Af hverju er Húðslípun góð fyrir húðina okkar?

Húðslípun er góð meðferð til að fjarlægja dauðar og þurrar húðfrumur á ysta lagi húðarinnar og örvar vöxt nýrra frumna og bandvefs í undirlagi húðarinnar. Húðslípun meðferð er framkvæmd með notkun örsmárra kristalla og demanta. Húðslípun fjarlægir stíflur, óhreinindi og húðfitu sem er föst í svitaholum og fínum línum. Húðslípun örvar blóðflæði húðarinnar sem gerir það að verkum að húðfrumur endurnýjast. Strax eftir fyrstu meðferð fær húðin ljóma þar sem hún verður frísklegri, unglegri og þéttari, auk þess sem svitaholur minnka. Áferð húðarinnar verður fallegri, mýkri og sléttari.

Húðslípun vinnur á

– Fínum línum og hrukkum
– Exemhúð
– Örum eftir bólur og skurði
– Ótímabærri öldru húðarinnar
– Hörundslýtum
– Húðþykkildum
– Unglingabólum
– Óhreinni húð
– Fitustíflum/ fitunöbbum

Það sem gerir Húðslípun hjá Húðfegrun einstaka er tæknin sem tryggir örugga og árangursríka hreinsun á ysta lagi húðarinnar með bæði kristöllum og demöntum. Algengt er að Húðslípun meðferðir séu einungis framkvæmdar með kristöllum eða demöntum en þá er ekki að nást eins góður árangur af meðferð eins og þegar notast er við bæði kristalla og demanta í meðferð. Eftir Húðslípun meðferð verður húðin móttækilegri fyrir virkum efnum í kremum sem borin eru á andlitið og eru krem og húðvörur eru að skila húðinni 50% meiri árangri eftir meðferð. Húðslípun meðferð lætur húð þína líta betur út og endurheimta ljóma sinn.

Vilt þú vita meira um Huðslípun? Nánari upplýsingar á heimasíðunni okkar:
www.hudfegrun.is/hudslipun

Hægt er að bóka tíma alla virka daga milli kl. 09.00 – 18.00
í Síma 533-1320.

Við tökum vel á móti þér í Vegmúla 2.

leo. facilisis mattis vel, elit. commodo