Háræðaslit og rósroði,
Lasermeðferð

Lasermeðferð sem vinnur vel á rósroða og rauðum blettum ásamt meðferð sem vinnur vel á grunnum og djúpum háræðaslitum á andliti, bringu og fótum.

Háræðaslit og rósroði

Áhrifarík og örugg meðferð

N

Háræðaslitameðferð vinnur á grunnum og djúpum háræðaslitum

N

Rósroðameðferð vinnur vel á rósroða og rauðum blettum

N

Meðferðir byggðar á nýjustu tækni

N

Meðferð sem skilar góðum árangri

Háræðaslit og Rósroði meðferðir | Fyrir & eftir

Háræðaslit Meðferðir auga Lasermeðferð Háræðaslit og rósroði Lasermeðferð-Háræðaslit-Lasermeðferð Háræðaslit Lasermeðferð Háræðaslit og rósroði andlit Háræðaslit nef Rósroði andlit 3 Rósroði andlit 2 Rósroði andlit Háræðaslit Kinnar Háræðaslit-nef

Lasermeðferð á háræðaslitum er framúrskarandi meðferð sem vinnur vel á grunnum og djúpum háræðaslitum á andliti, bringu og fótum. Lasermeðferð við rósroða vinnur vel á rósroða og rauðum blettum.
Meðferðin er framkvæmd með þeim hætti að lasergeislinn hitar æðina sem verið er að meðhöndla án þess að skaða húð eða nærliggjandi vefi. Í kjölfarið minnkar æðaslitið eða rósroðinn smám saman.

Fjöldi meðferða: Áætla má að framkvæma þurfi meðferð í fjögur til sex skipti fyrir æðar í andliti og að lágmarki í sex skipti fyrir æðar á fótum til að ná góðum árangri. Áætla má að framkvæma þurfi meðferð á rósroða í sex til tíu skipti. Mánuður þarf að líða á milli meðferða.

Eftir að meðferð er framkvæmd geta myndast roði og bólga sem geta varað frá 1-2 dögum og allt upp í viku, fer eftir því svæði sem verið er að meðhöndla.

Einnig er eðlilegt að í sumum tilfellum myndist hrúður, sár og blöðrur, en mikilvægt er að láta hrúður gróa alveg til að ná hámarksárangri meðferðar. Mælt er með því að bera græðandi krem á húð eftir meðferð og gæta fyllsta hreinlætis svo ekki sé hætta á sýkingu. Einnig er mælt með því að nota stuðningsbuxur í a.m.k. viku eftir meðferð sé um háræðaslitameðferð á fótum að ræða.

Til að ná sem bestum árangri eftir meðferð á æðasliti á fótum er mælt með að:

  • Klæðast sokkum/sokkabuxum með góðum stuðningi í viku eftir meðferð.
  • Forðast að standa eða sitja lengi.
  • Ekki láta fætur hanga sé þess kostur.
  • Forðast að krossleggja fætur.
  • Forðast áreynslu fyrstu 3 daga eftir meðferð.

Ég hef verið að fara í húðslípun & laser fyrir rósroða í hálft ár reglulega, húðin á mér hefur sjaldan verið betri og rósroðinn sem ég var með í nokkur ár næstum alveg farinn. Það virðist oft vera ákveðið tabú eða að menn megi ekki eða eigi ekki að hugsa of mikið um húðina eða eigi ekki að fara í húðmeðferðir en mér finnst það mikilvægt, sérstaklega þar sem að við flest öll verðum fyrir áhrifum mengunar og sólarskemmdum. Laser og húðslípun er frábærar leiðir til þess að lagfæra og fyrirbyggja. Ég hef farið reglulega síðastliðna 6 mánuði í laser og sé stóran mun á húðinni í hvert skipti sem ég fer, hún verður ferskari, roðinn hverfur og húðin þéttari. Mæli hiklaust með þessu fyrir alla!

Kári Sverrisson

Eftir meðferð þarf að

  • Bera græðandi krem á svæðið tvisvar á dag í eina viku.
  • Forðast sól og ljósabekki í a.m.k. viku.
  • Sleppa sundi í einn til tvo daga, breytilegt eftir meðferðarformi.
  • Nota a.m.k. SPF 30 sólarvörn í allavega eina viku.

Tímapantanir í síma: 533-1320

Einnig hjá Húðfegrun

Húðslípun

Laserlyfting

Háreyðing

Húðþétting

accumsan dolor. elit. facilisis justo pulvinar luctus