Varanleg Laser Háreyðing

Við bjóðum upp á nýjustu tækni í laser háreyðingu.

Háreyðing er lasermeðferð sem er framkvæmd í þeim tilgangi að fjarlægja hárvöxt á líkamanum.

Bókaðu Háreyðingu
N

Er framkvæmd með nýjustu lasertækni

N

Er sársaukalaus meðferð

N

Fjarlægir óæskilegan hárvöxt

N

Er einföld og þægileg meðferð

Varanleg laser Háreyðing

Fjarlægir allar gerðir af hárum

Nýja háreyðingarlasertækið okkar er frá einum fremsta framleiðanda heims á sviði lasertækni, Alma Lasers. Tækið er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Það sem tækið hefur fram yfir aðra háreyðingarlasera er að það byggir á þríþættri diodri tækni þar sem þrjár áhrifaríkustu bylgjulengdir sem þróaðar hafa verið eru sameinaðar í eitt handstykki. Þessi hátækniháreyðing er að nema vaxtarfasa hársins á þremur mismunandi vaxtarstigum sem gerir það að verkum að einstaklingar þurfa færri meðferðir til að losna varanlega við hárvöxt.

Hvað hefur háreyðingarlaserinn hjá okkur fram yfir aðra?

 • Auðveldara að losna við ljósari og fíngerðari hár.
 • Hægt að losna við hár milli augabrúna og í kringum augabrúnir.
 • Hægt að losna við hár inni í eyrum og nefi.
 • Meðferðartími í varanlegri Háreyðingu styttri.
 • Meðferðarskiptum getur fækkað.

Hvað hefur háreyðingarlaserinn hjá okkur fram yfir aðra?

 

 • Auðveldara að losna við ljósari og fíngerðari hár.
 • Hægt að losna við hár milli augabrúna og í kringum augabrúnir.
 • Hægt að losna við hár inni í eyrum og nefi.
 • Meðferðartími í varanlegri Háreyðingu styttri.
 • Meðferðarskiptum getur fækkað.

Háreyðing er lasermeðferð sem er framkvæmd í þeim tilgangi að fjarlægja óæskilegan hárvöxt á líkamanum.
Meðferðin er framkvæmd með þeim hætti að lasertækið hitar hársekkinn upp og eyðir honum án þess að skemma nærliggjandi vefi.

Miklar framfarir hafa orðið í tækni til varanlegrar háreyðingar og er nýjasta lasermeðferðin hjá okkur með innbyggðu kælitæki þannig að viðkomandi finnur hvorki fyrir hita né sársauka.

Árangur af varanlegri háreyðingu og umhirða eftir meðferð
Mælt er með því að bera græðandi krem (t.d. Aloe vera) á svæðið tvisvar á dag í viku eftir meðferð ásamt því að forðast sól í viku. Eftir tvo til þrjá daga má raka/klippa svæðið. Mikilvægt er að vaxa/ plokka ekki svæðið á milli meðferða því það getur dregið úr árangri meðferðar.

Hluti háranna fer strax eftir fyrstu meðferð og kemur aldrei aftur. Hárin detta af á 7-12 dögum. Meðferðin hægir á hárvexti þeirra hára sem eftir verða.
Raka þarf svæði fyrir meðferð þar sem hárin þurfa að vera styttri en 0,2 mm.

Fjöldi meðferða
Lengd meðferðar ræðst af umfangi hárvaxtar, gróf- og þéttleika hársins og háralit. Algengt er að það þurfi að lágmarki sex til tíu meðferðir til að sjá góðan árangur, en það er háð lit háranna og svæðum líkamans. Að lágmarki þarf að líða mánuður á milli meðferða.

Eftir að háreyðing er framkvæmd getur verið til staðar hiti og roði í húð sama dag og meðferðin er framkvæmd.

