Húðslípun er mjög áhrifarík og örugg meðferð sem gerir húð þína fallegri með því að ysta lag húðar er fjarlægt með notkun örsmárra kristalla og demanta.

Meðferðin fjarlægir stíflur, óhreinindi og húðfitu sem eru föst í svitaholum og fínum línum. Jafnvægi kemst á þurra húð og þreytt húð endurheimtir ljóma sinn. Eftir meðferð verður húðin móttækilegri fyrir virkum efnum í kremum sem borin eru á andlitið. Strax eftir meðferð fær húðin ljóma ásamt því að hún verður frísklegri, unglegri, þéttari og svitaholur minni. Áferð húðarinnar verður fallegri, mýkri og sléttari.

Á meðan á meðferð stendur verða stöðugar framfarir og er sjánalegur munur eftir hvert skipti. Meðferðin hentar öllum aldri og húðgerðum.

Við minnum á hin sívinsælu gjafabréf Húðfegrun sem hægt er að fá bæði í formi meðferðar eða upphæðar. Hægt er að versla gjafabréf hjá okkur alla virka daga milli 09:00-18:00. Nánari upplýsingar í S: 533-1320

mi, leo et, diam ipsum id sem, mattis