

 Húðfegrun Laserlyfting andlit  Húðfegrun Laserlyfting Enni Húðfegrun Laserlyfting andlit hals

Sparaðu 15% 

Sparaðu 15% Þegar þú greiðir 4 meðferðir í Laserlyftingu

Eftir meðferð þarf að

  • Bera græðandi krem á svæðið tvisvar á dag í eina viku.
  • Forðast sól og ljósabekki í a.m.k. viku.
  • Sleppa sundi í einn til sjö daga, breytilegt eftir meðferðarformi.
  • Nota a.m.k. SPF 30 sólarvörn í allavega eina viku.

Tímapantanir í síma: 533-1320

Hver er munurinn á Laserlyftingu á augnsvæði og Augnlyftingu?

Augnlyfting er okkar öflugasta meðferð til að vinna á signum augnlokum og hrukkum á augnsvæði en Laserlyfting er okkar besta meðferð til að vinna á baugum, vökvasöfnun, þrota og þreytu á augnsvæði.

Báðar meðferðirnar eru þó að vinna á öllu ofangreindu, þ.e. Augnlyfting er líka að vinna á baugum, vökvasöfnun, þrota og þreytu og Laserlyfting er líka að vinna á signum augnlokum og hrukkum.

Laserlyfting er algjörlega sársaukalaus og engir áverkar sjást á húðinni eftir meðferð. Algengt er að það þurfi 4 skipti til að ná verulega góðum árangri og er árangur eftir hvert skipti að koma í ljós hægt og rólega í nokkra mánuði eftir meðferð.

Augnlyfting er hins vegar nokkuð sársaukafull og mælum við því með því að deyfikrem sé borið á augnsvæði klst. fyrir meðferð. Einnig er algengt að áverkar sjáist á húðinni í nokkra daga á eftir (roði, bólga og dökkir blettir). Algengt er að 1-2 skipti þurfi ef augnlok eru að byrja að slappast og hrukkur eru grunnar en ef augnlok eru orðin sigin og hrukkur orðnar djúpar er algengt að það þurfi 3-4 skipti. Árangurinn er yfirleitt að koma fram á styttri tíma heldur en þegar um Laserlyftingu er að ræða.

Bókaðu Laserlyftingu

Þú getur líka bókað í síma 533-1320

Laser Peeling

Tryggir árangursríka uppbyggingu húðar djúpt niður í undirlag hennar ásamt öflugu peeling á ysta lagi húðar…

Gelísprautun

Gelísprautun er náttúruleg andlitslyfting án skurðaðgerðar sem framkvæmd er með náttúrulegu fjölsykrunum Neauvia Organic.

Augnlyfting

Augnlyfting er ný, byltingarkennd augnmeðferð á Íslandi og er Húðfegrun fyrsta og eina stofan á landinu sem býður …

sed adipiscing accumsan fringilla leo nunc consectetur neque. in commodo