Hydro Deluxe

Boostaðu þurra húð með Hydro Deluxe

Eykur ljóma húðarinnar

Hydro Deluxe er efni frá Neauvia Organic, samsett úr náttúrulegum fjölsykrum, amínósýrum og steinefnum. 
Efninu er sprautað grunnt víðsvegar um andlit, háls eða aðra líkamshluta og vinnur samsetning þess gegn öldrun húðarinnar, auk þess að næra hana og gefa henni ljóma og fyllingu.

Ávinningur af Hydro Deluxe

 • Eykur ljóma húðarinnar
 • Grynnkar línur
 • Gefur fyllingu
 • Sléttir húðina
 • Eykur kollagenframleiðslu
Náttúruleg húðmeðferð

Eftir því sem við eldumst hægir smám saman á framleiðslu náttúrulegra fjölsykra, sem gefa húðinni raka og fyllingu; kollagens, sem gefur húðinni aukinn þéttleika; og elastíns, sem gefur húðinni teygjanleika. Húðin fer því að slappast og fínar línur og hrukkur byrja að myndast.

Auk náttúrulegra fjölsykra inniheldur Hydro Deluxe ákveðna samsetningu amínósýra, sem eru aðal innihaldsefni kollagens. Það sem gerir Hydro Deluxe svo sérstakt er þó fyrst og fremst náttúrulega steinefnið calcium hydroxiapatite (CaHA) sem örvar framleiðslu kollagens, elastíns og náttúrulegra fjölsykra í líkamanum. Þessi einstaka efnasamsetning viðheldur og stuðlar að heilbrigðari, þéttari og stinnari húð og grynnkar hrukkur og fínar línur.

Fjöldi meðferða: Góður árangur næst eftir eina meðferð. Til að ná hámarksárangri er mælt með tveimur meðferðum með 3-4 vikna millibili. Til að viðhalda árangrinum er mælt með Hydro Deluxe meðferð á 6-12 mánaða fresti.

Eftir að meðferð er framkvæmd geta myndast roði og bólga sem geta varað í 2-7 daga. Í sumum tilvikum getur myndast mar eftir meðferð, en það eru eðlileg viðbrögð húðarinnar eftir meðferð. Að hafa kælingu á svæði fyrst eftir meðferð dregur verulega úr bólgumyndun.

Ekki má koma við meðferðarsvæðið í 4 klst eftir meðferð. Eftir þann tíma má strjúka svæðið með mildum andlitshreinsi og vatni. Einnig má þá bera rakagefandi krem á svæðið og nota farða. Mælt er með að forðast sund, óhreint umhverfi og ryk sama dag og meðferð er framkvæmd.

Eftir meðferð þarf að:
 1. Kæla meðferðarsvæðið í 15-20 mín í senn, endurtaka nokkrum sinnum.
 2. Bera græðandi krem á svæðið 4 klst eftir meðferð.
 3. Forðast sól og ljósabekki í a.m.k. 2-3 daga.
 4. Sleppa sundi samdægurs.
 5. Sleppa líkamsrækt samdægurs.
 6. Nota a.m.k. SPF 30 sólarvörn í allavega eina viku.

Viltu frekari upplýsingar um Hydro Deluxe?
Hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig!
533-1320

Social media & sharing icons powered by UltimatelySocial
Lorem dolor. risus. Donec consectetur Donec elementum Nullam adipiscing ut leo. consequat.