Húðvörur hjá Húðfegrun

 Við bjóðum upp á mikið úrval af húðvörum í hæsta gæðaflokki fyrir allar húðgerðir.
Láttu okkur aðstoða þig við að meta hvaða vörur henta þinni húð best.
Vertu velkomin!

3D HA Fractional System línan frá Neauvia

Vörurnar í 3D HA Fractional System húðvörulínu Neauvia eru ætlaðar til notkunar eftir húðmeðferðir, í þeim tilgangi að hafa bólgueyðandi og græðandi áhrif en einnig er hægt að nota vörurnar einar og sér í þeim tilgangi að sporna gegn öldrun húðarinnar. Þegar Neauvia húðvörurnar eru notaðar reglulega tryggja þær gott rakastig í húðinni sem leiðir til þess að húðin verður ljómandi og náttúrulega falleg.

 • Þær innihalda hvorki ofnæmisvaldandi efni né paraben.
 • Hægt er að bera vörurnar á skaddaða og/eða viðkvæma húð (t.d. á sár eða húð sem nýlega hefur gengist undir fegrunaraðgerðir).
 • Vörurnar innihalda vaxtarþætti (e. growth factors) sem örva náttúrulega endurnýjun húðfrumna og flýta viðgerðarferli húðarinnar.
Vörur frá Andrá

Virka efnið í vörunum frá Zymetech:
Um er að ræða próteinkljúfandi meltingarensím úr Norður-Atlantshafsþorskinum. Ensímin eru hvatar, upprunnir úr lifandi frumum, sem hvetja efnahvörf í öllum lifandi verum og hraða þannig meðal annars endurnýjunar- og viðgerðarferli líkamans.

 • Coddoc
 • Penzim
 • ZoPure

Óhrein húð og bólur

City Escape Mask

(Allar húðgerðir)

Óhrein húð og bólur

Hreinsandi kolamaski fyrir andlitið sem verndar húðina gegn mengun, fjarlægir óhreinindi sem föst eru í svitaholum og afeitrar (e. detoxicates) húðina. Maskinn kemur í 50 ml umbúðum og hentar öllum húðgerðum. Meðal virkra innihaldsefna í maskanum er Detox Charcoal 3%, en það binst eiturefnum og dregur þau út úr svitaholunum.

Acne stress control

(Blönduð og/eða feit húð)

Óhrein húð og bólur

Andlitsserum án allrar olíu sem nærir húðina og gefur henni raka án þess að hún verði olíukennd eða feit. Það hjálpar einnig til við að draga úr framleiðslu húðfitu (e. sebum). Serumið kemur í 50 ml umbúðum og hentar vel blandaðri og/eða feitri húð. Meðal virkra innihaldsefna í seruminu er Royal Jelly, en það er efni framleitt af býflugum fyrir býflugnadrottninguna og hefur græðandi og rakagefandi áhrif.

 

 • Gott að nota C- routine Cream.  

Jafnari Húðlitur, Brúnir blettir

C-Routine

(Allar húðgerðir)

Jafnari Húðlitur, Brúnir blettir

Rakagefandi og andoxandi krem sem ætlað er til daglegrar notkunar á andliti, hálsi og bringu. Kremið kemur í 50 ml umbúðum og hentar öllum húðgerðum. Meðal virkra innihaldsefna í kreminu er Vitamin C 4%, en C-vítamín örvar m.a. kollagenframleiðslu sem skilar sér í stinnari húð og grynnri hrukkum/fínum línum.

 

 • Gott að nota með Serum (t.d. Antiox serum, C-shot serum. Concentrated retinoid serum) eða Eye Fusion.
Ceramide Shield

(Viðkvæm og/eða sködduð húð)

Jafnari Húðlitur, Brúnir blettir

Græðandi krem til notkunar eftir húðmeðferðir. Það nærir húðina, dregur úr roða og flýtir bataferlinu. Kremið kemur í 50 ml umbúðum og er ætlað viðkvæmri og/eða skaddaðri (e. damaged) húð. Það er ætlað til notkunar á andlit, háls, bringu og hendur. Meðal virkra innihaldsefna í kreminu eru Ceramides, en það eru fitusameindir sem finna má í frumuhimnum í efsta lagi húðarinnar og gegna því hlutverki að halda húðfrumunum saman og mynda lag sem heldur raka í húðinni og verndar hana gegn bakteríum og mengun úr umhverfinu.

