Húðfegrun er hátæknifyrirtæki á heilbrigðissviði sem hefur verið starfrækt frá árinu 2000. Stofnandi Húðfegrunar er Díana Oddsdóttir, hjúkrunarfræðingur, sem stýrir meðferðum og mannauðsmálum. Bryndís Alma Sinn, hagfræðingur, gekk til liðs við Húðfegrun árið 2014 og sér um daglegan rekstur ásamt því að stýra faglegri þróun.
Húðfegrun býður heildrænar húðmeðferðir fyrir andlit og líkama með það að markmiði að bæta heilsu húðarinnar á náttúrulegan hátt. Meðferðaraðilar Húðfegrunar eru menntaðir hjúkrunarfræðingar og fagaðilar sem hafa hlotið sérþjálfun í notkun lasertækni og annars konar hátækni til að leysa ýmsan húðvanda. Húðfegrun býður bestu fáanlegu tækin á markaðnum hverju sinni og starfsfólkið hlýtur stöðuga þjálfun og tileinkar sér nýjungar.
Árið 2025 fagnar Húðfegrun aldarfjórðungsafmæli. Við höldum áfram að aðstoða viðskiptavini okkar við að bæta húðheilsu og ná markmiðum um heilbrigt og náttúrulegt útlit. Við veitum einstaklingsmiðaða ráðgjöf og sérsníðum meðferðaráætlanir fyrir hvern og einn.
Ein vinsælasta meðferðin okkar á afmælisárinu er Laserlyfting, sem fagnar einmitt 10 ára afmæli árið 2025. Þetta er öflug lasermeðferð sem er gjarnan nefnd náttúruleg andlitslyfting án skurðaðgerðar. Áhrifa Laserlyftingar gætir í dýpstu lögum húðarinnar því meðferðin gengur út á að byggja upp undirlag hennar með áhrifaríkum hætti.
Síðan árið 2024 hefur Húðfegrun boðið Erbium YAG laser meðferð með tækjabúnað frá Alma Lasers. Þetta er öflugasta meðferðin sem býðst á markaðnum í dag. Kollagen- og elastínframleiðsla djúpt í undirlagi húðarinnar er örvuð í meðferðinni ásamt því að endurnýja ysta lagið með 2940nm bylgjulengd. Erbium YAG laser skilar alhliða öflugum árangri. Laserinn styrkir og þéttir húðina, minnkar ör, og dregur úr hrukkum.
DermaGlow meðferðartvennan var kynnt til sögunnar árið 2024. Meðferðin hefur notið mikilla vinsælda enda veitir hún sýnilegan árangur strax að lokinni meðferð, bæði þegar kemur að hreinni og glóandi húð. DermaGlow hefst á DermaClear húðslípun og lýkur með notalegri Hollywood Glow meðferð, sem dregur úr hrukkum og eykur ljóma.
Demantspakkinn er meðferðartvenna sem hefur verið í boði síðan 2023. Þetta er meðferðartvenna sem samanstendur af Laserlyftingu og Hollywood Glow. Lasertæknin sem notast er við í Laserlyftingunni vinnur djúpt niður í undirlag húðarinnar og örvar framleiðslu kollagens og elastíns án þess að skaða efsta lagið. Meðferðin þéttir og styrkir slappa húð á neðra andliti og hálsi, skerpir kjálkalínuna og vinnur gegn vökvasöfnun, þrota og þreytu á augnsvæði. Hollywood Glow er meðferð sem gefur húðinni samstundis aukna þéttingu og aukinn ljóma. Einnig spornar hún gegn öldrun húðarinnar og bætir áferð hennar.
Árið 2022 varð bylting í sölu húðvara þegar Húðfegrun hóf að selja vörurnar frá Skin Ceuticals. Þetta eru öflugar vörur sem vinna einstaklega vel með meðferðunum okkar. Kremin, serumin og hreinsilínan eru jafnframt til sölu í vefverslun og í Vegmúlanum.
Í upphafi árs 2021 bætti Húðfegrun enn einu meðferðarúrræðinu við meðferðaúrval sitt. Fjárfest var í nýju tæki frá alþjóðlega lasertækjaframleiðandanum Alma Lasers sem gerir okkur kleift að framkvæma DermaClear meðferðina sem er lúxus húðslípun af bestu gerð. Auk þess að fjarlægja dauðar húðfrumur af yfirborði húðarinnar, hreinsa hana og fríska, veitir meðferðin einnig næringu og raka.
Á vormánuðum ársins 2020 var tekin inn nýr hátækni húðskanni frá framleiðandanum Canfield. Um er að ræða leiðandi fyrirtæki í heiminum á sviði húðgreiningar. Húðskanninn greinir vandamál í undirlögum húðarinnar og auðveldar sérfræðingum Húðfegrunar að veita ráðleggingar varðandi meðferðarúrræði og húðvörunotkun. Einstaklingsmiðuð meðferðaráætlun er sett upp í framhaldi af húðgreiningu.
Á árinu 2019 bætti Húðfegrun við ýmsum spennandi nýjungum. Í upphafi árs var ein vinsælasta meðferð stjarnanna, Hollywood Glow, tekin í notkun. Meðferðin er framkvæmd með nær-innrauðu ljósi (NIR infrared light) sem þéttir húðina og gefur henni samstundis aukinn ljóma.
Á haustmánuðum 2019 var svo tekin í notkun ný meðferð, byggð á radio frequency plasma tækni. Meðferðin fékk heitið Augnlyfting / Hrukkubaninn og er sérlega vinsæl til að lyfta augnlokum sem farin eru að síga en virkar einnig mjög vel til að grynnka hrukkur í andliti.
Í lok árs 2018 uppfærði Húðfegrun tækjabúnað sinn til varanlegrar háreyðingar. Varð lasertækið Soprano ICE Platinum frá einum fremsta framleiðanda heims á sviði lasertækni í heimi, Alma Lasers, fyrir valinu. Tækið er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Með tækinu er hægt að eyða ljósum hárum, auk þess sem lasergeislinn nemur hárvöxt á þremur vaxtarstigum svo einstaklingar þurfa almennt á færri meðferðum að halda.
Síðan 2016 hefur Húðfegrun boðið eina öflugustu og áhrifaríkustu tækni sem býðst á markaðnum til að byggja upp og þétta slappa húð og eyða fitu. Það sem gerir meðferðirnar einstakar eru ultrasound (US) og radiofrequency (RF) tækni sem skila einstaklingum stórkostlegum langtímaárangri.
Árið 2014 tók Húðfegrun í notkun nýja tegund af lasertæki frá einum fremsta framleiðanda heims á sviði lasertækni, Alma Lasers. Tækjabúnaðurinn markar algjöra byltingu í húðmeðferðum. Um er að ræða tækjabúnað þar sem hægt er að bjóða upp á fjölbreytt úrval af framúrskarandi húðmeðferðum. Sama ár hóf Húðfegrun að bjóða Dermapen (microneedling) húðmeðferð með hinum vinsæla og áhrifaríka Dermapen. Meðferðina er eingöngu hægt að framkvæma á stofu og Dermapen meðferðin hjá Húðfegrun er sú öflugasta á Íslandi.