Gjafakort Húðfegrunar

Gjafakort HúðfegrunarGjafakortin er bæði hægt að fá að ákveðinni upphæð en einnig er hægt að velja ákveðna meðferð. Bryndís Alma segir að Laserlyftingin hafi verið vinsæl jólagjöf undanfarin ár. „Laserlyftingin er vegleg jólagjöf fyrir þá sem þér þykir vænst um. Hollywood Glow meðferðin og Gelísprautun eru einnig vinsælar á gjafakortin en þær meðferðir voru kynntar sérstaklega á Kvennakvöldinu okkar nýverið.“

Frábært fyrir bestu vinkonuna

Húðslípun hefur verið vinsælasta vinkonugjöfin hjá Húðfegrun. Þetta er góð gjöf sem gefur heilbrigðari og fallegri húð. Hrönn er 58 ára og kemur reglulega í Húðslípun. „Húðin öðlast ferskleika eftir Húðslípun og verður mun þéttari,“ segir Hrönn.

> Hollywood Glow

> Gelísprautun

> Húðslípun

Húðfegrun fyrir karlmenn

Sífellt fleiri karlmenn venja komur sínar í Húðfegrun enda er vitund um mikilvægi góðrar húðumhirðu að aukast meðal beggja kynja. Gjafakort hjá Húðfegrun eru tilvalin jólagjöf fyrir karlmenn. Varanleg háreyðing, Laser-peeling, Laserlyfting, Gelísprautun, Dermapen og Húðþétting eru meðal meðferða sem eru vinsælar fyrir karlmenn.

> Karlmenn

Pétur er 31 árs og hefur komið í mismunandi meðferðir

„Ég er mjög ánægður með þjónustuna hjá Húðfegrun. Ég kann að meta hvað starfsfólkið er hreinskilið og segir hreint út hvaða meðferðir muni hjálpa þér og hvaða meðferðir muni ekki bera jafn mikinn árangur.“

Fyrir starfsfólkið

Það hefur aukist til muna að fyrirtæki gefi starfsfólki dekur í jólapakkann. Gjafakort hjá Húðfegrun passar mjög vel sem gjöf í jólapakkann frá fyrirtækinu. Bryndís Alma segir mörg fyrirtæki kaupa gjafakort að ákveðinni upphæð sem handhafi getur nýtt sér upp í meðferð að eigin vali. „Það er mjög vinsælt hjá fyrirtækjum að kaupa gjafakort hjá Húðfegrun fyrir starfsmenn sína. Það eru sterk skilaboð fólgin í því að fá dekur í jólagjöf frá vinnunni. Það getur varla verið betra,“ segir Bryndís Alma brosandi.

 

eleifend vel, tristique facilisis lectus fringilla massa et, ut luctus consequat. libero