Fjórir kostir varanlegrar háreyðingar með lasertækni

Flestir sem komnir eru á fullorðinshár stunda einhvers konar tamningu hárvaxtar í andliti og/eða á líkama. Karlmenn raka sig gjarnan daglega í andliti, nú eða snyrta skegg sitt. Margir karlmenn koma einnig böndum á hárvöxt annars staðar á líkamanum. Margar konur vilja vera hárlausar á fótleggjunum, í handarkrika og á svokölluðu bikinísvæði. Auk þess glíma margar konur við hárvöxt í andliti sem þær vilja gjarnan vera án.

Hvað er varanleg Háreyðing?

Háreyðing er lasermeðferð sem er framkvæmd í þeim tilgangi að stöðva hárvöxt í andliti og á líkamanum með varanlegum hætti. Meðferðin er framkvæmd með sérstakri lasertækni sem hitar upp hársekkinn og eyðir honum án þess þó að skemma nærliggjandi vefi.

Miklar framfarir hafa orðið í tækni til varanlegrar háreyðingar og lasertækin hjá Húðfegrun eru með innbyggðu kælitæki, sem gerir það að verkum að þú finnur hvorki fyrir hita né sársauka á meðan á meðferð stendur.

Hverjir koma í varanlega Háreyðingu?

Bryndís Alma, framkvæmdastjóri Húðfegrunar segir bæði konur og karla nýta sér varanlega Háreyðingu. „Hingað kemur fólk á öllum aldri í þeim tilgangi að losna við hárvöxt á varanlegan hátt. Karlar vilja gjarnan losna við hárvöxt á bringu og baki. Einnig hefur færst í vöxt að karlar komi til að láta laga skegglínuna en þá er hárvexti í andliti annars staðar en á skeggsvæðinu eytt varanlega. Þetta geta verið hár sem vaxa til dæmis á kinnbeinum eða við eyrun.

Konur koma til að losna við hárvöxt í andliti, á fótleggjum, í handarkrika og á bikinísvæði.

Við vekjum sérstaka athygli á nýja lasertækinu okkar sem mætir þörfum þeirra sem eru með ljós hár og hafa ekki getað nýtt sér varanlega Háreyðingu nema að takmörkuðu leyti fram að þessu“, segir Bryndís Alma.

Guðrún er 48 ára og hefur lokið meðferð í varanlegri Háreyðingu á efri vör

„Ég hef alltaf verið í vandræðum með hárvöxt á efri vör. Hárin voru mjög dökk og sáust mjög mikið. Ég leysti það með því að vaxa efri vör með tilheyrandi sársauka og útbrotum.
Svo ákvað ég að fara í varanlega Háreyðingu hjá Húðfegrun og hef fengið meðferð í báðum háreyðingartækjunum. Munurinn á milli tækjanna var sá að í nýja tækinu er meðferðatíminn styttri. Það var ekki mikill hiti frá lasernum og kælingin mjög góð. Meðferðin var algjörlega sársaukalaus. Ég er nú laus við hárvöxt á efri vör og þetta er allt annað líf.“

 

Fjórir kostir varanlegrar Háreyðingar:

1. Varanleg Háreyðing af umhverfissjónarmiðum

Rakvélar eru oftast gerðar úr plasti og margir nota svokallaðar einnota rakvélar. Fjöldi slíkra rakvéla getur því auðveldlega hlaupið á tugum á ársgrundvelli (48 stykki miðað við fjórar nýjar rakvélar í mánuði) auk plastpakkninganna utan um rakvélarnar. Því má reikna með að ef rakstur hefst á unglingsaldri, segjum við 15 ára aldurinn, hafi hvert okkar notað 2880 einnota rakvélar á 75 aldursárinu. Umhverfisáhrifin eru því ótvíræð.

Þeir sem nota vax eða háreyðingarkrem til að losa sig við hárin, þurfa að hafa plastpakkningar í túpuformi og pappakassa á samviskunni, ásamt því sem raftækin sem eru notuð til að hita vaxið, þarf að endurnýja með reglulegu millibili. Í þessu samhengi verður einnig að telja til vatsnotkun sem hlýst af háreyðingu, hvort sem hún fer fram í sturtunni eða við baðvaskinn. Auk þess má ætla að einhver mengun verði af notkun ýmissa þeirra eiturefna sem finna má í kremum eins og þeim sem notuð eru til háreyðingar.

