Laserlyfting

Vinnur til baka öldrun húðarinnar með náttúrulegum og sársaukalausum hætti. Meðferðin vinnur djúpt í undirlagi húðar þar sem hún örvar framleiðslu kollagens og elastíns, í kjölfarið þéttist og styrkist húðin.

Andlit - Andlit & háls - Háls - Augnsvæði

Nærmynd af konu í Laserlyfting á hálsi hjá Húðfegrun í Reykjavík. Meðferðin styrkir og þéttir húð á öruggan hátt með nýjustu lasertækni. Bókaðu faglega meðferð hjá okkar hjúkrunarfræðingum.
Við erum opin núna (9-17)
Fagleg hjúkrunarfræðingur hjá Húðfegrun framkvæmir Laserlyftingu á andliti og hálsi í rólegu og öruggu klínísku umhverfi. Húðfegrun er leiðandi húðklíníkin í Reykjavík með nýjustu lasermeðferðartækni. Bókaðu tíma í dag.

Hvernig virkar Laserlyfting?

Laserlyfting er ein öflugasta meðferð Húðfegrunar ásamt Erbium YAG Laser meðferðinni sem miðar að því að vinna til baka öldrun húðar með náttúrulegum hætti. Meðferðin er byggð á nýjustu tækni frá Alma Lasers, einum fremsta framleiðanda heims á sviði húðmeðferða. Lasergeislanum er beint niður í undirlag húðarinnar þar sem hann örvar framleiðslu kollagens og elastíns með náttúrulegum og sársaukalausum hætti án þess að skaða húð eða nærliggjandi vefi. Í kjölfarið þéttist húðin og styrkist og hrukkur og línur mildast. Það sem gerir Laserlyftingu svona einstaka er að hún skilar sambærilegum árangri og andlitslyfting með skurðaðgerð en það sem laserlyfting hefur fram yfir andlitslyftingu er að einstaklingur getur farið beint í vinnu eftir meðferð þar sem sér ekki á húð eftir meðferð.

Þéttir og stinnir húð með náttúrulegum hætti

Tilgangur Laserlyftingar er ekki að gjörbreyta útliti viðskiptavina heldur er hún ætluð til að vinna hægt og rólega til baka ummerki öldrunar með því að þétta og styrkja húð sem farin er að slappast og gefa húðinni þannig lyftingu og fyllingu sem tapast hefur með aldrinum. Meðferðina má einnig framkvæma í forvarnarskyni, þ.e. til að viðhalda unglegri, þéttri og stinnri húð.

Unglegra útlit og styrkari húð

  • Þéttir slappa húð
  • Gefur andlitinu lyftingu og fyllingu
  • Mildar hrukkur og fínar línur
  • Skerpir á kjálkalínu
  • Styrkir húð á neðra andliti og hálsi
  • Mildar sólarskemmdir og öldrunarbletti
  • Vinnur vel á baugum, þrota og þreytu á augnsvæði
  • Þéttir húð á augnsvæði og vinnur á augnpokum

Dregur úr vökvasöfnun, þrota og þreytu á augnsvæði

Laserlyfting vinnur vel á baugum, augnpokum, vökvasöfnun, þrota og þreytu á augnsvæðinu og er á sama tíma að þétta slappa húð og milda hrukkur og fínar línur. Þegar unnið er á þrota og vökvasöfnun eru dæmi um að hægt sé að ná talsverðum árangri með stakri meðferð.

Demantspakkinn

Demantspakkinn inniheldur Laserlyftingu á andliti og Hollywood Glow meðferð og með kaupum á pakkanum sparar þú 30% af andvirði meðferða. Þessar tvær meðferðir vinna sérlega vel saman, bæði vegna þess að þær sameina langtíma- og skammtímaárangur. Hollywood Glow gefur húðinni samstundis fallegan ljóma ásamt bjartara yfirbragði sem endist almennt í nokkra mánuði á meðan árangur af Laserlyftingu er til langs tíma en er að koma fram hægt og rólega. Laserlyfting örvar framleiðslu kollagens og elastíns með nýmyndun húðfrumna á meðan Hollywood Glow örvar þær húðfrumur sem til staðar eru til að framleiða meira kollagen og elastín. Séu meðferðir teknar samhliða næst því mun betri árangur en séu þær teknar í sitthvoru lagi.