Háreyðing | Árangur

Hendur

Húðfegrun Háreyðing hendur

Handarkrika

Húðfegrun Háreyðing armur hola

Andlit

Húðfegrun Háreyðing andlit 

Bikinilínan

Húðfegrun Háreyðing bikiní

Bringa

Húðfegrun Háreyðing bringa

Laserháreyðing er algjör snilld. Ég var smá smeyk við að prófa laserháreyðingu fyrst því ég hélt hún myndi vera svo sársaukamikil en í raun er þetta lítið mál.  Þú finnur aðeins fyrir hita á húðinni þegar  verið er að eyða hársekkjum. Hárin detta síðan af í sturtu c.a 2 vikum síðar og eftir nokkur skipti hætta hárin að koma aftur.
Það er ótrúlega góð tilhugsun að vita til þess að eftir svona meðferð sértu laus við hárin fyrir fullt og allt. Hugsa ég útí tímann sem ég mun spara við að þurfa ekki að sinna þessu næstu árin. Stelpurnar hjá húðfegrun eru faglegar og mjög þægilegt að koma til. 
Júlía Magnúsdóttir

Sparaðu 15%

Sparaðu 15% Þegar þú greiðir 4 meðferðir í Háreyðingu

Eftir meðferð þarf að

 • Bera græðandi krem á svæðið tvisvar á dag í eina viku.
 • Plokka, raka eða vaxa ekki svæðið í 2 til 3 daga.
 • Forðast sól og ljósabekki í a.m.k. viku.
 • Sleppa sundi í einn til tvo daga.
 • Nota a.m.k. SPF 30 sólarvörn í allavega eina viku.

Tímapantanir í síma: 533-1320

Eru hárin endanlega horfin eftir lotu af háreyðingarmeðferðum eða koma þau aftur á einhverjum tímapunkti?

Já, alla jafna eru þau algjörlega horfin. Viđ vörum mjög unga einstaklinga yfirleitt viđ því ađ líkaminn getur enn veriđ ađ mynda nýja hársekki á unglingsárunum og stundum framyfir tvítugt. Eftir þađ er líkaminn ađ langmestu leyti hættur ađ mynda nýja hársekki. Hann hefur þó getu til ađ mynda einn og einn nýjan hársekk yfir margra ára tímabil svo þađ getur poppađ upp eitt og eitt hár en hárvöxtur sem slíkur er varanlega horfinn.

Er meðferðin að skila árangri þegar kemur að því að fjarlægja varanlega ljós og fíngerð hár?

Enn sem komið er á lasertæknin auðveldara með að fjarlægja dökk og gróf hár heldur en þau ljósu og fíngerðu. Háreyðingarlaser Húðfegrunar byggir þó á nýrri og byltingarkenndri tækni sem gerir það að verkum að árangur í baráttunni við ljós og fíngerð hár er meiri en áður hefur þekkst.

Hvað hefur ykkur háreyðingarlaser fram yfir aðra?

Háreyðingarlaserinn sem við vinnum með er frá einum fremsta framleiðanda heims á sviði lasertækni, Alma Lasers. Lasertækið sem við notumst við er fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Það sem tækið hefur fram yfir aðra háreyðingarlasera er að það byggir á þríþættri diodri tækni þar sem þrjár áhrifaríkustu bylgjulengdir sem þróaðar hafa verið eru sameinaðar í eitt handstykki. Þessi hátækniháreyðing er að nema vaxtarfasa hársins á þremur mismunandi vaxtarstigum sem gerir það að verkum að einstaklingar þurfa færri meðferðir til að losna varanlega við hárvöxt.

Bókaðu Háreyðingu

Fáðu 15% afslátt

Þegar þú bókar 4 meðferðir í Háreyðingu*

Þú getur líka bókað í síma 533-1320

Ert þú með spurningar um Háreyðing eða bókanir?

Einnig hjá Húðfegrun

Húðfegrun búum yfir 19 ára reynslu í húðmeðferðum

Dermapen, Microneedling

Grynnkar á fínum línum og hrukkum, vinnur burtu ör, gefur húðinni fallegan blæ ásamt því að auka kollagenframleiðslu.

Gelísprautun

Gelísprautun er náttúruleg andlitslyfting án skurðaðgerðar sem framkvæmd er með náttúrulegu fjölsykrunum Neauvia Organic.

Augnlyfting

Augnlyfting er ný, byltingarkennd augnmeðferð á Íslandi og er Húðfegrun fyrsta og eina stofan á landinu sem býður …

risus et, vulputate, justo sit elit. tempus