 

 • É Gott að nota með Serum (t.d. Antiox serum, C-shot serum. Concentrated retinoid serum) eða Eye Fusion.
Advanced Cream

(Þurr og/eða þroskuð húð)

Jafnari Húðlitur, Brúnir blettir

Krem fyrir andlit, háls og bringu sem hefur róandi, mýkjandi og endurnærandi áhrif á húðina, auk þess að hægja á og vernda gegn öldrunarferli hennar. Kremið kemur í 50 ml umbúðum og hentar vel þurri og/eða þroskaðri húð. Meðal virkra innihaldsefna í kreminu eru vaxtarþættir (e. growth factors), sem alla jafna eru framleiddir af húðfrumum í líkamanum til að viðhalda heilbrigðri húð.

 

 • Gott að nota með Serum (t.d. Antiox serum, C-shot serum. Concentrated retinoid serum) eða Eye Fusion.

Fínar Línur og slöpp húð

Eye Fusion

(Allar húðgerðir)

Fínar Línur og slöpp húð

Andoxandi augnkrem sem vinnur gegn öldrun húðarinnar og hefur róandi áhrif. Það hjálpar til við að minnka poka undir augum og bauga. Kremið kemur í 30 ml umbúðum og hentar öllum húðgerðum. Meðal virkra innihaldsefna í kreminu er Plankton Extract en það er efni unnið úr þörungum. Efnið er ríkt af vítamínum og steinefnum og hefur einnig rakabindandi eiginleika.

 

 • Gott að nota með Advanced Cream eða C-Routine Cream.
Concentrate Retinoids Serum

(Allar húðgerðir)

Fínar Línur og slöpp húð

Andlitsserum sem vinnur gegn öldrun með því að stuðla að aukinni framleiðslu á kollageni og elastíni. Það eykur því teygjanleika húðarinnar og gerir það að verkum að hún verður þéttari og stinnari. Serumið kemur í 30 ml umbúðum og hentar öllum húðgerðum.Meðal virkra innihaldsefna í seruminu er Retin Complex 1%, en það hjálpar húðinni við að endurnýja sig og þykkir undirlög hennar, þar sem hrukkur byrja venjulega að myndast.

 

 • Gott að nota með Advanced Cream eða C-Routine Cream.
Vitamin C Cream

(venjuleg/feit/blönduð húð)

Fínar Línur og slöpp húð

Krem ætlað til notkunar á andliti, hálsi og bringu sem smýgur auðveldlega inn í húðina. Það gefur húðinni fallegan ljóma og ver hana gegn sindurefnum (e. free radicals), en það eru efni í mannslíkamanum sem ráðast á prótein, DNA, RNA og fitusýrur og eru m.a. talin valda

öldrun. Vaxtarþættir í kreminu örva kollagenframleiðslu, sem dregur úr hrukkum og fínum línum, og koma af stað viðgerðarferli á sködduðum húðfrumum.

Kremið kemur í 50 ml umbúðum og hentar venjulegri, feitri og blandaðri húð. Best er að nota það kvölds og morgna eftir að búið er að hreinsa húðina. Meðal virkra innihaldsefna í kreminu er C vítamín en það hefur andoxandi áhrif á húðina og gerir hana bjartari.

Rebalancing Cream Light

(venjuleg/feit/blönduð húð)

Fínar Línur og slöpp húð

Krem ætlað til notkunar á andliti og hálsi sem kemur jafnvægi á húðina, auk þess að gefa henni raka, hafa róandi áhrif og hægja á öldrunarferli hennar.

Kremið kemur í 50 ml umbúðum og hentar vel venjulegri, feitri og blandaðri húð. Best er að nota það kvölds og morgna eftir að búið er að hreinsa húðina. Meðal virkra innihaldsefna í kreminu er physalis angulata extract, en það er þykkni framleitt úr brasilísku plöntunni physilis angulata sem að inniheldur mikið magn af A vítamíni (hefur rakagefandi, græðandi og róandi áhrif á húðina), C vítamíni (örvar kollagenframleiðslu, gerir húðina stinnari og dregur úr hrukkum og fínum línum) og beta-karótíni (hefur andoxandi eiginleika og verndar húðina gegn geislum sólarinnar).

Þurr húð

Rebalancing Cream Rich

(venjuleg/þurr húð)

Fínar Línur og slöpp húð

Krem ætlað til notkunar á andliti og hálsi sem hefur róandi áhrif á húðina, gefur henni raka og hjálpar henni að endurnýja sig, auk þess að gefa henni mýkri áferð, hægja á öldrunarferli hennar og koma jafnvægi á hana.

