Sagan okkar

Húðfegrun er hátæknifyrirtæki á heilbrigðissviði sem hefur verið starfrækt frá árinu 2000. Stofnandi Húðfegrunar er Díana Oddsdóttir hjúkrunarfræðingur, sem stýrir meðferðum og mannauðsmálum. Bryndís Alma Gunnarsdóttir hagfræðingur gekk til liðs við Húðfegrun árið 2014 og sér um daglegan rekstur ásamt því að stýra faglegri þróun.

Húðfegrun býður heildrænar húðmeðferðir fyrir andlit og líkama, með það að markmiði að bæta heilsu húðarinnar á náttúrulegan hátt. Meðferðaraðilar Húðfegrunar eru menntaðir hjúkrunarfræðingar sem hafa hlotið sérþjálfun í notkun lasertækni og annars konar hátækni til að leysa ýmsan húðvanda. Húðfegrun býður bestu fáanleg tæki hverju sinni og starfsfólkið hlýtur stöðuga þjálfun og tileinkar sér nýjungar.

Fyrirtækjagildi

Faglegheit
Persónuleg þjónusta
Leiðandi í náttúrulegum

Starfsmannagildi

Virðing
Ábyrgð
Traust

Nýjungar

Í byrjun árs 2019 hóf Húðfegrun að bjóða eina vinsælustu meðferð stjarnanna eða Hollywood Glow. Meðferðin þéttir húðina og gefur henni samstundis aukinn ljóma. Einnig tók Húðfegrun að bjóða Laser peeling (RF iPixel) sem er ein öflugasta lasermeðferð sem býðst fyrir andlitið. Laser peeling veitir árangursríka uppbyggingu djúpt niður í undirlag húðarinnar ásamt öflugu peeling á ysta lagi húðar.

Í lok árs 2018 tók Húðfegrun í notkun lasertæki til varanlegrar háreyðingar frá einum fremsta aðila í lasertækni í heimi, Alma lasers. Tækið er fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Með tækinu er hægt að eyða ljósum hárum auk þess sem lasergeislinn nemur hárvöxt á þremur vaxtarstigum svo einstaklingar þurfa á færri meðferðum að halda.

Síðan 2016 hefur Húðfegrun boðið eina öflugustu og áhrifaríkustu tækni sem býðst á markaðnum til að þétta húð og eyða fitu. Það sem gerir meðferðirnar einstakar er útvarpstíðni (e.ultrasound) og hljóðbylgju (e. radiofrequency) tækni sem skilar stórkostlegum langtíma árangri.

Árið 2014 tók Húðfegrun í notkun nýja tegund af lasertæki frá einum fremsta framleiðanda á sviði lasertækni, Alma Lasers. Tækjabúnaðurinn markar algjöra byltingu í húðmeðferðum. Sama ár hóf Húðfegrun að bjóða Dermapen (microneedling) húðmeðferð með hinum vinsæla og áhrifaríka Dermapen. Meðferðina er eingöngu hægt að framkvæma á stofu og Dermapen meðferðin hjá Húðfegrun er sú öflugasta á Íslandi.

Þarftu að…

 • Grynnka línur og endurnýja húðina með Laserlyftingu
 • Auka þéttingu og ljóma húðar með Hollywood Glow
 • Losna við fitu á erfiðu svæði með Fitueyðingu
 • Byggja upp undirlag húðarinnar með Laser Peeling
 • Láta þétta húðina á upphandleggjum eða kjálkalínu með Húðþéttingu
 • Losna við djúpar hrukkur eða fylla í varir með Gelísprautun
 • Endurnýja húðina með Dermapen
 • Losna við dauðar húðfrumur á yfirborði húðarinnar með Húðslípun
 • Losna við hvimleiðan hárvöxt með varanlegri Háreyðingu
 • Láta eyða húðflúri með Tattooeyðingu
 • Leiðrétta litabreytingar í húð
 • Losna við háræðaslit eða rósroða með Lasermeðferð
 • Láta eyða örum eða húðsliti með Lasermeðferð 
 • Losna við svepp, húðsepa eða vörtu með Lasermeðferð
 • Minnka appelsínuhúð með Cellulite vafningi

Okkar sérfræðingar mæta þínum þörfum

Húðfegrun býður persónulega þjónustu í hlýlegu umhverfi. Sérþjálfaðir hjúkrunarfræðingar leggja mat á hvaða meðferð hentar þér best hverju sinni.

Umhverfismál

Húðfegrun hefur sett sér umhverfisstefnu og vinnur samkvæmt henni.
Við íhugum umhverfisáhrif í öllum ákvörðunum sem við tökum.
Við öxlum ábyrgð á þeim umhverfisáhrifum sem verða af starfsemi okkar.

Starfsfólk okkar hlýtur þjálfun í að bera kennsl á þau umhverfisáhrif sem starfsemi okkar hefur í för með sér. Við mælum umhverfisáhrifin og vinnum stöðuglega að því að lágmarka þau áhrif og bæta frammistöðu fyrirtækisins á sviði umhverfismála.
Við upplýsum viðskiptavini okkar um meðferðir sem geta haft jákvæð langtímaáhrif fyrir umhverfið.
Við hvetjum birgja okkar til að huga að umhverfisáhrifum.

nunc et, dapibus leo. Praesent elit. dolor. commodo venenatis odio