Fermingin markar mikil tímamót í lífi fermingarbarnsins og foreldranna. Flestir leggja ríka áherslu á að skarta sínu fegursta á fermingardaginn, enda eiga fermingarmyndirnar langa lífdaga. Margir af foreldrum fermingarbarna vorsins, fermdust sjálfir á áttunda áratugnum og hugsa til baka til fermingarmynda þar sem túperaður hártoppur, hliðarvængir og hálfur brúsi af hárlakki komu sterklega við sögu. En þó tískustraumar breytist er eitt sem fer aldrei úr tísku og það er hrein og heilbrigð húð. Við hjá Húðfegrun tókum saman upplýsingar um þær meðferðir sem eru vinsælar í aðdraganda fermingarinnar.

Húðslípun

Húðslípun er frábær meðferð sem örvar vöxt nýrra húðfruma og endurnýjar bandvefinn í undirlagi húðarinnar. Meðferðin er framkvæmd með þeim hætti að ysta lag húðarinnar er fjarlægt með notkun örsmárra kristalla og demanta. Þessi meðferð hentar fólki á öllum aldri og er tilvalin fyrir þá sem glíma við bólótta húð eða grófar og opnar svitaholur. Húðslípun getur því hentað vel fyrir þá sem eiga að fermast í vor.
„Strax eftir fyrstu meðferð fær húðin aukinn ljóma þar sem hún verður frísklegri og þéttari, auk þess sem svitaholur minnka. Áferð húðarinnar verður fallegri, mýkri og sléttari. Það sem gerir Húðslípun einstaka er tæknin sem tryggir örugga og árangursríka hreinsun á ysta lagi húðarinnar. Meðferðin fjarlægir stíflur, óhreinindi og húðfitu sem er föst í svitaholum“, segir Díana að lokum.

Hudfegrun.is/medferdir/hudslipun

Hvaða meðferðir eru vinsælastar fyrir foreldra fermingarbarna?

Díana, hjúkrunarfræðingur hjá Húðfegrun segir að foreldrar fermingarbarna komi gjarnan í Laserlyftingu, Gelísprautun og/eða Húðslípun í aðdraganda fermingarinnar. „Þetta eru allt meðferðir sem stuðla að heilbrigði húðarinnar. Auk þess eru bæði Laserlyftingin og Gelísprautunin meðferðir sem draga úr línum og vinna gegn öldrunareinkennum húðarinnar. Við bjóðum einnig nýja meðferð sem er mjög spennandi kostur en það er Hollywood Glow eða Andlitsljómi.“

Nýjung – Hollywood Glow fyrir foreldrana

Húðfegrun býður nú nýja meðferð sem er tilvalin fyrir foreldra fermingarbarna en það er Hollywood Glow eða Andlitsljómi. Þetta er ein vinsælasta meðferðin hjá stórstjörnum til undirbúnings fyrir stóra viðburði. Meðferðin er framkvæmd með nær-innrauðu ljósi (Nir infrared light) sem hitar húðina á þægilegan máta og örvar kollagenframleiðslu húðarinnar. Meðferðin þéttir húð í andliti og á hálsi ásamt því að gefa húðinni samstundis aukinn ljóma. Einnig spornar meðferðin gegn öldrun húðarinnar auk þess sem yfirborð hennar verður heilbrigðara og fallegra. Árangurinn af meðferð er sjáanlegur strax eftir meðferð og dugar í þrjá mánuði eftir staka meðferð. Mælt er með að koma fjórum sinnum því þannig næst betri árangur til lengri tíma.

Hudfegrun.is/medferdir/hollywood-glow

Rebekka er 51 árs og hefur komið í Hollywood Glow meðferðina

„Ég mæti oft á stóra viðburði og nýti mér þá gjarnan Hollywood Glow meðferðina í aðdragandanum. Mér finnst Hollywood Glow meðferðin gefa húðinni aukinn þéttleika og ljóma. Ég hef komið reglulega í meðferðina og sé mikinn mun á húðinni. Langtímaáhrifin eru þannig að húðin er tilsjánlega meira ljómandi og mun þéttari en hún var áður en ég kom fyrst í Hollywood Glow.“

Hvernig virkar Laserlyfting?

Díana segir að Laserlyfting sé mjög öflug meðferð til að byggja upp húðina. „Meðferðin styrkir húðina og losar þig við hrukkur og slappa húð á öllu andlitinu, augnsvæði, hálsi, svæði undir höku, bringu og handarbökum. Einnig spornar meðferðin gegn öldrun húðarinnar ásamt því að lífga upp á útlit þitt.“ Það sem gerir Laserlyftingu einstaka er tæknin sem tryggir örugga og árangursríka uppbyggingu húðarinnar djúpt í undirlagi hennar með náttúrulegum og sársaukalausum hætti.

Hudfegrun.is/medferdir/laserlyfting

Heiða er 43 ára og hefur komið þrisvar sinnum í Laserlyftingu

„Ég er meðal þeirra sem vinn mikið og ferðast mikið. Ég var tekin í andliti og þreytumerkin höfðu áhrif á sjálfstraust mitt. Þegar ég heyrði um Laserlyftinguna hjá Húðfegrun, ákvað ég að prófa. Meðferðin sjálf er mjög þægileg og það kom mér skemmtilega á óvart að ég gat farið í vinnuna strax að lokinni meðferð. Þreytumerkin eru nú horfin úr andlitinu á mér. Húðin er mun stinnari og áferðarfallegri. Nokkrum dögum eftir hverja meðferð finnst mér húðin hreinlega glóa! Ég hlakka til að koma í fjórðu meðferðina og sjá enn betri árangur.“

Hvað er Gelísprautun?

Gelísprautun er áhrifarík meðferð fyrir þá sem vilja losna við línur, jafna út hrukkur og endurmóta andlitsdrætti. Meðferðin hentar einnig fyrir þá sem vilja fá aukna fyllingu í varir, kinnar, kinnbein og/eða höku. Díana hjúkrunarfræðingur hjá Húðfegrun segir að bæði konur og karlar nýti sér Gelísprautun. „Með meðferðinni eykst kollagen-framleiðsla húðarinnar og í kjölfarið öðlast húðin aukinn ljóma og þéttleika. Meðferðin er einnig fullkomin fyrir þá sem vilja sjá árangur strax að lokinni meðferð.“

Hudfegrun.is/medferdir/gelisprautun

Guðrún er 48 ára og hefur komið í Gelísprautun

„Áður en ég fór í Gelísprautun var ég mjög skeptísk því mér fannst þetta mikið inngrip. Upplifunin var hinsvegar allt önnur en ég hefði gert mér í hugarlund. Ég mundi líkja stungunni við að hafa verið klipin lítillega, þar sem ég hafði borið deyfikrem á húðina klukkustund fyrir tímann. Svo kom smávegis þrýstingur þegar efninu var sprautað undir húðina en svo nuddaði hjúkrunarfræðingurinn svæðið og ég fann ekkert fyrir þessu enda var fagmennskan í fyrirrúmi. Ég sé mikinn mun á húðinni í kjölfar Gelísprautunarinnar. Húðin er slétt og fín á því svæði sem sprautan var notuð en ég get sett í brýrnar og allar hreyfingar í andlitinu eru eðlilegar. Ég vildi að ég hefði látið verða af þessu fyrir löngu síðan!“

tristique porta. justo id, mi, facilisis Donec Lorem quis luctus efficitur.