Húðgreining

- Nýjung hjá Húðfegrun!

Húðgreining er meðferð sem gefur þér góða sýn á raunverulegt ástand húðar.


 

Bókaðu tíma

Myndræn sýn á það hvernig húðin mun eldast

Húðgreining

Greinir raunverulegt ástand húðar á nokkrum mínútum

Húðgreining er framúrskarandi nýjung í meðferðum hjá okkur. Húðskanninn sem við notum býður upp á nýjustu tækni frá einum fremsta framleiðanda heims á sviði húðgreiningar. Húðskanninn aðstoðar sérfræðinga að greina ástand húðarinnar og veita þar með betri ráðleggingar um meðferðarmöguleika og húðvörunotkun, bæði í því skyni að fyrirbyggja og vinna til baka húðskemmdir og önnur húðvandamál. Einnig má nota húðskannann til að sjá þann árangur sem náðst hefur á milli húðmeðferða.

Ultra zoom

visualization of sub-surface melanin

Simulate ageing skin

Hreyfimynd af öldrunarferli húðar næstu árin

Meðal þess sem húðskanninn greinir eru eftirfarandi þættir

– Húðgerð.

– Ástand húðar með tilliti til aldurs og húðgerðar.

– Yfirvofandi öldrunarferli húðar.

– Blettir og litabreytingar á yfirborði og í undirlögum húðar.

– Hrukkur og fínar línur.

– Áferð húðar.

– Svitaholur.

– Sólarskemmdir í undirlögum húðar.

– Roði sem m.a. má rekja til undirliggjandi þátta, t.d.

– bólgu eða háræðaslita.

– Bakteríur í svitaholum húðar sem valdið geta húðsýkingum.

 

Alhliða húðgreining af ástandi þinnar húðar


Á meðan á húðgreiningu stendur sér viðskiptavinur með hreyfimynd og myndrænum hætti húðskemmdir og vandamál í undirlögum húðarinnar. Að greiningu lokinni fær viðskiptavinur útprentaða skýrslu með myndum og skýringum.

Ráðlegging hvað hentar fyrir þína húð

Mér fannst mjög merkilegt og áhugavert að prófa húðskannann, ég komst að mörgu um eigið húð sem ég hafði ekki hugmynd um. Eins og að ég væri með mikinn roða og háræðaslit undirliggjandi sem betur fer er hægt að vinna á með laser. Mér fannst líka gaman að sjá framtíðarmyndina af mér og vona innilega að húðin mín eldist jafnvel og hún sýndi. Myndi mæla með við alla að prófa skannann og láta koma sér à óvart.

Kristín

Ég prufaði húðskannan hjá Húðfegrun og sé sannarlega ekki eftir því, skemmtileg leið til þess að sjá hvernig við eldumst og ég fékk líka að sjá hvað má fara betur í húðumhirðu hjá mér og hvernig er hægt að laga það. Mæli hiklaust með þessu fyrir alla, þetta var bæði fróðlegt og skemmtilegt! 

Kári

Bókaðu tíma í Húðgreiningu

Þú getur líka bókað í síma
533-1320

ut mi, fringilla consectetur sed risus Phasellus luctus non Lorem amet, commodo