20.04.20

Opnum 4. maí

Við gleðjumst yfir þessum frábæru fréttum, við munum geta séð um ykkar húð aftur frá 4. maí!

Við munum hálda áfram að bjóða upp á 30% afsl. á Laserlyftingu og Gelísprautun út apríl

Við tökum vel á móti öllum fyrirspurnum og bókunum í síma 533-1320 alla virka daga milli kl.10:00-16:00 í apríl. 

Húðfegrun mun loka
tímabundið frá og með 24. mars.


Við munum þó ennþá hafa opið fyrir síma og tölvupóst til að gefa ykkur ráðleggingar og svara fyrirspurnum.

Íslensk stjórnvöld hafa nú tekið ákvörðun um að meðferðarstofur eins og Húðfegrun séu skyldugar til að loka tímabundið fyrir starfsemi frá og með 24.mars. Við gerum ráð fyrir að það verði lokað hjá okkur á meðan samgöngubann er í gildi, eða til 12. apríl.

Greiddar og bókaðar meðferðir viðskiptavina. 
Opið verður fyrir bókanir og ráðleggingar hjá okkur meðan á samgöngubanni stendur í síma 533-1320 og í gegnum tölvupóstinn [email protected]

Einnig er hægt að greiða fyrir meðferðir, nýta sér tilboð sem við erum með í gangi og tryggja sér bókaða tíma um leið og við höfum opnað aftur (gert ráð fyrir að það verði að páskafríi loknu, þriðjudaginn 14. apríl).

Við fylgjum leiðbeiningum frá landlækni og höfum lokað fyrir meðferðir. Síminn og tölvupósturinn okkar verður að sjálfsögðu ennþá opinn, en við höfum breytt opnunartímanum og verður opið fyrir þessa þjónustu frá kl. 10:00-16:00 á þessu tímabili 24.mars-13.apríl.

Öryggi viðskiptavina. Við gerum okkur grein fyrir að þær einstöku aðstæður sem við stöndum öll frammi fyrir geta valdið viðskiptavinum okkar áhyggjum varðandi meðferðir sem þeir hafa nú þegar bókað og greitt fyrir. Húðfegrun hefur verið starfandi í 20 ár og er fyrirtækið fjárhagslega vel í stakk búið til að takast á við þetta sérstæða efnahagsástand eins og það sem við stöndum frammi fyrir í dag. Þín bókun er örugg hjá okkur og við tökum vel á móti öllum okkar yndislegu viðskiptavinum um leið og við getum opnað aftur.

Við verðum til staðar fyrir þig. Húðfegrun mun á þessum tímabili nýta sér tækni síma og tölvubúnaðar. Starfsmenn munu skiptast á að vera til staðar, taka við bókunum, greiðslum og gefa ráðleggingar. Við tryggjum með þessum hætti öryggi heilsustarfsmanna okkar og viðskiptavina. Ykkar heilsa skiptir okkur máli.

Húðfegrun mun hafa samband við þig. Margir viðskiptavinir hafa haft samband við okkur og hafa áhyggjur af tímunum sínum. Við munum hafa samband við alla þá viðskiptavini sem eiga bókaða tíma á ofangreindu tímabili og finna nýja tíma sem henta hverjum og einum best. Við munum setja í forgang að hafa samband við þá viðskiptavini sem eiga bókaða tíma á næstu dögum og vinna okkur svo fram í tímann.

Þetta er bara tímabundið ástand og við hlökkum öll til að njóta samverustunda þegar þessir tímar eru yfirstaðnir. Farið vel með ykkur og ykkar heilsu!

Hlýjar kveðjur,
Starfsfólk Húðfegrunar

Laserlyfting

Lyftir kjálkalínunni, augnsvæðinu og kinnunum.

Laserlyfting er ný byltingarkennd tækni í meðferð á línum, hrukkum og slappri húð.

Gelísprautun

Gefur náttúrulega fyllingu

Náttúruleg fylling í varir, línur, hrukkur, ör, kinnar, kinnbein og höku, ásamt andlitsmótun.

Laser Peeling

Tryggir árangursríka uppbyggingu húðar djúpt niður í undirlag hennar ásamt öflugu peeling á ysta lagi húðar…

Gelísprautun

Gelísprautun er náttúruleg andlitslyfting án skurðaðgerðar sem framkvæmd er með náttúrulegu fjölsykrunum Neauvia Organic.

Augnlyfting

Augnlyfting er ný, byltingarkennd augnmeðferð á Íslandi og er Húðfegrun fyrsta og eina stofan á landinu sem býður …

mattis felis id elit. leo venenatis, ut