Bókaðu ráðgjöf

Fáðu ráðleggingu hjá Hjúkrunarfræðing hvaða meðferð hentar þér best!

Bókaðu tíma í síma 533-1320

Þitt útlit. Okkar þekking.

Algengar spurningar

Er hægt að koma til ykkar í ráðgjöf og ef svo er, kostar það eitthvað?

Við bjóðum upp á ráðgjafartíma með hjúkrunarfræðingi fyrir viðskiptavini sem eru óvissir hvaða meðferð hentar best til að vinna á þeim vandamálum sem þeir vilja losna við. Hægt er að panta tíma í ráðgjöf með því að hringja í móttökuna okkar í síma 533-1320, en síminn hjá okkur er opinn alla virka daga frá kl. 9:00-18:00.

Ráðgjafatími kostar 5.000 kr. 

Hvað kosta meðferðirnar ykkar?

Á heimasíðunni okkar má finna verðlista yfir allar okkar meðferðir og meðferðarsvæði, sjá hér: Verðlisti

Verðlistaverð miða öll við eina meðferð, en þess má geta að ef keypt eru saman 4 skipti af sömu meðferð fæst alltaf 15% afsláttur.

Er nauðsynlegt að koma í ráðgjöf/viðtalstíma áður en meðferð er bókuð?

Nei, ráðgjafartímarnir eru fyrst og fremst hugsaðir fyrir þá viðskiptavini sem eru óvissir hvaða meðferð henti þeim best og vilja ráðleggingar frá hjúkrunarfræðingi. Hægt er að bóka tíma í hvaða meðferð sem er hjá okkur án þess að koma í ráðgjöf/viðtalstíma áður.

Er æskilegt að bera á sig deyfikrem fyrir meðferðir?

Ekki er nauðsynlegt að bera á sig deyfikrem fyrir allar meðferðir. Við mælum þó með notkun deyfikrems (t.d. EMLA) fyrir meðferðirnar Dermapen, Gelísprautun og Augnlyftingu. Best er að bera deyfikremið á húðina klst. fyrir meðferð, aftur hálftíma fyrir meðferð og að lokum korteri fyrir meðferð. Ekki skal nudda deyfikreminu inn í húðina heldur einungis dampa því létt á meðferðarsvæðið.

Hvaða kremum mælið þið með til að hjálpa húðinni að jafna sig eftir meðferð?

Við mælum heilshugar með Penzim vörunum frá Andrá sem unnar eru úr meltingarensímum Norður-Atlantshafsþorsksins. Þær eru sérlega græðandi og gefa húðinni góðan raka. Vörurnar fást í móttökunni hjá Húðfegrun, en líka í flestum apótekum landsins. Hreint aloe vera gel skilar einnig góðum árangri og flýtir bataferlinu eftir meðferð.

Er hægt að kaupa gjafabréf í meðferðir hjá ykkur?

Já, það er hægt að kaupa gjafabréf í móttökunni hjá okkur í Vegmúla 2. Bæði er hægt að kaupa gjafabréf í tiltekna meðferð eða að verðmæti ákveðinnar upphæðar.

Hvaða meðferð mælið þið með til að vinna á bólum og fílapenslum?

Okkar öflugasta meðferð til að vinna á bólum og fílapenslum heitir Kristals- og demants Húðslípun. Hérna má lesa sér betur til um meðferðina og sjá myndband af framkvæmd hennar: Húðslípun

Hvaða meðferð mælið þið með til að vinna á húðþurrki og/eða feitri húð?

Okkar öflugasta meðferð til að koma jafnvægi á húðina heitir Húðslípun. Hérna má lesa sér betur til um meðferðina og sjá myndband af framkvæmd hennar: Húðslípun

Hvaða meðferð mælið þið með til að vinna á örum eftir bólur?

Okkar öflugasta meðferð til að vinna á örum eftir bólur heitir Dermapen og er svokölluð míkrónálameðferð. Hérna má lesa sér betur til um meðferðina og sjá myndband af framkvæmd hennar: Dermapen

Hvaða meðferð mælið þið með til að fyrirbyggja öldrun húðarinnar?

Okkar öflugasta meðferð til að fyrirbyggja öldrun húðarinnar heitir Laserlyfting. Um er að ræða sársaukalausa lasermeðferð án aukaverkana. Hérna má lesa sér betur til um meðferðina og sjá myndband af framkvæmd hennar: Laserlyfting

Hvaða meðferð mælið þið með til að vinna burt hrukkur?

Okkar skilvirkasta meðferð til að losna við hrukkur er Gelísprautun með náttúrulegum fjölsykrum. Þá er náttúrulegu fjölsykrugeli sprautað inn í húðina þar sem það binst vatni í líkamanum og myndar fyllingu. Það er svolítið mismunandi á milli einstaklinga hversu lengi efnið endist að jafnaði en við höfum séð dæmi um að það endist frá 6 mánuðum og upp í nokkur ár.

Okkar öflugasta lasermeðferð til að vinna á hrukkum er Laserlyfting. Meðferðin er þess eðlis að hún örvar myndun kollagens og elastínþráða í undirlagi húðarinnar sem gerir það að verkum að húðin þéttist og stinnist og hrukkur grynnka. Það getur þó verið erfitt að vinna algjörlega burtu djúpar hrukkur með lasertækni.

Hérna má lesa sér betur til um þessar meðferðir, sjá hér: Gelísprautun , Laserlyfting

Hvaða meðferð mælið þið með til að vinna gegn slappri húð?

Ef um er að ræða slappa húð eftir þyngdartap eða barnsburð er Húðþétting okkar öflugasta meðferð. Ef húð er hins vegar farin að slappast vegna aldurs er Laserlyfting að skila bestum árangri.

Hérna er hægt að lesa sér nánar til um þessar meðferðir og sjá myndbönd af framkvæmd þeirra, sjá hér: HúðþéttingLaserlyfting

Senda skilaboð

Staðsetning

Vegmúli 2, 108 Reykjavík

Sími

Opnunartími

Virka daga: 09:00 – 18:00

Alltaf hjá Húðfegrun
15% afsláttur þegar greitt er fyrir 4 skipti í einu af sömu meðferð hjá Húðfegrun

diam venenatis, sit libero libero. risus. ut