Þó lasertækin sem notuð eru til varanlegrar háreyðingar, séu svo sannarlega knúin rafmagni, má færa sterk rök fyrir því að hver einstaklingur sem velur varanlega Háreyðingu umfram skammtíma háreyðingu eins og þá sem lýst er að ofan, hafi sitt að segja í stóra samhenginu.

2. Varanleg Háreyðing sem langtímafjárfesting

Rakvélakaup, raksápa og þartilgerð krem sem er ætlað að lina þrautir nýrakaðs hörunds eða koma í veg fyrir inngróin hár, geta kostað sitt. Að ekki sé talað um vaxmeðferðir eða meðferðir með háreyðingarkremi ýmiss konar.

Varanleg Háreyðing er því langtímafjárfesting sem skilar sér í peningabudduna.

3. Varanleg Háreyðing sparar tíma

Af ofangreindu má auðveldlega hugsa sér að varanleg Háreyðing geti sparað heilmikinn tíma. Hvort sem fólk notar rafmagnsrakvélar, einnota rakvélar, háreyðingarkrem, vax eða gamla góða plokkarann, er þetta allt saman tímafrekt.

4. Ný lasertækni leysir langvarandi vanda

Lengi vel var vandamál að eiga við ljós andlits- og líkamshár með lasertækninni. Í lok síðasta árs tókum við hjá Húðfegrun á móti nýju lasertæki, en koma þess markar tímamót í varanlegri háreyðingu á Íslandi.

Bryndís Alma, framkvæmdastjóri Húðfegrunar segir að nýja lasertækið byggi á þríþættri díóðu hátækni, sem eru þrjár áhrifaríkustu bylgjulengdir sem þróaðar hafa verið. „Þetta lasertæki hefur það fram yfir eldri gerðir að það nemur þrjá mismunandi vaxtarfasa hársins, sem gerir það að verkum að meðferðartími í varanlegri Háreyðingu styttist og árangurinn eykst.“

Hvaða vanda leysir nýja lasertækið?

Sumir einstaklingar og þá sérstaklega þeir sem vilja losna við ljósari hár, hafa þurft að koma nokkuð oft í meðferð til að losna við hárvöxt með varanlegum hætti. Bryndís Alma segir að með nýja lasertækinu breytist þetta.
„Við getum nú eytt hárum sem eldri lasertækni náði ekki til. Auk þess styttist meðferðartíminn, sem er kostur þegar um stærri svæði er að ræða, til dæmis bak, bringu og fótleggi. Sú nýjung bætist einnig við að nú getur lasertæknin leyst plokkarann af hólmi, því með nýja tækinu getum við eytt hárum milli augabrúna, inni í eyrum og nefi,“ segir Bryndís Alma.

En hækkar verðið á varanlegri Háreyðingu?

„Nei, verðið helst það sama þó meðferðartíminn styttist og árangurinn af meðferðinni verði enn betri en áður. Húðfegrun er hátæknifyrirtæki og við höfum metnað til að bjóða viðskiptavinum okkar bestu fáanlega tækni hverju sinni.
Ég vil þó taka það fram að nýja tækið leysir ekki eldri gerðina af hólmi fyrir fullt og allt, því í sumum tilfellum getur gefið góða raun að gott að koma í varanlega Háreyðingu í nýja tækinu og eldra tækinu á víxl. Aðrir munu vilja halda sig eingöngu við eldra tækið, eins og þeir sem eru með dekkri hár. En hjúkrunarfræðinar Húðfegrunar meta hvert tilfelli fyrir sig,“ segir Bryndís að lokum.

Hægt er að bóka tíma alla virka daga milli kl. 09.00 – 18.00
í síma 533-1320.

Við tökum vel á móti þér í Vegmúla 2.

accumsan sit suscipit Aliquam Lorem porta. ut Praesent risus felis justo