Gelísprautun er á tilboði í september

Við hjá Húðfegrun bjóðum 15% afslátt af Gelísprautun í september.

Botox eða Gelísprautun – Hver er munurinn?

Á undanförnum árum hefur það færst sífellt í aukana að fólk láti laga djúpar hrukkur í andliti með því að láta sprauta í þær. Sérfræðingar Húðfegrunar eru oft spurðir að því hver sé munurinn á Botoxi og Gelísprautun. Við ákváðum að taka saman upplýsingar til að deila með lesendum.

Hvað er sameiginlegt með Botox og Gelísprautun?

Bæði Botox og Gelísprautun eru fegrunarmeðferðir sem framkvæmdar eru með sprautum og flokkast því sem fegrunarmeðferðir án skurðaðgerðar. Fleira eiga þessar meðferðir ekki sameiginlegt. Við hjá Húðfegrun viljum leggja áherslu á að hjúkrunarfræðingar okkar hafa hlotið sérþjálfun í meðferð gelísprauta með Neuavia.

Hvað er Botox?

Notkun á Botoxi í fegrunarskyni hófst upp úr aldamótum og hefur það t.a.m. verið notað til að laga tímabundið djúpar hrukkur milli augabrúna, þvert yfir ennið og á augnsvæði. Undanfarin ár hafa vinsældir náttúrulegra fjölsykrufyllinga þó víða aukist á kostnað Botox meðferða og ekki að ástæðulausu. En hvað er þetta Botox og hver eru áhrif þess?

Botox er í raun hreinsað form af eiturefninu botolinum, sem er unnið úr bakteríum. Efnið er banvænt í miklu magni en örskammtar af því hafa verið notaðir í ofangreindum tilgangi um árabil. Efninu er sprautað inn í vöðvana í kringum hrukkurnar og virkni þess er slík að það hindrar taugaboð og lamar vöðvana tímabundið. Hreyfingarleysi vöðvanna veldur því að hrukkurnar mýkjast, minnka eða hverfa á meðan efnið er virkt, sem er að jafnaði í um þrjá til fjóra mánuði.

Botox: Mögulegar aukaverkanir

Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Félags bandarískra skurðlækna getur Botox meðferð mistekist ef líkaminn myndar mótefni gegn eitrinu sem er að finna í Botox efninu. Þetta er þó sagt afar sjaldgæft. Félagið gefur einnig upp eftirtaldar aukaverkanir sem eru algengari í kjölfar Botox meðferðar.

· Hangandi augnlok eða augabrúnir eftir meðferð á augnsvæði

· Slappleiki eða lömun vöðva í nálægð við svæði sem sprautað er í (umfram þá sem ætlunin var að lama)

· Útbrot og kláði

· Verkir, blæðing, mar, bólga, doði, roði

· Höfuðverkur

· Þurrkur í munni

· Flensueinkenni

· Flökurleiki

· Erfiðleikar við að kyngja og/eða tala

· Andarteppa

· Gallblöðruvandi

· Sjóntruflanir

Hvað er Gelísprautun?

Við hjá Húðfegrun bjóðum Gelísprautun, sem er framkvæmd með náttúrulegu fjölsykrunum Neauvia Organic. Neauvia Organic er hreinasta og öruggasta fyllingarefnið á markaðnum. Efnið er skaðlaust og samanstendur af náttúrulegum efnum. Neauvia er hreint kristalsgel sem inniheldur fjölsykrusýrur sem er að finna í öllum vefjum líkamans. Eftir að náttúrulegu fjölsykrunum hefur verið sprautað í húðina binda þær vatnið í húðinni og mynda fyllingu. Línur, drættir og hrukkur jafnast út og húðin öðlast ljóma og þéttleika.

Meðferðina má framkvæma nánast hvar sem er á andlitinu. Hægt er að velja um fyllingu í varir, hrukkur, línur, ör, kinnar, kinnbein og höku, svo eitthvað sé nefnt.

Jákvæðir þættir Neauvia fyllingarefnisins

· Neauvia er hreinasta og öruggasta fyllingarefnið á markaðnum.

· Inniheldur ekki dýraafurðir.

· Ekki þarf að ofnæmisprófa efnið þar sem engin hætta er á ofnæmi.

· Árangurinn helst lengi.

Gelísprautun: Mögulegar aukaverkanir

Eftir að meðferð er framkvæmd geta myndast roði og bólga sem geta varað í tvo til sjö daga, eftir því svæði sem verið er að meðhöndla. Eftir meðferð á vörum getur bólgan varað lengur, eða í allt að eina til tvær vikur.

Í sumum tilvikum myndast mar eftir meðferð en það eru eðlileg viðbrögð húðarinnar við sprautustungunum. Það dregur verulega úr bólgumyndun að kæla meðferðarsvæðið eftir meðferð.

Ekki má koma við meðferðarsvæðið í fjórar klukkustundir eftir meðferð. Eftir þann tíma má strjúka svæðið með mildum andlitshreinsi og vatni. Einnig má þá bera rakagefandi krem á svæðið og nota farða. Mælt er með að forðast sund, óhreint umhverfi og ryk sama dag og meðferð er framkvæmd.

Í kjölfar Gelísprautunar er mælt með að:

· Kæla meðferðarsvæðið í 15-20 mín í senn, endurtaka nokkrum sinnum.

· Bera græðandi krem á svæðið fjórum klst. eftir meðferð.

· Forðast sól og ljósabekki í a.m.k. tvo til þrjá daga.

· Sleppa sundi samdægurs.

· Nota a.m.k. SPF 30 sólarvörn í allavega viku.

Fyrir hverja er Gelísprautun?

Mikill fjöldi viðskiptavina Húðfegrunar á sinn fasta tíma í Gelísprautun. Bæði konur og karlar nýta sér meðferðina. Fólk á öllum aldri kemur í Gelíprautun en stærstur hluti hefur þó náð miðjum aldri.

Gelísprautun er sniðin að þörfum hvers og eins. Árangur er sjáanlegur strax eftir meðferð en það getur tekið eina til tvær vikur að sjá sléttast fyllilega úr línunni

sem meðferðin var framkvæmd á. Í sumum tilfellum getur það tekið upp í mánuð að sjá endanlegan árangur af meðferð. Árangur af meðferð varir frá sex mánuðum og upp í nokkur ár. Árangur fer eftir meðferðarsvæði, aldri, húðgerð, lífstíl, vöðvaeiginleikum o.fl. Ef þú ert að velta fyrir þér hvort Gelísprautun henti þér, bendum við á að sérfræðingar Húðfegrunar veita ráðgjöf um val á meðferð.

Samanburður á Botox og Gelísprautun

Botox

·  Framkvæmd með sprautu
· Lamar vöðva og hindrar taugaboð
· Dugar í þrjá til fjóra mánuði

Gelísprautun

· Framkvæmd með sprautu

· Fyllir upp í hrukkur
· Dugar frá hálfu ári og upp í nokkur ár

Phasellus ut justo commodo venenatis sit pulvinar risus leo. elit. ante.