Sagan okkar

Húðmeðferðarstofan Húðfegrun býður upp á heildrænar húðmeðferðir án skurðaðgerða. Húðfegrun var stofnuð árið 2000 og er stofan sú eina sinnar tegundar hér á landi. Eigendur stofunnar eru Bryndís Alma Gunnarsdóttir hagfræðingur og Díana Oddsdóttir hjúkrunarfræðingur. Díana Oddsdóttir er stofnandi stofunnar og hefur starfað við hana frá upphafi.

Allar meðferðir sem Húðfegrun hefur upp á að bjóða eru heildrænar húðmeðferðir án skurðaðgerða. Meðferðir á stofunni eru eingöngu framkvæmdar af hjúkrunarfræðingum sem hafa fengið sérhæfða þjálfun á öll þau tæki og meðferðir sem stofan hefur upp á að bjóða. Starfsfólk er stöðugt að fylgjast með öllum nýjungum sem koma á markaðinn.

 

Nýjungar

Sumarið 2014 tók Húðfegrun inn nýja tegund af lasertæki frá Alma Lasers sem er algjör bylting í húðmeðferðum

Haustið 2014 byrjaði Húðfegrun að bjóða upp á Dermapen húðmeðferð með hinum vinsæla og áhrifaríka Dermapen. Meðferðina er eingöngu hægt að framkvæma á stofu og er meðferðin sem Húðfegrun býður upp á sú öflugasta sem býðst á Íslandi.

Sumarið 2016 tók Húðfegrun inn eina öflugustu og áhrifaríkustu tækni sem býðst á markaðnum til að þétta húðina og eyða fitu. Það sem gerir meðferðirnar einstakar er ultrasound og radiofrequency tækni sem skilar stórkostlegum langtíma árangri.

Við hjá Húðfegrun bjóðum þér upp á persónulega þjónustu í hlýju umhverfi og ráðleggjum og metum í samráði við þig hvaða meðferð hentar best hverju sinni.

Meðferðir

 • Laserlyfting
 • Fitueyðing
 • Húðþétting
 • Gelísprautun
 • Dermapen
 • Húðslípun
 • Háreyðing
 • Tattooeyðing
 • Litabreytingar í húð
 • Háræðaslit & Rósroði
 • Ör & Húðslit
 • Sveppaeyðing
 • Húðsepar og vörtur
 • Cellulite vafningur
Social media & sharing icons powered by UltimatelySocial
facilisis pulvinar tempus Donec Nullam quis, ut in diam