Litabreytingar,
Lasermeðferð

Lasermeðferð á litabreytingum í húð, sólarskemmdum, brúnum blettum,  öldrunarblettum, freknum og fæðingarblettum er framkvæmd með nýjustu lasertækni á markaðnum. 

Litabreytingar í húð

Framkvæmd með nýjustu lasertækni

N

Vinnur burt sólarskemdir

N

Vinnur burt brúna bletti

N

Vinnur burt öldrunarbletti

N

Vinnur burt fæðingarbletti

Litabreytingar í húð | Fyrir & eftir myndir

Hudfegrun Litabreytingar Lasermeðferð andlit 2 Hudfegrun Litabreytingar Lasermeðferð andlit Hudfegrun Litabreytingar Lasermeðferð Bringa 2 Hudfegrun Litabreytingar Lasermeðferð bringa

Lasermeðferð á litabreytingum í húð, sólarskemmdum, brúnum blettum,  öldrunarblettum, freknum og fæðingarblettum er framkvæmd með nýjustu lasertækni á markaðnum. Mælt er með því að láta greina fæðingarblett áður en meðferð er framkvæmd.
Meðferðin er framkvæmd með þeim hætti að ljósgeislanum er beint að svæðinu sem verið er að meðhöndla, þar sem hann nemur litamuninn og lýsir hann upp.

Fjöldi meðferða: Áætla má að framkvæma þurfi meðferð á litabreytingum í húð og sólarskemmdum í að lágmarki fjögur skipti til að ná góðum árangri. 

Gera má ráð fyrir að framkvæma þurfi meðferð á brúnum blettum, öldrunarblettum, freknum og fæðingarblettum í tvö til fjögur skipti, fer eftir stærð svæðis og meðferðarformi. Mánuður þarf að líða á milli meðferða.

Eftir að meðferð er framkvæmd geta myndast roði og bólga sem geta varað frá 1-2 dögum og allt upp í viku, fer eftir því svæði sem verið er að meðhöndla.
Í sumum tilvikum get myndast hrúður, blöðrur og sár á húð eftir meðferð, sem er eðlilegt, en mikilvægt er að láta hrúður gróa alveg til að ná hámarksárangri. Mælt er með því að bera græðandi krem á húð eftir meðferð og gæta fyllsta hreinlætis svo ekki sé hætta á sýkingu.

Eftir meðferð þarf að

  • Bera græðandi krem á svæðið tvisvar á dag í eina viku.
  • Forðast sól og ljósabekki í a.m.k. viku.
  • Sleppa sundi í einn til sjö daga, breytilegt eftir meðferðarformi.
  • Nota a.m.k. SPF 30 sólarvörn í allavega eina viku.

Tímapantanir í síma: 533-1320

Einnig hjá Húðfegrun

Húðslípun

Háreyðing

Laserlyfting

Húðþétting

mattis felis adipiscing risus in pulvinar venenatis neque.