Kremið kemur í 50 ml umbúðum og hentar venjulegri og þurri húð. Best er að nota það kvölds og morgna eftir að búið er að hreinsa húðina. Meðal virkra innihaldsefna í kreminu er physalis angulata extract, en það er þykkni framleitt úr brasilísku plöntunni physilis angulata sem að inniheldur mikið magn af A vítamíni (hefur rakagefandi, græðandi og róandi áhrif á húðina), C vítamíni (örvar kollagenframleiðslu, gerir húðina stinnari og dregur úr hrukkum og fínum línum) og beta-karótíni (hefur andoxandi eiginleika og verndar húðina gegn geislum sólarinnar).

Þreytt húð sem þarfnast aukin ljóma

Antiox Serum
Þreytt húð sem þarfnast aukin ljóma

(Allar húðgerðir)Andlitsserum sem gefur húðinni aukinn ljóma og hefur andoxandi áhrif á hana. Serumið vinnur einnig að því að minnka sindurefni (e. free radicals), en það eru efni í mannslíkamanum sem ráðast á prótein, DNA, RNA og fitusýrur og eru m.a. talin valda öldrun. Serumið kemur í 30 ml umbúðum og hentar öllum húðgerðum. Meðal virkra innihaldsefna í seruminu er Antiox Complex 4%, en það er samsetning öflugra andoxunarefna sem vinna gegn öldrun húðarinnar.

 

 • Gott að nota með Advanced Cream eða C-Routine Cream.
C-Shot Serum
Þreytt húð sem þarfnast aukin ljóma

(Allar húðgerðir)

Andlitsserum sem gefur húðinni aukinn ljóma og hefur andoxandi áhrif á hana. Serumið vinnur einnig gegn sólarskemmdum, þ.e. hjálpar til við að minnka dökka bletti á húðinni. Serumið kemur í 20 ml umbúðum og hentar öllum húðgerðum. Meðal virkra innihaldsefna í seruminu er Vitamin C 30%, en C-vítamín örvar m.a. kollagenframleiðslu sem skilar sér í stinnari húð og grynnri hrukkum/fínum línum.

 

 •  Gott að nota með Advanced Cream eða C-Routine Cream. 
Contour Eye Serum

(allar húðgerðir)

Þreytt húð sem þarfnast aukin ljóma

Augnserum sem gerir augnsvæðið bjartara, mildar bauga og hrukkur í kringum augun og minnkar þrota á augnsvæðinu. Serumið kemur í 15 ml umbúðum og hentar öllum húðgerðum. Það má nota daglega, á morgnana og/eða kvöldin. Best er að nudda því inn í húðina með hringlaga fingrahreyfingu. Meðal virkra innihaldsefna í seruminu eru peptíð (e. hexapeptide & octapeptide) sem lyfta húðinni á augnsvæðinu.

Vitamin C Cream

(venjuleg/feit/blönduð húð)

Þreytt húð sem þarfnast aukin ljóma

Krem ætlað til notkunar á andliti, hálsi og bringu sem smýgur auðveldlega inn í húðina. Það gefur húðinni fallegan ljóma og ver hana gegn sindurefnum (e. free radicals), en það eru efni í mannslíkamanum sem ráðast á prótein, DNA, RNA og fitusýrur og eru m.a. talin valda öldrun. Vaxtarþættir í kreminu örva kollagenframleiðslu, sem dregur úr hrukkum og fínum línum, og koma af stað viðgerðarferli á sködduðum húðfrumum.

Kremið kemur í 50 ml umbúðum og hentar venjulegri, feitri og blandaðri húð. Best er að nota það kvölds og morgna eftir að búið er að hreinsa húðina. Meðal virkra innihaldsefna í kreminu er C vítamín en það hefur andoxandi áhrif á húðina og gerir hana bjartari.

Karlmenn

Vitamin C Cream Man

(venjuleg/feit/blönduð húð)

Þreytt húð sem þarfnast aukin ljóma

Krem ætlað til notkunar á andliti, hálsi og bringu sem smýgur auðveldlega inn í húðina. Það gefur húðinni fallegan ljóma og ver hana gegn sindurefnum (e. free radicals), en það eru efni í mannslíkamanum sem ráðast á prótein, DNA, RNA og fitusýrur og eru m.a. talin valda öldrun. Vaxtarþættir í kreminu örva kollagenframleiðslu, sem dregur úr hrukkum og fínum línum, og koma af stað viðgerðarferli á sködduðum húðfrumum.

