Hvernig er gott að hugsa um húðina eftir veturinn?

Húðfegrun deilir með ykkur 7 góðum ráðum til að halda húðinni heilbrigðri

1. Finna rétta rakakremið
Það er mikilvægt að finna rétta rakakremið. Það getur verið að þú hafir fundið fullkomið rakakrem fyrir sumarmánuðina en yfir veturinn og þegar veðurfar er breytilegt, líkt og á vorin, er algengt að skipta þurfi um rakakrem. Við mælum með að finna rakakrem með olíugrunni frekar en með vatnsgrunni. Olían hjálpar til við að mynda verndandi lag yfir húðinni sem gerir það að verkum að hún heldur rakanum betur. Ef húðin er orðin mjög þurr eftir veturinn þá er Hydro Deluxe meðferð mjög góð leið til að endurheimta raka húðarinnar, auk þess sem hún nærir hana og gefur ljóma og fyllingu.

2. Krem með olíugrunni
Fara þarf varlega þegar kemur að því að velja krem með olíugrunni því ekki eru allar olíur ásættanlegar fyrir húðina. Gott er að leita eftir kremum sem innihalda olíur sem stífla ekki svitaholur húðarinnar, eða þau krem sem eru merkt ,,nonclogging“. Olíur sem við mælum með eru avókadó olía, primrose olía og möndluolía.

3. Sólarvörn
Sólarvörn á ekki bara að nota yfir sumartímann! Gott er að nota einnig krem með sólarvörn á haustin, yfir vetrartímann og á vorin. Þó að sólin sé ekki sterk yfir vetrarmánuðina hérlendis getur hún samt sem áður skaðað húðina. Við mælum með ,,broad spectrum“ sólarvörn sem verndar húðina gegn öllum mögulegum geislum sólarinnar. Nú til dags er til mikið úrval af dagkremum sem innhalda sólarvörn og eru þau góð fjárfesting fyrir heilbrigði húðarinnar.

4. Drekka nóg af vatni
Þú hefur líklega heyrt þennan frasa milljón sinnum áður en vatnsdrykkja hjálpar til við að halda húðinni ungri og ferskri. Rannsóknir hafa þó sýnt að vatnsdrykkja kemur ekki í staðinn fyrir rakakrem og er mikilvægt að drekka bæði nóg vatn og nota gott rakakrem til að halda húðinni ungri og fallegri.

5. Forðast sterka maska og tónera
Ef að húðin er nú þegar orðin of þurr skaltu forðast að nota sterka maska og tónera sem innihalda alkóhól. Fyrrnefndar húðvörur/meðferðir draga mikilvægar olíur úr húðinni og skilja hana eftir í enn verra ásigkomulagi en áður. Gott er að nota rakagefandi (e. deep hydrating) maska frekar en leðju- eða leirmaska. Það allra besta sem þú gerir fyrir þurra húð er að nota avókadó maska. Við mælum einnig með að finna hreinsimjólk, milda froðuhreinsa og tóner með engu alkóhóli.

Húðfegrun
Heildrænar húðmeðferðir án skurðaðgerðar

6. Neyta Koffíns og áfengra drykkja í hófi
Drykkir af báðu tagi eru vökvalosandi og draga þar af leiðandi úr rakamyndun í húðinni. Við mælum með að halda koffín- og áfengisdrykkju í hófi ;

7. Góðar olíur
Gott er að taka inn góðar olíur til að næra húðina innan frá. Það dugar oft ekki að að bera bara á sig góð krem því þau næra bara ysta lag húðarinnar. Með því að taka inn góðar olíur nærðu að næra húðina innanfrá. Góðar olíur til inntöku eru t.d. hörfræolía, avókadó olía, olíur sem innihalda omega fitusýrur og selolía.

 

Vilt þú vita meira um húðmeðferðir hjá Húðfegrun? 

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni okkar: www.hudfegrun.is

amet, adipiscing mattis elit. ut eleifend