Starfsfólk á Húðfegrun er stöðugt að fylgjast með öllum nýjungum sem koma á markaðinn og þeim meðferðum sem skila viðskiptavinum bestum árangri. Nýjasta viðbótin hjá okkur á Húðfegrun er gríðarleg bylting í líkamsmeðferðum. Meðferðirnar eru Húðþétting og Fitueyðing.

Fitueyðing er bylting í húðmeðferðum þar sem um er að ræða nýjustu tækni á sviði náttúrulegrar fitueyðingar án skurðaðagerða. Verið er að brjóta niður fitu og eyða henni.

Það sem gerir Fitueyðingu einstaka er ultrasound tæknin sem tryggir stórkostlegan langtíma árangur með náttúrulegri aðferð. Engin sársauki fylgir meðferðinni.

Árangur af Fitueyðingu er sambærilegur við árangur af fitusogi með skurðaðgerð en það sem Fitueyðing hefur fram yfir er að einstaklingur getur farið í vinnu strax eftir meðferð.

Fitueyðing er meðferð sem hentar öllum sem vilja losna við fitu sem erfitt er að losna við á ákveðnum svæðum líkamans.

Algengustu svæðin sem eru til vandræða þrátt fyrir heilbrigt mataræði og heilbrigðan lífstíl eru undirhaka, upphandleggir, læri og bak/hliðarfita á bæði konum og körlum.

Húðþétting er meðferð sem byggir upp og þéttir slappa húð.

Það sem gerir meðferðina Húðþéttingu einstaka er radio frequency (RF) tæknin sem tryggir örugga og árangursríka uppbyggingu húðarinnar djúpt í undirlagi húðarinnar með náttúrulegum hætti.

Hægt að framkvæma meðferðina hvar sem er á líkama og andliti.

Persónuleg og fagleg þjónusta

Hjá Húðfegrun er lagt mikið upp úr persónulegri og faglegri þjónustu. Boðið er upp á viðtalstíma þar sem viðskiptavinir geta fengið ráðleggingar hjá fagaðila.

Breytilegt er hvað hentar hverjum og einum, við leiðbeinum öllum og finnum réttu meðferðina í samráði við hvern og einn.

et, ut mattis consequat. Phasellus quis, felis libero