Konukvöld hjá Húðfegrun föstudaginn 8. nóvember

Kynntu þér það besta í náttúrulegum húðmeðferðum

Eins og flestir lesendur vita er Húðfegrun hátæknifyrirtæki á heilbrigðissviði. Við bjóðum heildrænar húðmeðferðir
fyrir andlit og líkama, með það að markmiði að bæta heilsu húðarinnar á náttúrulegan hátt.
Bæði konur og karlar koma í meðferð hjá Húðfegrun.
Húðfegrun er vaxandi fyrirtæki og starfsmenn okkar eru nú 15 talsins. Meðferðaraðilar Húðfegrunar hafa lokið hjúkrunarfræði eða læknisfræðimenntun auk sérþjálfunar í notkun lasertækni og annars konar hátækni til að leysa ýmsan húðvanda. Húðfegrun býður bestu fáanleg tæki hverju sinni og starfsfólkið hlýtur stöðuga þjálfun og tileinkar sér nýjungar.

Spennandi viðburður á föstudaginn kemur og þér er boðið!

Föstudagskvöldið 8. nóvember verður haldið konukvöld hjá Húðfegrun í Vegmúla 2.
Tilefnið er sérstakur húðviðburður þar sem áhersla er á meðferðir og húðvörur sem bæta húðheilsu.

Viðburðurinn hefst kl. 18:00 og stendur fram til kl. 20:00.

Hvað gerist á húðviðburðinum?

Díana, yfirhjúkrunarfræðingur Húðfegrunar segir margt spennandi í boði á viðburðinum á föstudagskvöldið. „Við verðum með kynningu á Hollywood Glow meðferðinni okkar, sem hefur slegið í gegn síðan við byrjuðum að bjóða hana fyrr á árinu. Viðstaddir geta fylgst með hvernig þessi áhrifaríka meðferð er framkvæmd. Svo ætlum við að kynna Gelísprautun, sem er einnig ein vinsælasta og áhrifaríkasta meðferðin okkar, “ segir Díana.

Fyrir hverja er viðburðurinn?

Díana segir að það sé opið hús og allir velkomnir. „Það komust færri að en vildu á konukvöldinu okkar fyrr á þessu ári. Það er því full ástæða til að bjóða alla þá sem misstu af síðasta viðburði sérstaklega velkomna á þennan viðburð og ég hvet fólk til að mæta snemma til að missa ekki af neinu,“ segir Díana og eftirvæntingin leynir sér ekki í röddinni.

Eru einhver sérstök tilboð í tengslum við viðburðinn?

„Já, við verðum með frábær tilboð á öllum meðferðunum á meðan á viðburðinum stendur. En þau tilboð gilda eingöngu það kvöld. Við leggjum auk þess áherslu á að kynna okkar frábæru krem, sem virka auðvitað enn betur í kjölfar meðferðanna,“ segir Díana.

Sláðu tvær flugur í einu höggi…

Við hjá Húðfegrun bíðum í ofvæni eftir viðburðinum á föstudaginn kemur. Við tökum á móti þér með bros á vör og leggjum okkur fram við að mæta þörfum þínum. Við vekjum athygli á að hægt er að næla sér í gjafabréf á góðu verði og klára jólagjafirnar tímalega. Viðburðurinn hefst kl. 18:00 í Vegmúla 2.

Vinnur þú gjafabréf?

Í aðdraganda viðburðarins hefur Húðfegrun blásið til sóknar á samfélagsmiðlum okkar. Þeim sem líkar við síðurnar okkar á Facebook og Instragram, býðst að deila kynningu á viðburðinum með sínum vinum. Veglegt gjafabréf í boði!

velit, Aliquam luctus venenatis, felis Praesent mi, ut ante. fringilla