Vörtur og húðsepar

Losna við Húðsepa eða Vörtu

Lasermeðferð

Lasermeðferð á vörtum og húðsepum er framkvæmd með nýjustu lasertækni sem býðst á markaðnum. Meðferðin er framkvæmd með þeim hætti að lasergeislanum er beint á vörtuna/kringum húðsepann og vartan/húðsepinn þar með brennd í burtu.

Fjöldi meðferða: Áætla má að framkvæma þurfi meðferð á vörtum í tvö til fjögur skipti, fer eftir stærð og staðsetningu viðkomandi vörtu á líkamanum. Gera má ráð fyrir að framkvæma þurfi meðferð á húðsepum í a.m.k. tvö skipti til að ná góðum árangri, fer eftir stærð. Mánuður þarf að líða á milli meðferða.

Lasermeðferð við vörtum og húðsepum

  • Framkvæmd með nýjustu lasertækni
  • Vinnur í burtu vörtur
  • Vinnur í burtu húðsepa
  • Einföld og áhrifarík meðferð
  • Meðferð sem skilar góðum árangri

Vörtur & Húðsepar niðurstöður

Fleiri Myndir

Eftir að meðferð er framkvæmd geta myndast roði og bólga sem geta varað í einn til þrjá daga og allt upp í viku, fer eftir því svæði sem verið er að meðhöndla.
Í sumum tilvikum geta myndast hrúður, blöðrur og sár á húð eftir meðferð sem er eðlilegt, en mikilvægt er að láta hrúður alveg gróa til að ná hámarksárangri meðferðar. Mælt er með því að bera græðandi krem á húð eftir meðferð og gæta fyllsta hreinlætis svo ekki sé hætta á sýkingu.

Eftir meðferð þarf að

  • Bera græðandi krem á svæðið tvisvar á dag í eina viku.
  • Forðast sól og ljósabekki í a.m.k. viku.
  • Sleppa sundi í einn til sjö daga, breytilegt eftir meðferðarformi.
  • Sleppa líkamsrækt samdægurs.
  • Nota a.m.k. SPF 30 sólarvörn í allavega eina viku.

Viltu frekari upplýsingar um lasermeðferð við Vörtum og Húðsepum?
Hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig!
533-1320

Social media & sharing icons powered by UltimatelySocial
Curabitur nec et, mi, risus. neque. venenatis porta. mattis dictum