Nærmynd af konu í Hollywood Glow lasermeðferð, frábær viðbót við Laserlyftingu. Meðferðin gefur húðinni tafarlausan ljóma með nýjustu ljós- og laserorkutækni. Bókaðu meðferð hjá sérfræðingum Húðfegrunar.

Almennar upplýsingar

Árangur: Endurnýjun og örvun kollagens í húðinni hefst strax að meðferð lokinni og heldur áfram í 3-6 mánuði eftir meðferð. Hægt og rólega sést meiri árangur með hverjum deginum sem líður frá meðferð. Laserlyfting skilar langtíma árangri og helst hann í um 4 ár, jafnvel lengur hjá þeim sem viðhalda sér vel. Eftir þann tíma fer öldrunarferlið hægt og rólega af stað aftur, húðin fer að missa teygjanleika sinn og draga fer úr kollagenframleiðslu.

Fjöldi meðferða: Sé tilgangur meðferðar að vinna til baka öldrun húðar má áætla að framkvæma þurfi meðferð í 4-6 skipti til þess að ná hámarksárangri. Sé tilgangur meðferðar fyrst og fremst forvörn getur dugað að koma í staka meðferð á 6-12 mánaða fresti. Líða þarf að a.m.k mánuður á milli meðferða.

Eftir meðferð: Í flestum tilfellum er einungis um að ræða hita og roða í húð samdægurs en örlítil bólga getur einnig varað í 1-2 daga, fer eftir því meðferðarsvæði sem verið er að meðhöndla. Gott er að bera rakagefandi krem á svæðið tvisvar á dag í viku eftir meðferð. Mælt er með að forðast sund í 1-7 daga, breytilegt eftir meðferðarformi, nota sterka sólarvörn í a.m.k. viku eftir meðferð og forðast sól eins og hægt er.

Fyrir og eftir myndir

Samanburður fyrir og eftir Laserlyftingu sýnir markverðan árangur á hálsi og neðra andliti. Þéttari og stinnari húð með nýjustu tækni – bókaðu meðferð á Húðfegrun í Reykjavík.Samanburður fyrir og eftir Laserlyftingu sýnir markverðan árangur á hálsi og neðra andliti. Þéttari og stinnari húð með nýjustu tækni – bókaðu meðferð á Húðfegrun í Reykjavík.
Mynd sýnir karl eftir Laserlyftingu í andliti með áberandi þéttari húð og skýrari drætti. Fagleg meðferð á húðklíníku í Reykjavík með nýjustu laserbúnaði. Bókaðu tíma núna.
Niðurstöður eftir nokkrar Laserlyftingar hjá Húðfegrun sýna bætta spenntu, ljóma og endurnýjun húðar. Meðferð með nýjustu tækni frá Alma Lasers – bókaðu hjá reyndum hjúkrunarfræðingum.

