Við hjá Húðfegrun bjóðum tvær af vinsælustu meðferðum okkar – Gelísprautun og Hydro Deluxe á 15% afslætti í apríl

Gelísprautun

Eins og fram kom í síðasta fréttabréfi, hefur Gelísprautun með Neauvia fjölsykrum áhrif á kollagenframleiðslu (Hvað er kollagen?) húðarinnar.

Gelísprautun er áhrifarík meðferð fyrir þá sem vilja losna við línur, jafna út hrukkur og endurmóta andlitsdrætti. Meðferðin hentar einnig fyrir þá sem vilja fá aukna fyllingu í varir, kinnar, kinnbein og/eða höku.

Hverjir koma í Gelísprautun?

Díana hjúkrunarfræðingur hjá Húðfegrun, segir bæði konur og karla koma í Gelísprautun. „Meðferðin er sniðin að þörfum hvers og eins. Árangur er sjáanlegur strax eftir meðferð en það getur tekið allt tveimur vikum að sléttast fyllilega úr línunni sem meðferðin var framkvæmd á.“

Pétur er 31 árs og kom nýlega í Gelísprautun í fyrsta skipti

„Ég var með frekar djúpar línur á enni og milli nefs og munns. Ég hafði velt fyrir mér að fara í botox en ákvað að leita ráða hjá þeim í Húðfegrun. Þær mæltu með Gelísprautun og útskýrðu fyrir mér að þetta er 100% náttúruleg meðferð sem heldur sér í allt að ár. Með Gelísprautun er ekki verið að deyfa neinar frumur eða svæði í líkamanum og það finnst mér mikill kostur.

Hjúkrunarfræðingurinn sýndi mér hvar hún myndi fylla og hversu mikið og útskýrði allt mjög vel. Þetta tók réttar 15 mínútur og það kom mér svakalega á óvart hversu auðvelt og í rauninni lítið inngrip þetta var. Ég sá árangur strax að lokinni meðferð og satt að segja þá trúði ég varla mínum eigin augum. Núna eru þrjár vikur síðan og ég er enn jafn ánægður.“

Elínborg er 55 ára og kemur reglulega í Gelíspratun

„Þar sem ég er komin á sextugsaldur var ég komin með leiðinlegar línur milli augabrúnanna og munnvikin farin að síga. Ég ákvað að prófa að fara í Gelísprautun hjá Húðfegrun og sé ekki eftir því. Ég sá strax mikinn mun og finnst ég hafa yngst um mörg ár. Mér finnst þær hjá Húðfegrun algjörir snillingar og ég kem aftur.“

Hydro Deluxe

Hydro Deluxe er á listanum yfir meðferðir sem bæta heilbrigði húðarinnar (Fimm leiðir að bættri heilsu húðarinnar). Meðferðin eykur ljóma húðarinnar, grynnkar línur, sléttir og eykur kollagenframleiðslu. Neauvia Organic, sem er samsett úr náttúrulegum fjölsykrum, amínósýrum og steinefnum, er sprautað grunnt víðsvegar um andlit, háls eða aðra líkamshluta og vinnur samsetning þess gegn öldrun húðarinnar, auk þess að næra hana og gefa henni ljóma og fyllingu.

Kristján er 29 ára og hefur komið í Hydro Deluxe meðferð

„Húðin mín var þunn og ég átti í sífelldri glímu við þurrk. Ég hafði einnig farið í mismunandi meðferðir til að vinna á örum eftir bólur. Ég ákvað að prófa Hydro Deluxe

meðferðina, þrátt fyrir að vera viðkvæmur fyrir sársauka. Meðferðin var ekki sársaukalaus en deyfikremið hjálpaði heilmikið. Hjúkrunarfræðingurinn hjálpaði mér að slaka á og meðferðin tók frekar fljótt af. Þetta var allt þess virði því eftir Hydro Deluxe meðferðina, finnst mér húðin hafa styrkst innan frá. Ég er ekki lengur grár og gugginn heldur upplifi að húðin sé þykkari, heilbrigðari og hafi öðlast ljóma. “

Hægt er að bóka tíma alla virka daga milli kl. 09.00 – 18.00
í síma 533-1320.

ut fringilla et, neque. mi, elit. libero dapibus id, Lorem Sed