Gelísprautun

Gefur fyllingu

Ávinningur af gelísprautun

 • Eykur ljóma húðarinnar
 • Grynnkar línur og hrukkur
 • Eykur kollagenframleiðslu
 • Gefur fyllingu
 • Sléttir húðina
 • Mótar andlitsdrætti

Náttúruleg fylling í varir og línur

Gelísprautun er náttúruleg andlitslyfting án skurðaðgerðar sem framkvæmd er með náttúrulegu fjölsykrunum Neauvia Organic. Neauvia er hreint kristalsgel sem inniheldur fjölsykrusýrur sem er að finna í öllum vefjum líkamans. Eftir að náttúrulegu fjölsykrunum hefur verið sprautað í húðina binda þær vatnið í húðinni og mynda fyllingu.

Ávinningur af gelísprautun

 • Eykur ljóma húðarinnar
 • Grynnkar línur og hrukkur
 • Eykur kollagenframleiðslu
 • Gefur fyllingu
 • Sléttir húðina
 • Mótar andlitsdrætti
Gelísprautun niðurstöður

Línur, drættir og hrukkur jafnast út og húðin öðlast ljóma og þéttleika á ný. Hægt er að framkvæma meðferðina nánast hvar sem er á andlitinu. Þú getur valið um fyllingu í varir, hrukkur, línur, ör, kinnar, kinnbein og höku, svo eitthvað sé nefnt.

Jákvæðir þættir Neauvia fyllingarefnis

 • Neauvia er hreinasta og öruggasta fyllingarefnið á markaðnum.
 • Fullkomin samsetning efnis.
 • Inniheldur ekki dýraafurðir.
 • Ekki þarf að ofnæmisprófa efnið, engin hætta á ofnæmi.
 • Efnið helst lengi.

Gelísprautun er sniðin að þörfum hvers og eins. Árangur er sjáanlegur strax eftir meðferð en það getur tekið um 7-14 daga að sjá sléttast fyllilega úr línunni sem meðferðin var framkvæmd á. Í sumum tilfellum getur tekið upp í mánuð að sjá endanlegan árangur af meðferð. Árangur af meðferð varir frá sex mánuðum og allt upp í nokkur ár. Árangur fer eftir meðferðarsvæði, aldri, húðgerð, lífsstíl, vöðvaeiginleikum o.fl.

Eftir að meðferð er framkvæmd geta myndast roði og bólga sem geta varað í 2-7 daga, fer eftir því svæði sem verið er að meðhöndla. Eftir meðferð á vörum getur bólgan varað lengur, eða í allt að 7-14 daga. Í sumum tilvikum getur myndast mar eftir meðferð, það eru eðlileg viðbrögð húðarinnar eftir meðferð. Að hafa kælingu á svæði fyrst eftir meðferð dregur verulega úr bólgumyndun.

Ekki má koma við meðferðarsvæðið í 4 klst. eftir meðferð. Eftir þann tíma má strjúka svæðið með mildum andlitshreinsi og vatni. Einnig má þá bera rakagefandi krem á svæðið og nota farða. Mælt er með að forðast sund, óhreint umhverfi og ryk sama dag og meðferð er framkvæmd.

Eftir meðferð þarf að
 1. Kæla meðferðarsvæðið í 15-20 mín í senn, endurtaka nokkrum sinnum.
 2. Bera græðandi krem á svæðið 4 klst. eftir meðferð.
 3. Forðast sól og ljósabekki í a.m.k. 2-3 daga.
 4. Sleppa sundi samdægurs.
 5. Sleppa líkamsrækt samdægurs.
 6. Nota a.m.k. SPF 30 sólarvörn í allavega eina viku.

Viltu frekari upplýsingar um Gelísprautun?
Hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig!
533-1320

Social media & sharing icons powered by UltimatelySocial
libero. Aenean mattis suscipit at id