Algengar spurningar

Hver er munurinn á Laserlyftingu á augnsvæði og Augnlyftingu?
Laserlyfting er lasermeðferð en Augnlyfting er radiofrequency plasma meðferð. Augnlyfting er okkar öflugasta meðferð til að vinna á signum augnlokum og hrukkum á augnsvæði en Laserlyfting er okkar besta meðferð til að vinna á baugum, vökvasöfnun, þrota og þreytu á augnsvæði. Báðar meðferðirnar eru þó að vinna á öllu ofangreindu, þ.e. Augnlyfting er líka að vinna á baugum, vökvasöfnun, þrota og þreytu og Laserlyfting er líka að vinna á signum augnlokum og hrukkum.
Hver er munurinn á Laserlyftingu og Húðþéttingu?
Laserlyfting er lasermeðferð og Húðþétting er radiofrequency meðferð. Báðar meðferðir eru að örva kollagen- og elastínframleiðslu húðar, styrkja hana, þétta og stinna. Við mælum frekar með Laserlyftingu sé um slappa húð vegna öldrunar að ræða og Húðþéttingu sé um slappa húð vegna þyngdartaps/þyngdarsveiflna að ræða. Báðar meðferðir eru þó að skila árangri í báðum tilfellum.
Sé ég árangur eftir stakt skipti í Laserlyftingu?
Það fer svolítið eftir ástandi húðar og aldri hversu miklum árangri stök meðferð skilar. Sé ætlunin að viðhalda kollagen og elastínframleiðslu húðarinnar og fyrirbyggja öldrun getur stök meðferð skilað góðum árangri en sé ætlunin að vinna til baka öldrun húðar mælum við alltaf með því að fjárfesta í að lágmarki 4 meðferðum.
Hversu lengi þarf ég að bíða áður en ég sé árangur af Laserlyftingu?
Því dýpra sem unnið er niður í undirlag húðarinnar, því lengur er árangur að koma fram. Þar sem Laserlyfting vinnur djúpt niður í undirlag húðarinnar er algengt að það taki 3-6 mánuði að sjá endanlegan árangur af hverri meðferð.
Hversu lengi endist árangur af Laserlyftingu?
Árangurinn sem næst með Laserlyftingu helst í um 4 ár, jafnvel lengi hjá þeim sem viðhalda sér vel. Eftir þann tíma fer öldrunarferlið hægt og rólega af stað aftur, húðin fer að missa teygjanleikasinn og draga fer úr kollagenframleiðslu.
Hentar Laserlyfting mér ef húðin mín er orðin mjög slöpp?
Það er staðreynd að því slappari sem húðin er, því fleiri skipti þarf til að ná góðum árangri. Því meira kollagen og elastín sem þegar er til staðar í húðinni, því meiri og hraðari er árangur hverrar meðferðar. Gera má ráð fyrir að fleiri skipti þurfi og að árangur birtist hægar því slappari sem húðin er.
Er Laserlyfting fyrir alla aldurshópa eða einungis eldra fólk?
Hlutverk Laserlyftingar er að örva framleiðslu á kollageni og elastíni, en almennt hægir á framleiðslu þessara uppbyggingarpróteina um 1,5% á ári eftir 25 ára aldur. Algengt er svo að fólk fari að taka eftir fyrstu öldrunarmerkjum á milli þrítugs og fertugs. Við mælum alltaf með því að koma fyrr en seinna í meðferð þar sem auðveldara er að fyrirbyggja öldrun húðar heldur en að vinna hana til baka.
Hvað þarf ég að koma oft í Laserlyftingu?
Það fer svolítið eftir aldri og ástandi húðar hversu oft þarf að koma í meðferðina. Sé tilgangur meðferðar að vinna til baka öldrun húðar er algengt að það þurfi a.m.k. 4-6 skipti. Ef húð er tiltölulega ung og tilgangurinn fyrst og fremst forvörn getur dugað að koma í staka meðferð á 6-12 mánaða fresti.
Hvernig verð ég eftir Laserlyftingu?
Laserlyfting býr yfir þeim frábæra eiginleika að vera sársaukalaus og hafa ekki í för með sér aukaverkanir. Smá hiti og roði geta verið til staðar í húð samdægurs en undantekninga laust er þó hægt að halda til vinnu strax að meðferð lokinni án þess að verulega sjáist á húðinni.
Hvað þarf ég að varast eftir Laserlyftingu?
Mælt er með að halda góðum raka í húðinni fyrstu dagana eftir meðferð.  Mikilvægt er að passa sig vel á sólinni í ca. viku eftir meðferð og nota sterka sólarvörn sé ætlunin að njóta útivistar. Gott er að sleppa sundi og líkamsrækt samdægurs.
Hvernig er best að viðhalda árangrinum af Laserlyftingu?
Til að viðhalda framleiðslu kollagens og elastíns mælum við með því að koma í staka viðhaldsmeðferð í Laserlyftingu á 6-12 mánaða fresti. Mikilvægt er að sjálfsögðu einnig að viðhalda heilbrigðum lífstíl með hreyfingu og hollu mataræði, halda raka að húðinni með góðu rakakremi og nota hreinar og góðar húðvörur.
Er í lagi að koma í Laserlyftingu ef ég er með fylliefni/bótox?
Við mælum með að leyfa 2-3 vikum að líða á milli Bótox meðferðar og Laserlyftingar, ekki skiptir máli hvora meðferðina er komið í á undan. Fylliefni eru mis hitaþolin en Neauvia Organic fylliefnið sem við hjá Húðfegrun notum er sérstaklega hannað til að þola lasermeðferðir. Við mælum þó með því að leyfa 2-3 vikum að líða á milli Gelísprautunar og Laserlyftingar. Ekki skiptir máli hvora meðferðina er komið í á undan.