Augnlyfting

Augnlyfting er ný, byltingarkennd augnmeðferð á Íslandi og er Húðfegrun fyrsta og eina stofan á landinu sem býður upp á þessa frábæru tækni.
Bókaðu ráðgjöf
N

Lyftir slappri húð á augnlokum

N

Þéttir slappa húð undir augum

N

Dregur úr hrukkum og línum

N

Hjálpar húðinni að endurnýja sig

N

Örvar kollagenframleiðslu húðar

Augnlyfting

Einstök meðferð til að lyfta slappri húð á augnsvæði

Augnlyfting er ný, byltingarkennd meðferð á Íslandi og er Húðfegrun fyrsta og eina stofan á landinu sem býður upp á þessa frábæru tækni. Augnlyfting er húðmeðferð sniðin til að lyfta augnlokum sem farin eru að síga. Meðferðina má einnig framkvæma til að þétta slappa húð undir augum og grynnka hrukkur og fínar línur á augnsvæði.

Það sem gerir Augnlyftingu sérstaka er hin tvíþætta tækni sem notuð er við framkvæmd meðferðarinnar. Húðin á meðferðarsvæðinu er sködduð og brotin niður (e. ablative effect), án þess þó að valda varanlegum skaða eða öramyndun, sem gerir líkamanum kleift að byggja upp nýja, heilbrigða húð. Á sama tíma er hita beint niður í undirlag húðarinnar (e. thermal effect) sem gerir það að verkum að framleiðsla kollagens og elastíns eykst. Með hjálp þessarar tvíþættu tækni verður áferð húðarinnar fallegri, auk þess sem hún þéttist og stinnist.

Fjöldi meðferða: Mælt er með að teknar séu ein til fjórar meðferðir til að ná sem bestum árangri.

Áætla má að framkvæma þurfi meðferð í eitt til tvö skipti ef húð er að byrja að slappast eða ef um er að ræða fínar línur. Áætla má að framkvæma þurfi meðferð í tvö til fjögur skipti ef húðin er orðin verulega slöpp og hrukkur djúpar. Það tekur u.þ.b. mánuð að sjá endanlegan árangur af hverri meðferð. Framkvæma má meðferð með 6-8 vikna millibili, eftir því hversu djúpt er unnið niður í undirlag húðarinnar. Meðferðin hentar öllum húðgerðum og einstaklingum á öllum aldri. Til að draga úr sársauka á meðan á meðferð stendur er mælt með að bera deyfikrem á húð um klukkustund fyrir meðferð.

Eftir að meðferð er framkvæmd myndast roði og bólga sem geta varað frá nokkrum klukkustundum og upp í 2-3 daga. Einnig geta dökkir blettir og hrúður sést á húð í 5-10 daga eftir meðferð. Mikilvægt er að láta hrúður gróa alveg til að ná hámarksárangri meðferðar. Varast skal að bleyta meðferðarsvæðið í 2 daga eftir meðferð og einnig skal gæta fyllsta hreinlætis svo ekki sé hætta á sýkingu. Nauðsynlegt er að bera græðandi krem á svæðið tvisvar á dag í a.m.k. viku eftir meðferð.

Eftir meðferð þarf að

  • Bera græðandi krem á svæðið tvisvar á dag í a.m.k. viku.
  • Sleppa sundi í eina viku.
  • Sleppa líkamsrækt samdægurs.
  • Forðast sól og ljósabekki í a.m.k. viku.
  • Nota a.m.k. SPF 30 sólarvörn í allavega eina viku.

Tímapantanir í síma: 533-1320

Augnlyfting | Árangur

Augnsvæði

Augnlyfting arangur

Húðfegrun Augnlyfting

Sparaðu 15%

Þegar þú bókar 4 meðferðir í Augnlyftingu

Einnig hjá Húðfegrun

Húðfegrun búum yfir 19 ára reynslu í húðmeðferðum

Dermapen, Microneedling

Grynnkar á fínum línum og hrukkum, vinnur burtu ör, gefur húðinni fallegan blæ ásamt því að auka kollagenframleiðslu.

Gelísprautun

Gelísprautun er náttúruleg andlitslyfting án skurðaðgerðar sem framkvæmd er með náttúrulegu fjölsykrunum Neauvia Organic.

Laser Peeling

Tryggir árangursríka uppbyggingu húðar djúpt niður í undirlag hennar ásamt öflugu peeling á ysta lagi húðar.

Ert þú með spurningar um augnlyftingu eða bókanir?

ut porta. diam justo ut vel, adipiscing