Laser Peeling (RF iPixel)

Árangursrík uppbyggingu húðar djúpt niður í undarlag hennar ásamt öflugu peeling á ysta lag húðar. Grynnkar vel á línum og djúpum hrukkum á andliti.

 

Laser Peeling

Byltingarkennd meðferð til að gera ysta lag húðarinnar heilbrigðara og fallegra

N

Gerir ysta lag húðarinnar fallegra

N

Grynnkar hrukkur og línur

N

Eykur kollagenframleiðslu

N

Skilar góðum langtíma árangri

Laser Peeling er ein öflugasta meðferð á markaðnum til að fá fallegri áferð á ysta lag húðarinnar og til að draga úr djúpum og grunnum línum. Eins og nafnið gefur til kynna þá er meðferðin öflugt peeling á ysta lagi húðarinnar sem leiðir til þess að ysta lag húðarinnar endurnýjar sig. Meðferðin vinnur einnig djúpt niður í undirlag húðarinnar.

Það sem gerir Laser Peeling einstaka er tæknin sem tryggir örugga og árangursríka uppbyggingu húðar djúpt niður í undarlag hennar á sama tíma og ysta lag húðar er endurnýjað. Meðferðin er framkvæmd með þeim hætti að lasergeislanum er beint á það svæði sem verið er að meðhöndla. Geislinn berst undir ysta lag húðarinnar og byggir upp kollagen án þess að skaða húð eða nærliggjandi vefi. Í kjölfar grynnka línur og áferð ysta lags húðarinnar verður mýkra og fallegra.

Árangurinn af Laser Peeling kemur strax í ljós þrem til sjö dögum eftir meðferð eða um leið og húðin hefur jafnað sig að fullu eftir meðferð. 

Meiri og meiri árangur kemur í ljós í allt að sex mánuði eftir meðferð. Árangur af meðferðinni má merkja í þrjú ár og lengur hjá þeim sem viðhalda sér vel.

Laser Peeling hentar mjög vel fyrir þá sem vilja endurnýja húðina og auka heilbrigði hennar. Meðferðin hentar einstaklega vel fyrir þá sem vilja skarta fallegri húð án þess að vera með farða á húðinni. Meðferðin hentar öllum húðgerðum og einstaklingum á öllum aldri.

Fjöldi meðferða: Mælt er með að taka fjögur skipti í Laser Peeling til að ná hámarksárangri. Framkvæma má meðferð með fjögurra vikna millibili.

Eftir að meðferð er framkvæmd myndast roði og bólga sem getur varað í tvo til þrjá daga og upp í viku (fer eftir styrkleika meðferðar og húðgerð). Í sumum tilfellum getur myndast sár og hrúður á húð. Fyrstu þrjá til sjö dagana eftir meðferð er nauðsynlegt að gefa húðinni góðan raka.

Eftir meðferð þarf að

  • Bera græðandi krem á svæðið tvisvar á dag í eina viku.
  • Forðast sól og ljósabekki í a.m.k. viku.
  • Sleppa sundi í einn til sjö daga.
  • Nota a.m.k. SPF 30 sólarvörn í allavega eina viku.

Fitueyðing og Húðþétting á tilboði í júlí

Nú í júlí bjóðum við Fitueyðingu og Húðþéttingu á 15% afslætti. Þessar meðferðir hafa notið aukinna vinsælda og sífellt fleiri nýta sér þær samhliða. Viltu minnka sentimetramálið í sumar? Margir hafa það að markmiði að minnka sentimetramálið á þessum tíma árs. Aðrir...

Hvað er kollagen?

Kollagen er orð sem flestir hafa heyrt. Þó eru sennilega færri sem vita hvað kollagen er og hvaða tilgangi það gegnir fyrir heilbrigði húðarinnar. Sérfræðingar Húðfegrunar fá oft spurningar þessu tengdar. Því höfum við tekið saman upplýsingar um kollagen sem við vonum...

Fimm leiðir að bættri heilsu húðarinnar

Marga dreymir um að vera með heilbrigða og fallega húð. Sérfræðingar Húðfegrunar eru oft spurðir að því hvað hægt sé að gera til að bæta heilsu húðarinnar. Þess vegna höfum við tekið saman upplýsingar sem við vonum að komi sér vel fyrir þá sem hafa það að markmiði að...

Einnig hjá Húðfegrun

Húðslípun

Gelísprautun

Háreyðing

Laserlyfting

Lorem commodo Phasellus nec dapibus diam id lectus libero. Donec mi,