Laser Peeling (RF iPixel)

Tryggir árangursríka uppbyggingu húðar djúpt niður í undirlag hennar ásamt öflugu peeling á ysta lagi húðar. Grynnkar vel á línum og djúpum hrukkum á í andliti.

 

Laser Peeling

Byltingarkennd meðferð til að gera ysta lag húðarinnar heilbrigðara og fallegra

N

Gerir ysta lag húðarinnar fallegra

N

Grynnkar hrukkur og línur

N

Eykur kollagenframleiðslu

N

Skilar góðum langtíma árangri

Laser Peeling er ein öflugasta meðferð á markaðnum til að fá fallegri áferð á ysta lag húðarinnar og til að draga úr djúpum og grunnum línum. Eins og nafnið gefur til kynna þá er meðferðin öflugt peeling á ysta lagi húðarinnar sem leiðir til þess að ysta lag húðarinnar endurnýjar sig. Meðferðin vinnur einnig djúpt niður í undirlag húðarinnar.

Það sem gerir Laser Peeling einstaka er tæknin sem tryggir örugga og árangursríka uppbyggingu húðar djúpt niður í undarlag hennar á sama tíma og ysta lag húðar er endurnýjað. Meðferðin er framkvæmd með þeim hætti að lasergeislanum er beint á það svæði sem verið er að meðhöndla. Geislinn berst undir ysta lag húðarinnar og byggir upp kollagen án þess að skaða húð eða nærliggjandi vefi. Í kjölfar grynnka línur og áferð ysta lags húðarinnar verður mýkra og fallegra.

Árangurinn af Laser Peeling kemur strax í ljós þrem til sjö dögum eftir meðferð eða um leið og húðin hefur jafnað sig að fullu eftir meðferð.

Meiri og meiri árangur kemur í ljós í allt að sex mánuði eftir meðferð. Árangur af meðferðinni má merkja í þrjú ár og lengur hjá þeim sem viðhalda sér vel.

Laser Peeling hentar mjög vel fyrir þá sem vilja endurnýja húðina og auka heilbrigði hennar. Meðferðin hentar einstaklega vel fyrir þá sem vilja skarta fallegri húð án þess að vera með farða á húðinni. Meðferðin hentar öllum húðgerðum og einstaklingum á öllum aldri.

Fjöldi meðferða: Mælt er með að taka fjögur skipti í Laser Peeling til að ná hámarksárangri. Framkvæma má meðferð með fjögurra vikna millibili.

Eftir að meðferð er framkvæmd myndast roði og bólga sem get varað 2-3 dögum og upp í viku (fer eftir styrkleika meðferðar og húðgerð). Í sumum tilfellum getmyndast sár og hrúður á húð. Fyrstu þrjá til sjö dagana eftir meðferð er nauðsynlegt að gefa húðinni góðan raka.

Eftir meðferð þarf að

  • Bera græðandi krem á svæðið tvisvar á dag í eina viku.
  • Forðast sól og ljósabekki í a.m.k. viku.
  • Sleppa sundi í einn til sjö daga.
  • Nota a.m.k. SPF 30 sólarvörn í allavega eina viku.

Einnig hjá Húðfegrun

Húðslípun

Mjög áhrifarík og örugg húðmeðferð sem framkvæmd er með Silk Peel húðslípunartæki og dregur úr línum og hrukkum.

Gelísprautun

Gelísprautun er náttúruleg andlitslyfting án skurðaðgerðar sem framkvæmd er með náttúrulegu fjölsykrunum Neauvia Organic.

Háreyðing

Við bjóðum upp á nýjustu tækni í laser háreyðingu! Háreyðing er lasermeðferð sem er framkvæmd í þeim tilgangi að fjarlægja hárvöxt á líkamanum.

Laserlyfting

Laserlyfting er andlitslyfting án skurðaðgerðar sem Þéttir slappa húð á andliti og háls.
Meðferðinni skilar góðum langtíma árangri.

Frá blogginu okkar

Best geymda húðfegrunar

Best geymda húðfegrunar-leyndarmálið fyrir viðburði sumarsins Í tvo áratugi höfum við hjá Húðfegrun tekið þátt í að undirbúa húð viðskiptavina okkar til að þeir geti skartað sínu fegursta á stóru dögunum í lífinu. Þrátt fyrir að stórviðburðum á borð við fermingar og...

Á að ferma í vor?

Fermingin er einn af merkustu viðburðum í lífi ungs fólks. Á þessum tímamótum leggja flestir ríka áherslu á að skarta sínu fegursta þar sem fermingarmyndirnar eiga jafnan langa lífdaga. Þó hártíska og tískustraumar breytist (kannski sem betur fer) er eitt sem fer...

Laserlyfting eða andlitslyfting með skurðaðgerð?

Fegrunaraðgerðir snúast ekki eingöngu um hégóma heldur geta þær aukið sjálfstraust og lífsgæði. Oft eru inngripin smávægileg í samanburði við þann mun sem einstaklingurinn sér og finnur í kjölfarið. Ein af vinsælustu meðferðunum hjá Húðfegrun er Laserlyfting. Vegna...

nunc ut consequat. venenatis libero. ante.