Hvað er gelísprautun og af hverju notum við efni frá Neauvia Organic?

 

 

Gelísprautun er andlitslyfting án skurðaðgerðar sem framkvæmd er með náttúrulegum fjölsykrum.  Náttúrulegu fjölsykrurnar eru hreint kristalsgel sem inniheldur fjölsykrusýrur sem er að finna í öllum vefjum líkamans. Eftir að náttúrulegu fjölsykrunum hefur verið sprautað í húðina binda þær vatnið í húðinni og mynda fyllingu. Gelísprautun er framkvæmd til að jafna út hrukkur og fínar línur, veita vörum fyllingu og móta andlitsdrætti, t.d. kinnar, kinnbein og höku.

Ávinningur af Gelísprautun:

– Eykur ljóma húðarinnar

– Grynnkar línur og hrukkur

– Eykur kollagenframleiðslu

– Gefur fyllingu

– Sléttir húðina

– Mótar andlitsdrætti

Húðfegrun hefur nú boðið upp á Gelísprautun í 18 ár og hafa vinsældir meðferðarinnar aukist með hverju árinu. Síðastliðin 3 ár hefur starfsfólk Húðfegrunar notað náttúrulegar fjölsykrur frá Neauvia Organic sem eru framleiddar af svissneska fyrirtækinu Matex Lab og notaðar af fagaðilum í 73 löndum.

Innihaldsefni náttúrulegu fjölsykranna frá Neauvia Organic eru þau hreinustu og öruggustu á markaðnum. Þær eru lausar við aðskotaefni sem geta orðið þess valdandi að líkami einstaklings sýni ofnæmisviðbrögð eða hafni þeim, enda hefur slíkt tilfelli ekki komið upp frá því sala á Neauvia Organic hófst. Fjölsykrurnar brotna auðveldlega niður í líkamanum og ólíkt öðrum fjölsykrum á markaðnum skilja þær ekki eftir óæskileg efni í líkamanum.


Ný tækni sem notuð er við framleiðslu Neauvia Organic fjölsykranna gerir það að verkum að þær búa yfir fullkominni seigju. Auðveldara er því að móta þær, sem skilar sér í náttúrulegra útliti eftir innsprautun. Jafnframt gerir þessi tækni það að verkum að þær þola betur hita og 
stress en önnur sambærileg efni, en þessir þættir hafa alla jafna mikil áhrif á það hversu hratt náttúrulegar fjölsykrur brotna niður í líkamanum. Langtímadvöl í heitu loftslagi og húðmeðferðir með laser í kringum innsprautunarsvæði hafa ekki áhrif á endingartíma Neauvia Organic fjölsykranna.
Viðtökur viðskiptavina okkar við Neauvia Organic fjölsykrunum hafa verið mjög góðar. Þeir hafa lýst yfir mikilli ánægju með efnið og haft á orði að útkoman sé mjög náttúruleg, þeir finni lítið sem ekki neitt fyrir fyllingunni sjálfri í húðinni, auk þess sem þeim finnist efnið endast lengur en sambærileg efni.

Vilt þú vita meira um Gelísprautun? Nánari upplýsingar á heimasíðunni okkar: www.hudfegrun.is/gelisprautun

Hægt er að bóka tíma alla virka daga milli kl. 09.00 – 18.00
í Síma 533-1320.

in porta. dolor. sem, ut elit. id Lorem