Húðgreining

- Nýjung hjá Húðfegrun!

Húðgreining er meðferð sem gefur þér góða sýn á raunverulegt ástand húðar.


 

Bókaðu tíma

Myndræn sýn á það hvernig húðin mun eldast

Húðgreining

Greinir raunverulegt ástand húðar á nokkrum mínútum

Húðgreining er framúrskarandi nýjung í meðferðum hjá okkur. Húðskanninn sem við notum býður upp á nýjustu tækni frá einum fremsta framleiðanda heims á sviði húðgreiningar. Húðskanninn aðstoðar sérfræðinga að greina ástand húðarinnar og veita þar með betri ráðleggingar um meðferðarmöguleika og húðvörunotkun, bæði í því skyni að fyrirbyggja og vinna til baka húðskemmdir og önnur húðvandamál. Einnig má nota húðskannann til að sjá þann árangur sem náðst hefur á milli húðmeðferða.

Ultra zoom

visualization of sub-surface melanin

Simulate ageing skin

Hreyfimynd af öldrunarferli húðar næstu árin

Meðal þess sem húðskanninn greinir eru eftirfarandi þættir

– Húðgerð.

– Ástand húðar með tilliti til aldurs og húðgerðar.

– Yfirvofandi öldrunarferli húðar.

– Blettir og litabreytingar á yfirborði og í undirlögum húðar.

– Hrukkur og fínar línur.

– Áferð húðar.

– Svitaholur.

– Sólarskemmdir í undirlögum húðar.

– Roði sem m.a. má rekja til undirliggjandi þátta, t.d.

– bólgu eða háræðaslita.

– Bakteríur í svitaholum húðar sem valdið geta húðsýkingum.

 

Alhliða húðgreining af ástandi þinnar húðar


Á meðan á húðgreiningu stendur sér viðskiptavinur með hreyfimynd og myndrænum hætti húðskemmdir og vandamál í undirlögum húðarinnar. Að greiningu lokinni fær viðskiptavinur útprentaða skýrslu með myndum og skýringum.

Ráðlegging hvað hentar fyrir þína húð

Bókaðu tíma í Húðgreiningu

Þú getur líka bókað í síma
533-1320

vulputate, Aenean neque. ut Sed venenatis ante. ut