Kremið kemur í 50 ml umbúðum og hentar venjulegri, feitri og blandaðri húð. Best er að nota það kvölds og morgna eftir að búið er að hreinsa húðina. Meðal virkra innihaldsefna í kreminu er C vítamín en það hefur andoxandi áhrif á húðina og gerir hana bjartari.

Contour Eye Serum Man

(allar húðgerðir)

Þreytt húð sem þarfnast aukin ljóma

Augnserum sem gerir augnsvæðið bjartara, mildar bauga og hrukkur í kringum augun og minnkar þrota á augnsvæðinu. Serumið kemur í 15 ml umbúðum og hentar öllum húðgerðum. Það má nota daglega, á morgnana og/eða kvöldin. Best er að nudda því inn í húðina með hringlaga fingrahreyfingu. Meðal virkra innihaldsefna í seruminu eru peptíð (e. hexapeptide & octapeptide) sem lyfta húðinni á augnsvæðinu.

Neauvia – Rebalancing Cream Man

(venjuleg/feit/blönduð húð)

Þreytt húð sem þarfnast aukin ljóma

Krem ætlað til notkunar á andliti og hálsi sem kemur jafnvægi á húðina, auk þess að gefa henni raka, hafa róandi áhrif og hægja á öldrunarferli hennar. 

Kremið kemur í 50 ml umbúðum og hentar vel venjulegri, feitri og blandaðri húð. Best er að nota það kvölds og morgna eftir að búið er að hreinsa húðina. Meðal virkra innihaldsefna í kreminu er physalis angulata extract, en það er þykkni framleitt úr brasilísku plöntunni physilis angulata sem að inniheldur mikið magn af A vítamíni (hefur rakagefandi, græðandi og róandi áhrif á húðina), C vítamíni (örvar kollagenframleiðslu, gerir húðina stinnari og dregur úr hrukkum og fínum línum) og beta-karótíni (hefur andoxandi eiginleika og verndar húðina gegn geislum sólarinnar).

Hreinsun

Wake Up Skin Toner

(Allar húðgerðir)

Hreinsun

Frískandi tónik, ætlað til notkunar á andliti, sem hefur andoxandi áhrif á húðina. Það kemur í 250 ml umbúðum og hentar öllum húðgerðum. Meðal virkra efna í tónikinu er Glutathione, en það er öflugt andoxunarefni sem er að finna í frumum líkamans og brýtur m.a. niður sindurefni (e. free radicals).

è Gott að nota með New Born Skin make up remover.

New Born Skin Make up remover

(Allar húðgerðir)

Hreinsun

Hreinsimjólk sem fjarlægir farða en stinnir og þéttir einnig húðina og örvar framleiðslu kollagens. Hreinsimjólkin kemur í 250 ml umbúðum og hentar öllum húðgerðum. Meðal virkra innihaldsefna í hreinsimjólkinni er Bio Retinol. Það er efni framleitt úr plöntum sem hefur sömu áhrif og Retinol (þ.e. örvar kollagenframleiðslu og framleiðslu nýrra húðfrumna) en er án allra aukaverkana (þ.e. pirrings í húð, roða, kláða, flögnun húðar, o.fl.).

è Gott að nota með Wake up skin Toner.

Líkami

Silk Body Serum
Líkami

Serum fyrir líkamann sem inniheldur silkiprótein sem gefa húðinni mjúka áferð. Hægir á vökvatapi og gefur ljóma. Inniheldur frumuvakana EGF og KGF sem örva endurnýjun húðfrumna og hægja á öldrun húðarinnar.

Silk Body Brilliant Serum
Líkami

Hefur sömu eiginleika og Silk Body Serum (sjá að ofan). Eini munurinn er sá að Brilliant Serum-ið inniheldur gulleindir sem láta húðina líta út fyrir að vera heilbrigða og stinna).

Rejuvenation Rose Gel
Líkami

Krem ætlað til daglegrar notkunar á kynfærasvæðinu. Mýkir húðina og veitir henni raka – Heldur húðinni á kynfærasvæðinu vel nærðri og heilbrigðri. Hjálpar til við að viðhalda réttu sýrustigi (pH) á kynfærasvæðinu og styður slímhúðina í að vernda kynfærasvæðið gegn bakteríum, sýkingum o.þ.h.

tristique consequat. diam Donec consectetur Curabitur id Praesent facilisis mattis accumsan venenatis,