Laserlyfting

Öflugasta leiðin til að vinna gegn öldrun húðarinnar

Laserlyfting er náttúruleg andlitslyfting án skurðaðgerðar og er árangurinn af laserlyftingu sambærilegur árangri af andlitslyftingu með skurðaðgerð. Það sem laserlyftingin hefur hins vegar fram yfir andlitslyftingu er fyrst og fremst þrennt:

· Fljótleg – Laserlyfting tekur einungis 20-40 mínútur í framkvæmd (fer eftir stærð meðferðarsvæðis).

· Sársaukalaus – Laserlyfting er algjörlega sársaukalaus og lýsa flestir viðskiptavinir henni sem notalegri reynslu.

· Engir sjáanlegir áverkar – Hægt er að fara í vinnu strax að meðferð lokinni án þess að nokkrir áverkar séu sjáanlegir á yfirborði húðarinnar.

Laserlyfting hentar öllum aldurshópum.
Fyrir yngri húð virkar hún vel sem fyrirbyggjandi meðferð sem hægir á og spornar gegn öldrun húðarinnar, auk þess að draga úr sjáanleika svitahola og fínna lína.
Fyrir eldri húð vinnur hún á hrukkum og slappri húð, auk þess sem hún hefur reynst vel á poka undir augum.
Algengustu meðferðarsvæðin eru andlit, háls, svæði undir höku, bringa og handabök.

Við framkvæmd meðferðarinnar er notuð ný og byltingarkennd lasertækni.

Lasergeislanum er beint undir ysta lag húðarinnar þar sem hann örvar vöxt nýs kollagens. Skýringin á því að hægt sé að framkvæma svo öfluga meðferð án nokkurra sjáanlegra áverka er sú að öll uppbyggingarvinna húðarinnar fer fram í undirlaginu án neinna sjáanlegra áhrifa á ysta lagið.

Fjöldi meðferða: Til að ná sem bestum árangri má áætla að framkvæma þurfi meðferð að lágmarki í fjögur skipti. Sjáanlegur árangur næst þó eftir hverja meðferð. Endurnýjun og örvun kollagens í húðinni hefst strax eftir meðferð, en þess ber þó að geta að það tekur líkamann að meðaltali 90-180 daga að mynda nýtt kollagen. Sjáanlegur árangur er því að nást í allt að hálft ár eftir hverja meðferð.

Áhrif laserlyftingar haldast í u.þ.b. fjögur ár, jafnvel lengur hjá þeim sem hugsa vel um svefn, matarræði og hreyfingu. Eftir þann tíma fer öldrunarferli húðarinnar hægt og rólega af stað aftur. Draga fer úr kollagen framleiðslu og í kjölfarið dregur úr teygjanleika húðarinnar á ný.

Vilt þú vita meira um Laserlyftingu
Nánari upplýsingar á heimasíðunni okkar:

www.hudfegrun.is/laserlyfting

elit. leo. amet, porta. adipiscing libero id odio dapibus commodo libero. vel,