Flestir sem komnir eru á fullorðinsár halda hárvexti í andliti og/eða á líkama í skefjum með einhverjum hætti. Karlmenn raka sig gjarnan daglega í andliti, nú eða snyrta skegg sitt. Margir karlmenn koma einnig böndum á hárvöxt annars staðar á líkamanum. Flestar konur vilja vera hárlausar á fótleggjum, í handarkrikum og á svokölluðu bikinísvæði. Auk þess glíma margar konur við hárvöxt í andliti sem þær vilja gjarnan vera án.

Varanleg háreyðing

· Lasermeðferð sem stöðvar hárvöxt í andliti og á líkama með varanlegum hætti.

· Laserinn hitar upp hársekkinn og eyðir honum án þess að skemma nærliggjandi vefi.

· Innbyggt kælitæki kemur í veg fyrir að meðferðin sé sársaukafull.

· Vinnur á öllum gerðum hára (ljósum, dökkum, grófum og fínum).

· Vinnur á hárum á þremur mismunandi vaxtarstigum.

 

„Ég hef alltaf verið í vandræðum með hárvöxt á efri vör. Hárin voru mjög dökk og sáust því mikið. Ég leysti það með því að vaxa efri vör með tilheyrandi sársauka og útbrotum. Varanlega háreyðingin var algjörlega sársaukalaus. Ég er nú laus við hárvöxt á efri vör og þetta er allt annað líf.“

Guðrún er 48 ára og hefur lokið meðferð í varanlegri háeyðingu á efri vör

Fjórir kostir varanlegrar háreyðingar:

1. Varanleg háreyðing í þágu umhverfisins

Rakvélar eru oftast gerðar úr plasti og margir nota svokallaðar einnota rakvélar. Fjöldi slíkra rakvéla getur því auðveldlega hlaupið á tugum á ársgrundvelli (48 stykki miðað við fjórar nýjar rakvélar í mánuði) auk plastpakkninganna utan um rakvélarnar. Því má reikna með að ef rakstur hefst við 15 ára aldur hafi hvert okkar notað 2.880 einnota rakvélar á 75. aldursárinu. Umhverfisáhrifin eru því ótvíræð.

Umbúðir um vax og háreyðingarkrem eru jafnan í plast- og/eða pappaformi. Auk þess þarf að endurnýja raftækin sem notuð eru til að hita vaxið með reglulegu millibili. Til viðbótar má ætla að ýmis eiturefni sem finna má í háreyðingarkremum hafi skaðleg áhrif á umhverfið.

Þó lasertækin sem notuð eru til varanlegrar háreyðingar, sé knúin með rafmagni, má færa sterk rök fyrir því að hver einstaklingur sem velur varanlega háreyðingu umfram háreyðingu til skamms tíma, eins og þá sem lýst er að ofan, hafi sitt að segja í stóra samhenginu.

2. Varanleg háreyðing sem langtímafjárfesting

Vaxmeðferðir, háreyðingarkrem, rakvélar, raksápa og krem sem ætlað er að draga úr sviða, kláða og útbrotum eftir rakstur eða koma í veg fyrir inngróin hár, geta kostað sitt. Varanleg háreyðing er því langtímafjárfesting sem skilar sér í peningabudduna.

3. Varanleg háreyðing sparar tíma

Af ofangreindu má auðveldlega hugsa sér að varanleg háreyðing geti sparað heilmikinn tíma. Hvort sem fólk notar rafmagnsrakvélar, einnota rakvélar, háreyðingarkrem, vax eða gamla góða plokkarann, þá er þetta allt saman tímafrekt.

4. Ný lasertækni leysir langvarandi vanda

Lengi vel skilaði lasermeðferð á ljósum andlits- og líkamshárum takmörkuðum árangri. Fyrir rúmu ári tókum við hjá Húðfegrun á móti nýju lasertæki, en koma þess markar tímamót í varanlegri háreyðingu á Íslandi.

Bryndís Alma, framkvæmdastjóri Húðfegrunar, segir að nýja lasertækið byggi á þríþættri díóðu hátækni, sem eru þrjár áhrifaríkustu bylgjulengdir sem þróaðar hafa verið. „Þetta lasertæki hefur það fram yfir eldri gerðir að það vinnur í burtu allar gerðir af hárum (ljósum, dökkum, grófum og fínum). Ásamt því nemur það þrjá mismunandi vaxtarfasa hársins, sem gerir það að verkum að meðferðartími í varanlegri háreyðingu styttist og árangurinn eykst.“

„Ég ákvað að fara í varanlega háreyðingu vegna þess að ég er löt að raka mig og gat ímyndað mér að það væri gott að þurfa ekki lengur að spá í hárvexti. Mér líður best þegar ég er með mjúka leggi og laus við hárvöxt í handarkrikunum. Meðferðin var mun þægilegri en ég bjóst við. Sérstaklega átti það við þegar ég fór í háreyðingu frá hnjám og niður, en þá fann ég bara smá hita frá tækinu sem rennt er fram og til baka á meðferðarsvæði. Ég viðurkenni að það var aðeins óþægilegra að fara í háreyðingu undir höndum en það kom mér ekkert á óvart þar sem húðin er talsvert viðkvæmari þar.

Hárvöxturinn er orðinn mun hægari og strjálli eftir að ég hóf meðferðina. Mig munar strax um að komast upp með að raka mig sjaldnar en ég veit að ég þarf að koma í nokkur skipti í viðbót til að losna varanlega við öll hárin.“

Margrét er 22 ára og hefur hafið meðferð í varanlegri háreyðingu

nec dictum Phasellus Sed consectetur ipsum ipsum